Uppsveifla í efnahagslífi heimsins
EyjanEfnahagur heimsins er í uppsveiflu. Þetta má lesa í leiðara nýjasta heftis The Economist. Leiðarar þessa tímarits eru fjarska áhrifamiklir, enda lesnir út um allan heim. Blaðið segir að stundum hafi virkað eins og hagkerfið væri á leiðinni upp á við eftir kreppuna 2008, en það hafi sumpart verið falsvonir, en nú lítur út fyrir Lesa meira
Drungalegi Laugavegur – aðeins 21 prósent af götuljósum virka
EyjanÍ dag eru jafndægur á vori, daginn lengir óðum og vorið er á næsta leyti. Dagarnir undanfarið hafa verið kaldir, dálítið glærir, það er mikið ryk í bænum og mengun – mörgum finnst svona veður óþægilegt, ekki síst þeim sem hafa tilhneigingu til hausverkja. Það á að hlýna og rigna á fimmtudaginn, þá skolast skíturinn Lesa meira
Fátækt fólk eignast málsvara
EyjanEldmessa Mikaels Torfasonar í Silfrinu í gær hefur vakið mikla athygli. Þar talaði hann um fátækt á Íslandi. Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, tekur þetta upp í pistli sem hann ritaði í gær og segir: Í Silfri RÚV í morgun gerðist það óvænta að fátækt fólk á Íslandi eignaðist allt í einumálsvara. Málsvarar fátæks fólks Lesa meira
Skuldum við Bandaríkjunum – eða þau okkur?
EyjanÍsland er ein af stofnþjóðum Atlantshafsbandalagsins. Og við höfum varnarsamning við Bandaríkin sem enn er í gildi þótt bandaríski herinn hafi farið héðan fyrir rúmum áratug. Við Íslendingar leggjum sjálfir afar lítið af mörkum til varna okkar. Varnir- og hermál eru hverfandi smár útgjaldaliður á fjárlögum. Hvað ætli við eigum að borga Bandaríkjunum mikið samkvæmt Lesa meira
Ævintýralegt Marshall-hús
EyjanMarshall-húsið í Örfirisey var opnað í dag. Ég skrapp, það var margt um manninn – skiljanlega. Kannski náði ég ekki að skoða sýningarnar nógu vel, verð eiginlega að fara aftur til þess. Sá þó heillandi verk eftir Ólaf Elíasson. En þarna er líka sýning frá Kling & Bang og sýningarrými Nýlistasafnsins. Á þessum fyrsta degi Lesa meira
Lög sett á kjaradóm árið 1992
EyjanHér er gríðarlega áhugaverð upprifjun úr annál Ríkissjónvarpsins frá árinu 1992. Ekki bara vegna þess að þarna sjást afburða fréttamenn eins og Helgi Már Arthúrsson, Erna Indriðadóttir og Gunnar Kvaran, og verklýðsleiðtogar eins og Guðmundur J. Guðmundsson og Ásmundur Stefánsson, heldur vegna innihalds myndskeiðsins. Þarna er farið yfir eitt eldfimasta deilumál 1992, úrskurð kjaradóms sem Lesa meira
Gríðarleg aukning í laxeldi – næsta stóriðja Íslands, en fjarska lítil umræða
EyjanÞetta eru skýringarmyndir sem birtust í fréttatíma RÚV á miðvikudagskvöld. Þarna má sjá framtíðarhorfur í laxeldi á Íslandi, fyrir austan og fyrir vestan. En fyrst er það mynd sem sýnir aukninguna í eldinu eins og hún er áætluð. Fyrir vestan voru framleidd 6800 tonn af laxi og regnbogasilungi í fyrra, en horfur eru Lesa meira
Hver er dularfulli maðurinn með hattinn og sígarettuna?
EyjanÞessi bráðskemmtilega mynd er tekin í góðu veðri í framan við Hótel Borg fáum árum eftir að sú glæsibygging reis. Við sjáum að veðurblíðan er slík að stólar hafa verið settir út á stéttina framan við hótelið. Þarna er talsvert af fólki, meðal annars fjórir sjóliðar, ekki verður betur séð en að þeir séu af Lesa meira
Pressan er hjarðdýr – var ástæða til að gera svo mikið úr Wilders?
EyjanFréttaflutningur af kosningunum í Hollandi er mjög umhugsunarverður. Sums staðar á netinu sér maður fyrirsagnir eins og þessa: Geert Wilders verður ekki forsætisráðherra. Allir sem hafa aðeins kynnt sér málin vita að það var aldrei möguleiki. En pressan er hjarðdýr, hún steypti sér yfir hollensku kosningarnar eins og þar væri ógurlegra tíðinda að vænta. Svo Lesa meira
Jón Kalman tilnefndur til Man Booker verðlaunanna ásamt Kadare og norskum Íslandsvini
EyjanJón Kalman Stefánsson er á lista tilnefndra rithöfunda vegna alþjóðlegu Booker-verðlaunanna, þetta er langi listinn, styttri listinn verður tilkynntur í apríl en verðlaunin sem nema 50 þúsund pundum verða veitt í júní. Þau skiptast jafnt milli höfundar og þýðanda. Jón er tilnefndur fyrir skáldsöguna Fiskarnir hafa enga fætur, en af öðrum höfundum á listanum má Lesa meira