fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024

Óflokkað

„Alvarlegt og subbulegt ástand“

„Alvarlegt og subbulegt ástand“

Eyjan
13.02.2016

Einhvern veginn hefur maður á tilfinningunni að þetta sé árið þegar túristafárið á Íslandi fer alveg yfir strikið. Vissulega hellast inn peningar, en álagið er mikið og það er farið að ríkja mikið stjórnleysi. Er hugsanlegt að við séum að missa tökin? Morgunblaðið greinir frá því í dag að í smíðum séu 3500 hótelherbergi. Segir Lesa meira

Pútín er meiri ógn við Evrópu en Isis

Pútín er meiri ógn við Evrópu en Isis

Eyjan
11.02.2016

George Soros, auðmaðurinn, rithöfundurinn og mannvinurinn, sem er ættaður frá Ungverjalandi, skrifar grein um ástand heimsmála sem birtist á Project Syndicate og síðan í Guardian. Soros heldur því fram að Vladimir Pútín sé meiri ógn við Evrópu en ISIS. Nú þegar Rússar standa í árásum á Aleppo í félagi við her harðstjórans Bashirs Assad en Lesa meira

Afar síðbúið bréf þar sem hvatt er til uppgjörs

Afar síðbúið bréf þar sem hvatt er til uppgjörs

Eyjan
11.02.2016

Bréf Árna Páls Árnasonar til flokksmanna í Samfylkingunni þar sem eru játuð alls kyns mistök í ríkisstjórninni 2009 til 2013 kemur náttúrlega ansi seint. Stjórnmálaflokkur með góðu og heilbrigðu starfi hefði farið í svona endurskoðunarvinnu strax eftir að hann beið afhroð í kosningunum 2013.  Í staðinn settist nokkuð aldraður og móður flokkur inn á þing, Lesa meira

Vantar metnað til að gera Kvosina að fögru umhverfi?

Vantar metnað til að gera Kvosina að fögru umhverfi?

Eyjan
10.02.2016

Byggingar sem nú eru sýndar í fjölmiðlum og eiga að standa við norður-suður öxul Miðbæjarins, vestan megin lækjar, hafa hvorki þennan persónuleika, svipmót né fínlegt aðlögunargildi. Að mínu áliti er mjög ólíklegt að þær veki hrifningu. Hver veit? Kannski munu þær svara þörfum og allir verða ánægðir. En ef til vill vantar hér metnað og Lesa meira

Trump og Sanders og reiðu kjósendurnir

Trump og Sanders og reiðu kjósendurnir

Eyjan
10.02.2016

Bernie Sanders og Jeremy Corbyn eru gamlir karlar, en þeir eru fulltrúar breytinga sem eru að verða á vinstri væng stjórnmálanna. Vinstrið hefur lengi verið upptekið af því sem á ensku kallast identity politics, það eru stjórnmál sem snúast um kynferði, kynhneigð, kynþætti, fjölmenningu og réttindi minnihlutahópa. Sanders og Corbyn færa stjórnmálin nær hefðbundnari vinstri Lesa meira

Píratarnir og málin tvö

Píratarnir og málin tvö

Eyjan
09.02.2016

Maður reynir að koma auga á hvað það gæti verið sem myndi leiða til þess að Píratar missi fylgi. Ein er sú að þeim mistakist illilega að raða upp á framboðslista. Að framboðslistarnir verði barasta mjög óálitlegir. Það gæti gerst. Píratar munu væntanlega reyna að hafa valið á framboðslista sem lýðræðislegast, þeir hafa verið varaðir Lesa meira

Viljum við Kanann aftur?

Viljum við Kanann aftur?

Eyjan
09.02.2016

Bandaríkjaher kemur aftur með herflugvélar á Keflavíkurflugvöll. Þett kemur vissulega nokkuð á óvart, en það eru auðvitað viðsjár í heimsmálunum. Bandaríkin vilja að Evrópa taki stöðu gegn vígvæðingu í Rússlandi. Íslendingar eru ennþá meðlimir í Nató, í Keflavík hefur verið starfrækt „loftrýmisgæsla“ á vegum bandalagsins með erlendum herþotum – og já, varnarsamningurinn er enn í gildi. Lesa meira

Svellaveturinn mikli

Svellaveturinn mikli

Eyjan
09.02.2016

Ef það er eitthvað sem hefur einkennt þennan vetur þá er það endalaus hálka. Það snjóar, hlánar aðeins, frystir aftur, út um allar grundir eru gömul skítug svell. Eftir síðustu snjókomu og blota eru þau mjög þykk – og í frostinu í dag virka þau hörð eins og demantar. Maður skilur vel hvers vegna landið Lesa meira

Frjótt ímyndunarafl bankanna

Frjótt ímyndunarafl bankanna

Eyjan
09.02.2016

Ég hef kvartað undan því hér á þessum vettvangi að stjórnmálamenn sporni ekki við hinu yfirgengilega peningaplokki íslenskra banka Við eigum ekki annan kost en að fá launin okkar greidd inn í banka sem síðan eru sífellt að kroppa af okkur litlar fjárhæðir. Safnast síðan þegar saman kemur. Fyrir bankana eru þetta auðvitað álitlegur ábati. Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af