fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024

Óflokkað

Engir kostir við útgöngu Breta, en Norðmenn vilja vera nálægt samningaborðinu

Engir kostir við útgöngu Breta, en Norðmenn vilja vera nálægt samningaborðinu

Eyjan
15.03.2017

„Aðalatriði er að það er mjög erfitt að finna einhvern sem hagnast á þessu,“ segir Frank Bakke-Jensen, ráðherra Evrópumála í norsku ríkisstjórninni í viðtali sem birtist á vef Bloomberg. „Ég sé enga kosti við það að Bretland fari úr Evrópusambandinu,“ segir Bakke-Jensen. Í greininni segir að Norðmenn hafi fengið vilyrði, meðal annars frá Michel Barnier, Lesa meira

Uppreisnarmaður sigrar í VR

Uppreisnarmaður sigrar í VR

Eyjan
14.03.2017

Ragnar Þór Ingólfsson er nýr formaður hins stóra og volduga verkalýðsfélags VR. Ragnar sigraði frambjóðanda „kerfisins“, sitjandi formann, Ólafíu Rafnsdóttur, með yfirburðum. Þarna er Ragnar kominn nærri stjórnun lífeyrissjóðanna – sem hann hefur gagnrýnt harðlega. Ragnar kemur að utan – hann er utangarðsmaður í þessum félagsskap og hefur gagnrýnt verkalýðshreyfinguna og lífeyrissjóðina harðlega. Ragnar kom Lesa meira

Leipzig – París – Grindavík

Leipzig – París – Grindavík

Eyjan
13.03.2017

Halldór Laxness hafði þann sið, einkum framan af rithöfundaferli sínum, að geta þess í bókarlok hvar bækur sínar voru skrifaðar. Þannig stóð í Fuglinum í fjörunni, seinna bindi Sölku Völku: Leipzig-París-Grindavík, sumarið 1931. Landnámsmaður Íslands, fyrsti hluti Sjálfstæðs fólks: Laugarvatni-Barcelona, sumarið 1933. Ljós heimsins, fyrsta bindi Heimsljóss: Á ferðalagi til Suður-Ameríku, haustið 1936. Eldur í Kaupinhafn, Lesa meira

Erdogan færir sig enn upp á skaftið

Erdogan færir sig enn upp á skaftið

Eyjan
13.03.2017

Ódámurinn Erdogan kallar lýðræðisríki í Evrópu nasista vegna þess að þau vilja ekki leyfa útsendurum hans að halda þar útifundi til að klappa upp stjórnarskrá sem er atlaga að lýðræði og réttarfari í Tyrklandi. Erdogan gengur sífellt lengra í frekju sinni, yfirgangi og yfirlýsingagleði. Ferðamenn forðast Tyrkland eins og heitan eldinn, tekjur af ferðamönnum hafa Lesa meira

Viljum við eiga þetta met?

Viljum við eiga þetta met?

Eyjan
13.03.2017

„Ísland, best í heimi?“ spyr hagfræðingurinn Ólafur Margeirsson sem tvítar þessari töflu. Þetta eru breytingar á húsnæðisverði miðað við síðasta ársfjórðung 2016. Ísland er þarna efst. Og síðan hefur verðið haldið áfram að hækka. Mikil spurning hvort við kærum okkur um að eiga þetta met?  

Eau Portugal hann teygaði

Eau Portugal hann teygaði

Eyjan
12.03.2017

Þetta er skemmtileg auglýsing frá Áfengisverslun ríkisins. Ártalið er óvíst, en líklega er þetta um miðja síðustu öld. Þarna er auglýst að Áfengisverslunin framleiði bæði hárvötn og ilmvötn – sem eykur vellíðan, jafnvel hjá ungu fólki. Umsvif Áfengisverslunarinnar hafa semsagt verið mikil á þessum árum. Þarna er auglýst Kölnarvatn, Kínínvatn, Portúgalsvatn og Bayrhum – en Lesa meira

Hví að ýkja árangur hægri þjóðernispopúlista?

Hví að ýkja árangur hægri þjóðernispopúlista?

Eyjan
11.03.2017

Yfirleitt vekja kosningar í Hollandi ekki sérstakan áhuga. Hollensk stjórnmál þykja ekki sérlega spennandi. Þar eru einatt við völd samsteypustjórnir sem gera alls kyns málamiðlanir. Fæstir vita hvað forsætisráðherra Hollands heitir. En það breytir því ekki að Hollendingum vegnar almennt vel, þeir búa við mikla velmegun í einu ríkasta samfélagi heims. Og svo hefur verið Lesa meira

Evróvisjón og áherslur í íslensku máli

Evróvisjón og áherslur í íslensku máli

Eyjan
11.03.2017

Eins og stór hluti þjóðarinnar ætla ég að horfa á Evróvisjón söngvakeppnina í kvöld. Ég á von á að starfsfélagar mínir á Rúv setji upp stórglæsilega sýningu í Laugardalshöll. Þarna munum við væntanlega heyra lögin sem komust í úrslitakeppnina í síðasta skipti á íslensku. Í raun er það heldur döpur þróun að keppendur í Evróvisjón eru Lesa meira

Eigum við þá að sleppa því að fjárfesta í innviðunum?

Eigum við þá að sleppa því að fjárfesta í innviðunum?

Eyjan
10.03.2017

Nú heyrast raddir sem segja að það þurfi að draga saman í ríkisútgjöldum til að mæta örum hagvexti og þenslu. Þetta er til dæmis haft eftir tveimur hagfræðingum í frétt sem birtist í Fréttablaðinu.  Stjórnvöld mega ekki auka á þensluna með fjárfestingum. Hagvöxturinn er tilkominn nánast eingöngu vegna brjálæðislegrar fjölgunar ferðamanna á Íslandi. En sætta Lesa meira

Fundið líkan – stórhýsið Glasgow

Fundið líkan – stórhýsið Glasgow

Eyjan
09.03.2017

Þetta tengist umfjöllun um Grjótaþorpið sem verður í Kiljunni á næstunni. Ég hafði spurnir af því að til væri líkan af Aðalstrætinu og Grjótaþorpi eins og það leit út á síðustu áratugum 19. aldar. Eftir nokkra eftirgrennslan fannst það í geymslu hjá Borgarsögusafni. Það sem ég var fyrst og fremst að leita að er hvernig Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af

Bellingham valinn bestur
Gaf Díegó í jólagjöf