Enn syrtir í álinn hjá vinstri flokkunum – vinstri hreyfingin ótrúlega leiðinleg segir Jón Gnarr
EyjanLélegt fylgi Samfylkingar og Vinstri grænna er með ólíkindum. Flokkar sem samanlagt fengu 52 prósenta fylgi í þingkosningunum 2009 slefast ekki einu sinni upp í 16 prósent í nýrri skoðanakönnun. Það sem er líka svo skrítið er hversu værukærir flokkarnir eru. Þeir virka í raun eins og litlir klúbbar sem geta verið huggulegir fyrir meðlimi Lesa meira
Er kominn tími til að leggja á komugjald?
EyjanÞetta er dálítið dambsamt viðhorf hjá formanni Samtaka ferðaþjónustunnar. Hann er tilbúinn að ræða gjaldtöku af ferðamennsku, ef hún rennur til uppbyggingar greinarinnar. En kannski er maður að dæma þetta of hart. Því er þó ekki að leyna að komin er ákveðin ferðamannaþreyta í Íslendinga og mörgum ofbýður seinagangurinn og tregðan við að gera úrbætur Lesa meira
Sameining sjúkrahúsa, stóri spítalinn og Framsóknarflokkurinn
EyjanÞegar rifjuð er upp saga hins nýja hátæknisjúkrahúss sem enn hefur ekki risið, hvorki við Hringbraut eða annars staðar kemur ýmislegt áhugavert upp. Eins og til dæmis að löngum var þetta mál Framsóknarflokksins fremur en annarra flokka. Framsókn átti ráðherra heilbrigðismála samfellt í heil tólf ár, frá 1995 til 2007. Á þeim tíma var mótuð Lesa meira
Hrægammar
EyjanÍ Fréttablaðinu í dag er grein um erlenda hrægamma sem voma yfir Íslandi í von um að hreppa hér einhver verðmæti. Þeir eru ábyggilega til. En hins vegar er orðin lenska hér á landi að kenna útlendingum um hvernig er komið fyrir Íslandi. En um leið er óþarfi að gleyma því að tap erlendra fjárfesta Lesa meira
Mistakasaga íslenska vinstrisins
EyjanViðar Þorsteinsson, doktorsnemi í menningarfræðum í Ohio, skrifar afar skarpa grein um íslenska efnahagshrunið og vinstri hreyfinguna á vef sem nefnist Jacobin. Greinin er á ensku, það þyrfti í raun að þýða hana á íslensku –því hún ætti að nýtast vel í greiningu á stöðu vinstri flokka á Íslandi. Í henni eru fjölmörg atriði sem Lesa meira
Ósamhljómur milli stjórnarflokkanna
EyjanVið búum við það ástand að flokkarnir tveir sem eru í ríkisstjórn tala út og suður. Um byggingu nýs spítala, um húsnæðismál, um málefni banka og sölu á þeim, verðtryggingu og nú síðast um fæðingarorlof. Það er meira en ár til kosninga, en kannski er runninn upp sá tími að flokkar marka sér sérstöðu – Lesa meira
Kirsuberjatré í Skeifunni
EyjanMaður fagnar hlýnandi veðri. 17,6 stiga hita á Siglufirði í gær, 9 stigum í Reykjavík. Klakinn hverfur óðum og hinir miklu snjóskaflar sem hafa hlaðist upp í vetur. Þeir verða þá kannski ekki fram í júní eins og var á verstu vetrunum í kringum 1980. Eða kannski er þetta ekkert fagnaðarefni, við Íslendingar gætum verið Lesa meira
Kamrar væru til bóta
EyjanHallgrímur Helgason rithöfundur setti þennan bókarkafla inn á síðu sína á Facebook. Hann er úr ferðabók sænska rithöfundarins Alberts Engström til Íslands árið 1911. Bókin hét á sænsku Åt Häcklefjäll og kom út 1913. Engström kvartar undan sóðaskap og hirðuleysi á Íslandi, sérstaklega í tengslum við móttöku ferðamanna. Hann nefnir til dæmis að almennilegir kamrar við Lesa meira
Erlingur málar Torfuna – viðhorfsbreytingin í garð gamalla húsa
EyjanEf hægt er að tala um einn einstakan atburð sem markaði tímamót í baráttunni fyrir verndun gamalla og húsa og borgarumhverfis, þá er það þegar hópur fólks tók sig til og málaði Bernhöftstorfuna einn góðviðrisdag vorið 1973. Húsalengjan var þá fjarskalega illa farin og hafði verið dæmd til niðurrifs. Yfirvöld voru afhuga verndun hennar. (Um Lesa meira
Ingibjörg Sólrún greiðir Magnúsi Orra högg
EyjanMagnús Orri Schram tilkynnir um framboð sitt til formennsku í Samfylkingunni. Fréttin er varla komin fram þegar yrrverandi formaður, og mestur áhrifavaldur í Samfylkingunni fyrr og síðar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, tjáir sig umsvifalaust á Facebook. Þetta er ekki beint stuðningsyfirlýsing. Forystumaður Samfylkingarinnar í Landsdómsmálinu hefur stigið fram og telur sig vel til flokksforystu fallinn.