Vændræði evrópusinnuðu miðjuflokkanna
EyjanHin evrópusinnaða miðja í íslenskum stjórnmálum er í rúst. Samfylkingin er með innan við tíu prósenta fylgi og fer sennilega lækkandi. Formaður flokksins er búinn að gefa upp boltann með innanflokksdeilur, varaformaðurinn er að hætta, vinsælasti þingmaðurinn íhugar forsetaframboð. Björt framtíð er komin svo lágt í fylginu að varla er hægt að blása aftur lífi Lesa meira
Straumurinn liggur inn, en öðrum er hent út
EyjanÉg var í upptökum fyrir Kiljuna í gömlu herstöðinni á Miðnesheiði í dag. Umhverfið þar er alltaf jafn dapurt, og húsin einkennilega ljót – þetta eru staðlaðar byggingar sem verktakar reistu fyrir bandaríska herinn. En húsin hafa þó nýst eftir að herinn fór. Ein af fréttunum sem flaut framhjá mér þegar ég náði að kíkja Lesa meira
Verðlaun: Ferð til Sovétríkjanna
EyjanVinur minn á Facebook, Guðmundur Brynjólfsson, birti þessa forvitnilegu mynd af gömlum happdrættismiða. Æskulýðsfylkingin starfaði í tengslum við Sósíalistaflokkinn, sem síðar varð Alþýðubandalagi, varð síðar sjálfstæður félagsskapur og framboðsafl – og komst undir áhrif trotskíista. En það var síðar, því í þessu happdrætti, 1967, er stóri vinningurinn býsna veglegur, ferð fyrir tvo á 50 ára Lesa meira
Misheppnuð tilraun til að koma höggi á Pírata
EyjanÞað verður að segjast eins og er að frekar er það máttleysislegt að ráðast á Pírata vegna umræðu um borgaralaun. Píratrar hafa auðvitað ekki lagt fram neinar tillögur um að taka upp borgaralaun, en þetta er mál sem er sjálfsagt að ræða – tengist einfaldlega umræðu sem fer fram víða um heim. Við lifum í Lesa meira
Stórmerkileg bók um hvalveiðar við Ísland
EyjanVið fjöllum um merkilega bók í Kiljunni á morgun, Stórhvalaveiðar á Íslandi til 1915 eftir Smára Geirsson. Það sem kemur ekki síst á óvart við þessa sögu er hvað hún er lítið þekkt. Við vitum reyndar að Baskar voru við hvalveiðar á Íslandi á 17. öld, sbr. Spánverjavígin, en á seinni hluta 19. aldar og Lesa meira
Meiri menningarferðamennsku
EyjanVið byggjum hótel og sköffum rútur og bílaleigubíla undir alla ferðamennina sem koma hingað. Aukingin var þrjátíu prósent í fyrra og stefnir í eitthvað svipað í ár. Það er í sjálfu sér áhyggjusamlegt og kannski óþarfi að efna til markaðsátaks fyrir Ísland eins og lesa má um hér. Kannski er ekki gott að fá miklu Lesa meira
Þeir lugu, það voru engin gereyðingarvopn
EyjanLoks þegar Donald Trump segir sannleikann, þá baula Repúblikanar á hann. Þetta er úr kappræðu Repúblikana í gær, Jeb Bush virkar afar móðgaður.
Ógnar flóttamannavandinn tilvist Evrópu?
EyjanJohn Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna ræður Bretum frá því að ganga út Evrópusambandinu. Það kemur svosem ekki á óvart – Bandaríkin hafa alla tíð frá því í seinni heimsstyrjöld verið hlynnt sameinaðri Evrópu þar sem ríkir stöðugleiki. En þessa dagana eru Bandaríkin kannski ekki að gera mikið til að Evrópa tolli saman. Kerry sagði líka nýskeð Lesa meira
Væri hægt að opna Lækinn aftur?
EyjanHér er falleg ljósmynd sem sýnir gamla lækinn sem Lækjargata fær nafn sitt af. Hann var einfaldlega kallaður Lækurinn, rann frá Tjörninni og út í sjó. Læknum var lokað 1913 og þá hurfu líka brýrnar yfir hann, Skólabrúin fyrir neðan Menntaskólann og Bakarabrúin fyrir neðan Bankastræti, sem áður nefndist Bakarabrekka. Lækurinn var að Lesa meira
Smávegis um sögu flokks sem verður 100 ára 12. mars
EyjanAlþýðuflokkurinn verður 100 ára 12. mars næstkomandi. Þetta var stjórnmálaflokkur sem rann inn í Samfylkinguna við stofnun hennar undir lok síðustu aldar. Nú er Samfylkingin reyndar komin niður í það fylgi sem löngum var hlutskipti Alþýðuflokksins. Þetta er flokkur með merka sögu, en á tíðum lá við að hann dytti beinlínis út af þingi. Stundum Lesa meira