Aumingja Ísland
EyjanÞessi myndbrot eru úr ósýndri heimildarmynd eftir Ara Alexander Ergis Magnússon sem nefnist Aumingja Ísland. Þarna eru mögnuð myndbrot úr mótmælaaðgerðum mánaðanna eftir hrun – meðal annars sést þarna þegar lögregla beitir táragasi. Ari myndaði þetta allt sjálfur, en tónlistin er eftir Mugison, Einar Örn og Curver.
Þingið í dag
EyjanÞað var sérstakt að fylgjast með umræðunum í þinginu í dag. Sigmundur Davíð sat á sínum bás og teiknaði. Ég verð að viðurkenna að mér finnst það dálítið sjarmerandi. Það var mun áhugaverðara að fylgjast með líkamstjáningu hans en ræðunum sem þarna voru fluttar. Ekki er hægt að segja að mikið sé af góðu ræðufólki Lesa meira
Langfjölmennustu mótmælin
EyjanHafandi búið nálægt Miðbænum eða í honum alla mína tíð eru þau orðin býsna mörg mótmælin sem ég hef fylgst með, alveg frá tíma Viðreisnarstjórnarinnar. Þá var oft mjög heitt í kolunum. Eitt sinn þegar ég var drengur sá ég Bjarna Benediktsson forsætisráðherra forða sér inn í bifreið sem síðan var hrist af mótmælendum. Ég Lesa meira
Enginn við í grasrótinni
EyjanEitt sem maður getur velt fyrir sér í tengslum við umræðu síðustu daga er hvernig stjórnmálaflokkarnir geta tekið á málum í sínum eigin röðum. Stjórnmálaflokkar eru nauðsynlegir í lýðræðissamfélögum en virkni í þeim hefur snarminnkað. Það er innan úr þeim sem á að koma aðhald, stefnan mótast þar og þar er vettvangur hugsjónanna. Þegar ekkert Lesa meira
Hvað gerir Ólafur Ragnar?
EyjanGreint er frá því að Ólafur Ragnar Grímsson forseti flýti nú heimför sinni frá útlöndum. Það virðist óhugsandi annað en að hann stígi fram með einhverjum hætti í Wintris-málinu. Ólafur Ragnar gerði Sigmund Davíð að forsætisráðherra 2013, valdi hann umfram formann Sjálfstæðisflokksins. Í því upplausnarástandi sem nú ríkir er þess að gæta að Ólafur nýtur Lesa meira
Panamaskjölin – birting um allan heim
EyjanSvona er málið kynnt á vef Süddeutsche Zeitung, eins helsta dagblaðs Þýskalands. Leyniviðskipti mörghundruð stjórnmálamanna og frægðarfólks í skattaskjólum.
Að vera fyrri til
EyjanÞað var eiginkona forsætisráðherra sem skýrði frá hinum umdeildu fjármunum sem geymdir eru í skattaskjóli. Sveitin í kringum Sigmund Davíð vildi vera fyrri til. Þá strax var farið að tala um „Gróu á Leiti“ og „ógæfumenn“ sem væru að fiska eftir svona upplýsingum. Þetta heitir að vera fyrri til, á ensku er notað hugtakið pre Lesa meira
Fjárhagslegt óhæði – eða hvað?
EyjanEitt af því sem hver lepur nú upp eftir öðrum hér á Íslandi og heyrist líka í erlendum stjórnmálum, til að mynda í tengslum við framboð Donalds Trump, hljómar svona. Það getur verið kostur að stjórnmálamenn séu efnaðir því þá eru minni líkur á því að hægt sé að hafa áhrif á þá… Fjársterkur einstaklingur Lesa meira
Smá starfslýsing fyrir forseta
EyjanForseti á Íslandi þarf að geta talað þannig að stærstur hluti þjóðarinnar hlusti og taki mark á orðum hans – forsetinn er þjóðkjörinn en ekki kosinn af þingi eins og er víða í evrópskum lýðveldum. Við þurfum forseta sem býður sig fram vegna þess að hann er velviljaður og vill hag þjóðarinnar sem bestan. Við Lesa meira
Breyttir tímar
EyjanÁstæðan fyrir því að Landsbankinn stendur betur en hinir bankarnir eru innlánsviðskipti sem bankinn hefur stundað gegnum internetið í Bretlandi – eiginlga bara svona gamaldags sparisjóðsstarfsemi. Nú er Kaupþing að gefast upp á braskinu. Menn láta eins og það hafi verið meiriháttar sigur þegar bankinn hætti við að kaupa bankann í Hollandi en auðvitað er Lesa meira