fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024

Óflokkað

Söknuður eftir föstudeginum langa

Söknuður eftir föstudeginum langa

Eyjan
25.03.2016

Sigurveig kona mín er alin upp í Skeifunni, söluturninum þar sem nú er Hamborgarabúllan. Foreldrar hennar ráku staðinn af miklum myndarskap um langt árabil – seldu kaffi og kökur og frægar samlokur. Skeifan var einn fárra staða sem höfðu leyfi til  vera opnir á föstudaginn langa. Þangað streymdi fólk þennan dag þegar mátti eiginlega ekki Lesa meira

Dvínandi áhugi á Nýja-Norðrinu

Dvínandi áhugi á Nýja-Norðrinu

Eyjan
24.03.2016

Eitt viðkvæði síðustu ára hefur verið að framtíð Íslands lægi á Norðurslóðum. Að þangað ættum við að horfa – þar væri framtíðin. Og Norðurslóðir ættu að vera þungamiðja utanríkisstefnunnar. En þessi framtíð hefur látið bíða eftir sér. Það var talað um Grænland sem gósenland framtíðarinnar, Grænlendingar yrðu jafnvel ríkasta þjóð heims vegna mikillar olíu- og Lesa meira

Efasemdir um spítala

Efasemdir um spítala

Eyjan
24.03.2016

Sjálfur verð ég að viðurkenna að mér hefur aldrei almennilega tekist að gera upp hug minn varðandi stórar spítalabyggingar á Landspítalalóðinni. Mér hefur sýnst kostir og gallar vegast á. En það er staðreynd að þessar framkvæmdir hafa tafist von úr viti, ég hef haldið því fram að það sé ekki bara vegna fjárskorts, heldur líka Lesa meira

Álfaklettur með lifrauðum tjöldum

Álfaklettur með lifrauðum tjöldum

Eyjan
23.03.2016

  Hér er innslag um Þjóðleikhúsið sem birtist í Kiljunni í síðustu viku. Eins og segir á vef Ríkisútvarpsins: Það tók meira en tuttugu ár að byggja Þjóðleikhúsið. Þegar það var loks vígt sumardaginn fyrsta 1950 hafði arkitekt hússins forkælst uppi á þaki þess, að því sagt var, hann gat ekki verið viðstaddur vígsluna, fékk Lesa meira

„Staðan“ – hryðjuverk í Vestur-Evrópu og annars staðar

„Staðan“ – hryðjuverk í Vestur-Evrópu og annars staðar

Eyjan
23.03.2016

Hér er ansi merkilegt súlurit. Það kemur af vef sem nefnist Statista – þar birtast alls kyns tölfræðiupplýsingar. Þarna er rakinn fjöldi þeirra sem hafa dáið í hryðjuverkaárásum í Vestur-Evrópu frá 1970. Samkvæmt þessu var ástandið verst á áttunda áratugnum og fram á þann níunda. Einstaka stórar hryðjuverkaárásir hækka töluna náttúrlega mikið. En spurningin er Lesa meira

Eins og mýbit

Eins og mýbit

Eyjan
23.03.2016

Að sumu leyti eru hryðjuverk eins og mýbit. Mýflugan er lítil og veik, líftimi hennar er afar stuttur, en ef við förum að klóra okkur í bitinu er hætt við að það bógni upp og verði óþægilegt. Sumir eru reyndar með ofnæmi fyrir bitinu. Tökum til dæmis hvernig hryðjuverk ná að verða aðalmálið í forsetakosningum Lesa meira

Langvinnt fúsk í stjórnarskrármálum kemur í hausinn á okkur

Langvinnt fúsk í stjórnarskrármálum kemur í hausinn á okkur

Eyjan
22.03.2016

Það virkar nánast farsakennt hvernig fjöldi manns streymir nú í forsetaframboð. Í hvaða tölu endar frambjóðendafjöldinn? Erum við kannski að fara að kjósa okkur forseta sem fær innan við 20 prósent atkvæði? Enginn af frambjóðendunum sem hafa birst virðist líklegur til að fá fjöldafylgi. Við gætum setið uppi með forseta sem meirihluti þjóðarinnar er verulega Lesa meira

Kjarni máls um hryðjuverk

Kjarni máls um hryðjuverk

Eyjan
22.03.2016

Enn og aftur er verið að egna gildru fyrir vestræn lýðræðisríki og fá þau til að fórna sínum bestu gildum. Ég les atburðina í Brussel sem úrræðaleysi illskunnar sem veit að hún á enga aðra leið en að espa upp hatur með voðaverkum. Það má ekki takast – þá sigrar hið illa. Fullt öryggi verður Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af