Samfylkingin með minnsta fylgi fyrr og síðar – hvað gerir Össur?
EyjanÞað stenst enginn stjórnmálaflokkur Pírata snúning þegar þeir eru með fylgi upp á 35 prósent og halda því mánuð eftir mánuð. Hin mikla fylgissveifla þeirra hefur nú staðið í næstum ár. En auðvitað eru mörg ljón í veginum, erfiðasti hjallinn er þó líklega að stilla upp framboðslistum fyrir kosningarnar vorið 2017. Verst eru Píratarnir í Lesa meira
Skrifað undir hjá Kára
EyjanLæknavaktin við Smáratorg. Mánudagskvöld. Fjöldi fólks bíður í þröngri biðstofu. Næstum eins og í bíósal. Setið í röðum. Mörg börn. Heilsugæsla undirmönnuð og í fjársvelti. Vond stefna. Fyrstu viðbrögð: Skrifa undir hjá Kára. Búið og gert. Við getum gert miklu betur.
Salek og hin hækkuðu framlög í lífeyrissjóði
EyjanÞað er alveg með ólíkindum hversu lítil umræða hefur verið um hina nýju kjarasamninga sem eru gerðir undir yfirskriftinni Salek. Það er ný-korporatískt samráð verkalýðsforystunnar og atvinnurekenda, hefur áhrif á kjör stórs hluta landsmanna, en er varla nefnt í öllu fjölmiðlaþrasinu. Málið er sennilega of stórt og flókið. Í samkomulaginu felst meðal annars stórhækkun á Lesa meira
Náðarhögg fyrir áfengisfrumvarpið?
EyjanSkoðanakönnun Fréttablaðsins í dag er líklega náðarhöggið fyrir frumvarp um að leyfa sölu á áfengi í matvöruverslunum. Niðurstöðurnar eru mjög afdráttarlausar. Af þeim sem afstöðu taka eru 62 prósent andvíg, 38 prósent eru fylgjandi. Konur eru andvígari en karlar, það skiptir máli. Reyndar er það svo að í Fréttablaðskönnunnni er einungis spurt um sölu léttvíns Lesa meira
Fyrirtækjaáróður undir yfirskini fjölmiðlunar
EyjanÁ tíma samskiptamiðla þurfa menn að vara sig á áróðri sem getur tekið á sig býsna lævíslegar myndir, villt á sér heimildir, ef svo má segja. Á Facebook má finna tvo vefi sem er haldið úti af sömu aðilum. Annar nefnist Auðlindir okkar en hinn nefnist Atvinna og iðnaður. Báðir þessir vefir gera út á Lesa meira
Marshallhúsið – og hin stórmerkilega Marshalláætlun
EyjanÉg held satt að segja að það sé alveg nýtilkomið að fara að kalla stórbyggingu úti í Örfirisey „Marshallhúsið“. Þetta er stórglæsileg bygging, hefur verið gerð afar fallega upp, og á nú að hýsa myndlist. Það er ljómandi vel til fundið. Og það má alveg kalla það Marshallhúsið, en þarna var upprunalega svokölluð Faxaverksmiðja. Hún Lesa meira
Mikilvæg kvikmynd um blaðamennsku
EyjanÉg segi eins og er að mér hefur fundist umræðan um misjafnan hlut kynþátta á Óskarverðlaununum heldur einfeldnisleg. Það er talað um að þarna komist eiginlega bara að myndir um hvíta miðaldra karla. En við þurfum kannski líka að skoða hvers konar myndir þetta eru? Þarna eru fremstar tvær framúrskarandi myndir sem mætti segja að Lesa meira
Uppáhalds hljómsveitamyndin
EyjanAf öllum hljómsveitamyndum held ég að þessi sé uppáhaldið mitt. Ég tek fram að þegar ég var drengur klippti ég út hljómsveitamyndir og hengdi upp á vegg. Hún er einhvern veginn alveg fullkomin þessi mynd. Þetta er Trúbrot – íslenska súpergrúppan. Myndin er tekin niðri í Austurstræti meðan ennþá var bílaumferð þar í gegn. Myndin Lesa meira
Paul Kantner 1941-2016
Eyjan1978 var stóra tónleikaárið mitt. Ég sá Bowie í Marseille, Dylan tvívegis í París – í þeirri frægu tónleikaferð sem síðar kom út á tvöfaldri plötu kenndri við tónleikahúsið Budokan. Ég sá Frank Zappa og Peter Gabriel á Knebworth hátíðinni í Englandi. En tónleikarnir sem ég hlakkaði eiginlega mest til að fara á voru aldrei Lesa meira
Bankaplokkið – svakalegur kostnaður neytenda
EyjanÁ þessari síðu hefur oft verið vakin athygli á hinu óskaplega peningaplokki banka – sem lýsir sér meðal annars í alls konar færslugjöldum. Launþegar eiga ekki annan kost en að láta banka sýsla með fé sitt – það tíðkast ekki að borga út í reiðufé, eins og ætti í raun að vera sjálfsagður valkostur fyrir Lesa meira