Hreinir og anti-pólitískir Píratar
EyjanPíratar eru í 42 prósentum í nýrri skoðanakönnun. Fylgið vex semsagt enn. Menn hafa verið að spá því að þessu fari að ljúka, Píratarnir hafa verið að hækka flugið síðan í apríl, en það er aldeilis ekki komið að því. Hverju sætir? Þetta er í raun stærsta spurningin í íslenskum stjórnmálum þessa dagana. Glöggur lesandi síðunnar Lesa meira
Facebook breiðir úr sér á auglýsingamarkaði
EyjanErlend stórfyrirtæki taka yfir æ stærri hluta af lífi okkar. Svoleiðis er það á tíma hnattvæðingar og upplýsingatækni og ekki auðvelt að streitast gegn því. Í Viðskiptablaðinu er sagt frá stórauknum hagnaði Facebook sem er aðallega tilkominn vegna auglýsingatekna. Þær voru 5,8 milljarðar dollara á síðasta ársfjórðungi. Hækkuðu um 52 prósent. Við leitum í æ Lesa meira
Danir fá fyrir ferðina
EyjanDanir fá rosalega útreið vegna þeirrar ákvörðunar danskra stjórnvalda að hirða eigur af flóttafólki. Einn frægasti listamaður heims, Ai Weiwei, ákveður að loka sýningu með verkum sínum í Kaupmannahöfn. Ai Weiwei er líka mikill baráttumaður fyrir mannréttindum. Einn þekktasti skopmyndateiknari í heimi, Steve Bell, tekur Dani á beinið – segir að stjórnarflokkurinn Venstre sé hugsanlega Lesa meira
Eiga Grikkir að skjóta fólkið?
EyjanFyrstu dagar ársins 2016 gera mann ekki bjartsýnan á ástand heimsmála. Góðvildin gagnvart flóttamönnum er mestanpart gufuð upp. Í Þýskalandi á Angela Merkel í vök að verjast. Það kemur reyndar fyrir að hún eigi mótleiki, eins og þegar Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, fagnaði því að nú væru að rísa upp girðingar innan Evrópu. Merkel svaraði og Lesa meira
Fallegar bensínstöðvar
EyjanÞað virkar eins og þversögn að tala um fallega bensínstöð. En svo vill til að á árunum eftir stríð risu nokkrar bensínstöðvar í Reykjavík sem teljast merkilegur arkítektúr. Mest hefur verið rætt og ritað um Nestisstöðvarnar sem Manfreð Vilhjálmsson teiknaði og Shellstöðvarnar sem voru eftir Hannes Kr.Davíðsson. Hér má sjá pistil um þær. Nú stenst Lesa meira
Úr því Sigmundur sagði það
EyjanSigmundi Davíð virðist vera að takast að sameina stuðningsfólk meirihlutaflokkanna í Reykjavík bak við hugmyndina um að byggja sem stærst og einsleitast í miðbæ Reykjavíkur. Það gerir hann með því einfaldlega að vera á annarri skoðun. Talsverður hópur fólks hefur núorðið þá merkilegu skoðun að vera aldrei sammála skoðunum Sigmundar Davíðs. Allt sem hann segir er Lesa meira
Gamaldags að vitna í séreignarstefnuna
EyjanMaður heyrir að margir Sjálfstæðismenn eru á móti húsnæðisfrumvörpum félagsmálaráðherra í nafni séreignarstefnunnar. Nefnd stefna var lengi ær og kýr Sjálfstæðisflokksins. Hún gekk út að að fjölskyldur skyldu koma sér upp sínu eigin húsnæði undireins og færi var á – en eyða svo stórum hluta ævinnar í að borga það uns væri farin að myndast eign. Lesa meira
Jónas frá Hriflu og kvistirnir á MR
EyjanLesandi síðunnar sendi mér eftirfarandi sögu. Hún segir frá því að Jónas frá Hriflu, þá ráðherra, gekk Lækjargötu og tók eftir tveimur kvistum sem höfðu verið settir á hús Menntaskólans í Reykjavík. Jónasi fannst kvistirnir ljótir. Nokkru síðar hófust framkvæmdir við skólann og kvistirnir voru teknir burt. Um þetta skrifar Heimir Þorleifsson sagnfræðingur í 3. Lesa meira
Lærisveinar eða bara sveinar
EyjanÍ íþróttafréttum má gjarnan sjá og heyra orðið „lærisveinar“. Til dæmis „lærisveinar Guðmundar í danska landsliðinu“ eða „lærisveinar Wengers í Arsenal“. Nú er það svo að orðið „lærisveinar“ tengir maður helst við Biblíuna – Jesú hafði tólf lærisveina. Ég spyr hvort megi ekki einfalda þetta aðeins og nota orðið „sveinar“. Það yrðu þá „sveinar Guðmundar“ Lesa meira
Ekki bara hægt að kenna Kína um – vandinn liggur í hagkerfi Vesturlanda
EyjanHagfræðingurinn Ha-Joon Chang starfar við háskólann í Cambridge, hann er höfundur bóka sem hafa farið víða um lönd – á íslensku var fyrir nokkrum árum þýdd bókin 23 atriði um kapítalisma sem ekki er sagt frá. Ha Joon Chang kom í Silfur Egils 2012 – viðtalið má sé hér að neðan. Ha-Joon Chang skrifar mjög Lesa meira