Tunglsljós í Grikklandi – gata frelsis í Tyrklandi
EyjanVinkona mín ein tók þessa mynd í kvöld á fullu tungli af kirkjunni Panagia sem gnæfir efst á kletti á eyjunni Folegandros. Þetta er reyndar ekki páskatungl í Grikklandi – þetta árið eru grísku páskarnir ekki fyrr en 1. maí. Manni verður hugsað aftur í söguna, næstum til eilífðarinnar. Þarna hefur tunglið komið upp með Lesa meira
Sigmundur í kröppum dansi
EyjanSigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur ekki komist í hann krappari í forsætisráðherratíð sinni. Framsóknarþingmenn slá um hann skjaldborg, það er ljóst að hann hefur mjög góð tök á flokknum. Þeir bregðast við með reiði og hneykslun í samskiptamiðlum og í blaðagreinum. En það er ekki víst að þessi strategía virki vel – það er satt að Lesa meira
Hin hæfileikaríka María
EyjanVinkona mín og samstarfskona, María Helga Guðmundsdóttir, vann gull- og brons á opna sænska meistaramótinu í karate nú um helgina eins og lesa má í þessari frétt. María er einstök hæfileikamanneskja. Hún er menntuð í jarðfræði- og umhverfisvísindum í Stanford-háskóla í Bandaríkjunum. En hún vinnur líka fyrir sér sem þýðandi og kom Vesturfaraþáttunum mínum á Lesa meira
Auglýst eftir stjórnarmönnum í banka
EyjanHér er kannski betra tækifæri fyrir gott og áhugasamt fólk – þá sem vilja gera gagn, láta gott af sér leiða – en að fara í forsetann. Sæti í stjórn Íslandsbanka, Landsbanka, Arionbanka og Sparisjóði Austurlands.
Fólk þarf skraut
EyjanNú gerast stórir hlutir. Það er náttúrlega býsna athyglisverð frétt að bæjarstjórar Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Seltjarnarness vilji framvegis að bæirnir þeirra heiti Reykjavík– undir heitinu Reykjavík elskar. Gæti kannski verið fyrsta skrefið að sameiningu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Það er svo merkilegt að sjá viðtal við Höllu Helgadóttur, framkvæmdastjóra Hönnunarmiðstöðvar, þar sem hún segir frá Lesa meira
Sirkus með tíu þátttakendum eða fleiri
EyjanForsetakosningarnar á Íslandi verða bara skrítnari og skrítnari. Frambjóðendur drífur að og eru fæstir líklegir til að fá fylgi – hvað þá fjöldafylgi. Sumir virðast hafa lítið annað fram að færa en hégómann. Enn einu sinni verður það umhugsunarefni hversu allt er laust í reipunum í kringum þetta forsetaembætti. Bæði um hvaða hlutverki forseti eigi Lesa meira
Dagur stórra bréfa – erum við að verða heimskari?
EyjanÞetta er dagurinn þegar gengur á með bréfaskriftum. Sigmundur Davíð skrifar á vefsíðu sína og heldur fast við þann málflutning að umræða um Tortólapeningar séu árás á konu hans. Þetta hefur verið viðkvæðið hjá Framsóknarmönnum síðan þeir stukku til og komu sjálfir upp um málið – áður en fjölmiðlar næðu að fjalla um það á Lesa meira
Hulduherinn styður Trump
EyjanNú hljóta sigurlíkur Donalds Trump að hafa aukist til muna. Hulduherinn styður hann.
Ekki Gróa á Leiti
EyjanAuðvitað er það óþægilegt fyrir forsætisráðherra þegar kemur upp úr dúrnum að kona hans geymir umtalsverðan auð sinn í skattaparadísinni Tortóla. Það er ekki eins og sá staður hafi gott orð á sér, nafnið eitt vekur illan grun. Það má rétt vera að allir skattar hafi verið greiddir af þessu, en það er samt ljóst Lesa meira
Framsókn og kosningafiðringurinn
EyjanStjórnmálaflokkar þurfa að eiga dansfélaga og miðjuflokkur eins og Framsóknarflokkurinn getur litið bæði til hægri og vinstri. Þetta segir Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur í viðtali við Ríkisútvarpið í dag. Hún telur ólíklegt að ríkisstjórnin sé að splundrast þrátt fyrir margvíslegan skoðanaágreining. Björn Bjarnason, fyrrverandi dóms- og menntamálaráðherra, talar í pistli á heimasíðu sinni um „gamalkunnan kosningafiðring Lesa meira