Úrskurður Kjararáðs og dómur Hæstaréttar
EyjanTvær fréttir standa upp úr í dag. Annars vegar úrskurður Kjararáðs um laun biskups. Það er einn rauður þráður í úrskuðum Kjararáðs og hann heldur áfram að spinnast. Nefnilega sú eindregna skoðun sem í þeim birtist að laun séu alltof lág á Íslandi og að þau beri að hækka verulega. Hin fréttinn er dómur Hæstaréttar Lesa meira
Flestir frá Georgíu
EyjanÞað kemur nokkuð á óvart að fjölmennasti hópur hælisleitenda á þessu ári kemur frá Georgíu. Þetta kemur fram á vef RÚV en þar er er byggt á nýjum tölum frá Útlendingastofnun. Á síðasta ári voru Makedóníumenn fjölmennastir. Skýringar eru á þessu. Í vor fengu Georgíumenn leyfi til að ferðast inn á Schengensvæðið án vegabréfsáritana. Í Lesa meira
Erfitt fyrir ríkisstjórnina að setja lög á flugvirkja
EyjanTreystir Icelandair á að sett verði lög á verkfall flugvirkja? Formaður samninganefndar flugvirkjanna segir að svo sé í viðtali við Mbl.is. En ýmislegt mælir á móti því. Í fyrsta lagi beinist þetta verkfall bara gegn einu flugfélagi. Það er ekki eins og samgöngur hafi stöðvast. Fjölmörg önnur flugfélög eru að flytja farþega til og frá Lesa meira
Þórbergur og Alistair MacLean
EyjanAlþýðublaðið 24. október. Spurt í aðalútibúi Borgarbókasafns Reykjavíkur í Þingholtsstræti. Dálkurinn Fimm á förnum vegi. Það kom fát á mig þegar blaðamaðurinn spurði og ég stundi einhverju upp úr mér. En bókasöfnin tvö sem ég sótti, í Þingholtsstrætinu og á Hofsvallagötunni, voru dásamlegir staðir.
Hvar eru jólakúlurnar?
EyjanTvennt kemur mér í jólaskap. Jólaseríur úti í garði og litríkar glitrandi jólakúlur. Í fyrra vorum við með slappt jólatré, greinarnar fóru fljótt að slúta og kúlur runnu af því og brotnuðu. Sumar þeirra fannst mér vera algjör djásn og óbætanlegar. Þetta var auðvitað erlent jólatré, væntanlega flutt hingað í lest á stóru skipi. Í Lesa meira
Ameríski draumurinn verður ameríska blekkingin
EyjanAmeríski draumurinn er á hraðri leið að verða ameríska blekkingin, segir Philip Alston, sérstakur sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna vegna fátæktar og mannréttinda. Þetta kemur fram í frumdrögum skýrslu sem verður birt í vor. Alston, sem er prófessor í lögum við New York háskóla, staðhæfir að félagslegur hreyfanleiki sé minnstur í Bandaríkjunum af öllum ríkum löndum. Bandaríkin Lesa meira
Skoðanaflóran á Alþingi aldrei fjölbreyttari
EyjanSjaldan hefur birst önnur eins fjölbreytni í skoðunum og umræðunum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í gær. Þetta endurspeglar náttúrlega að á þingi eru átta stjórnmálaflokkar og sumir býsna ólíkir. Katrín Jakobsdóttir virkaði sjálfsörugg í fyrstu stefnuræðu sinni. Samfylkingin tók sér stöðu vinstra megin við VG – og ætlar líklega að rækta það svæði. Áslaug Lesa meira
Frakkar banna snjallsíma í skólum – og efla kórstarf
EyjanFrakkar ætla að banna snjallsíma í skólum frá og með skólaárinu sem hefst í september næstkomandi. Þetta gildir í kennslustundum, en líka í frímínútum, í matarhléum og milli kennslustunda. Þetta var eitt af því sem Emmanuel Macron forseti ræddi um í kosningabaráttu sinni fyrr á þessu ári. Menntamálaráðherrann franski, Jean-Michel Blanquer, segir að börn séu Lesa meira
23 ísraelskir hermenn og einn lítill strákur
EyjanHérna sjást valdahlutföllin í Palestínu. Ísraelar stela öllu sem þeir geta stolið að hætti nýlenduþjóðar. Drengurinn á myndinni var sakaður um að henda steinum – takið eftir, henda steinum. Það eru vopn hans. Reyndar segir önnur saga að hann hafi einfaldlega verið á leiðinni út í búð. Það þarf 23 ísraelska hermenn, gráa fyrir járnum, Lesa meira
Þegar Neil Young söng um Alabama – og suðurríkjadrengir svöruðu
EyjanAlabama er mikið í fréttunum þessa dagana vegna kjörs þingmanns á öldungadeild Bandaríkjaþings. Demókratinn vann naumlega, það eru atkvæði svartra sem tryggja honum kosningu og utankjörstaðaratkvæði. Mikill meirihluti hvítra kjósenda valdi Roy Moore, hinn forstokkaða afturhaldsdurg sem að auki er áskaður fyrir kynferðisbrot gegn ungum stúlkum. Eitt það hryllilegasta við stjórnmál á tíma Trumps er Lesa meira