fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024

Óflokkað

Heia Norge!

Heia Norge!

Eyjan
27.03.2017

„Martraðarbyrjun Lagerbäcks“ les ég á íslenskum vefmiðli. Lars okkar Lagerbäck er búinn að taka við þjálfun norska landsliðsins. Það tapaði 0-2 fyrir Norður-Írlandi, kannski ekki martröð, en það er ekki gaman að tapa. Þetta var samt bara fyrsti leikur liðsins undir stjórn Lars. Norðmenn virðast ekki eiga neina afburðaleikmenn núna, þeir spila flestir með miðlungsliðum Lesa meira

Eyðibyggð inni í Reykjavík – þegar Lindbergh gisti í Viðey

Eyðibyggð inni í Reykjavík – þegar Lindbergh gisti í Viðey

Eyjan
26.03.2017

Hér er innslag úr Kiljunni sem ég er nokkuð ánægður með. Þarna er fjallað um Viðey, eyjuna hérna úti á Sundunum, sem er furðu fáfarin miðað við hvað hún er nálægt okkur. Í Viðey er engin búseta nú, en það er nokkuð nýtilkomið. Þarna var klaustur á miðöldum, síðar mikið höfðingjasetur, þarna reis glæsilegasta hús Lesa meira

Feðraveldið skýtur upp sínum ljóta kolli

Feðraveldið skýtur upp sínum ljóta kolli

Eyjan
25.03.2017

„Hópur af miðaldra hvítum karlmönnum í ljótum jakkafötum er hrollvekjandi,“ las ég áðan. Þessir menn telja sig vera þess umkomnir að ráða yfir lífi og limum og líkömum kvenna. Orðið feðraveldi kemur strax upp í hugann. Ný útgáfa af The Handmaids Tale eftir Margaret Atwood verður frumsýnd í sjónvarpi í lok apríl.    

Kyrrlát vetrarstemming í Lækjargötu

Kyrrlát vetrarstemming í Lækjargötu

Eyjan
24.03.2017

Þessi dálítið angurværa vetrarmynd sýnir Lækjargötu á árunum eftir stríð. Myndin er greinilega tekin seint um kvöld eða um nótt, það er ekki hræða á ferli. Við tökum eftir því hvað bílarnir eru fáir. Myndin er örugglega tekin eftir 1945, því þá var byrjað að reisa viðbyggingu við Nýja bíó sem sést við enda húsalengjunnar. Lesa meira

Fjölmiðlar hjálpa hryðjuverkamönnum

Fjölmiðlar hjálpa hryðjuverkamönnum

Eyjan
24.03.2017

Fjölmiðlar hjálpa hryðjuverkamönnum með athyglinni sem þeir veita þeim. Þetta segir Simon Jenkins í viðtali við Newsnight hjá BBC. Við erum að auglýsa hryðjuverk í stórum stíl, segir hann, í tilefni af umfjölluninni um árásina við breska þingið í fyrradag. Jenkins er fyrrverandi ritstjóri The Times og Evening Standard, mjög víðlesinn dálkahöfundur – frægur fyrir Lesa meira

Þarf að friða íbúa Miðbæjarins?

Þarf að friða íbúa Miðbæjarins?

Eyjan
23.03.2017

Hér segir frá því að íbúum Miðborgarinnar fækki mikið. Við förum að verða eins og geirfuglinn eða fólkið sem einu sinni bjó á Hornströndum. En er ekki nauðsynlegt að halda Miðbænum í byggð? Þarf ekki að vera eitthvað fólk sem túristarnir geta fylgst með að starfi og leik. Fólk sem er ekki klætt í flís Lesa meira

Erfiðir dagar hjá Viðreisn og Bjartri framtíð

Erfiðir dagar hjá Viðreisn og Bjartri framtíð

Eyjan
23.03.2017

Fylgishrun Viðreisnar og Bjartrar framtíðar gerist afar hratt, ekki eru nema tveir mánuðir síðan ríkisstjórnin var mynduð. Samkvæmt könnun Fréttablaðsins í dag eru flokkarnir með – ná hvorugur manni inn á þing. Viðreisn er með 3,1 prósent í könnuninni, Björt framtíð með 3,8 prósent. Þetta hefur margvísleg áhrif. Það staðfestist rækilega sem sagt er að Lesa meira

Sven Ingvars – alltaf í útvarpinu

Sven Ingvars – alltaf í útvarpinu

Eyjan
22.03.2017

Frændi minn einn átti plötur með hljómsveit Sven Ingvars. Hann átti líka plötur með Savanna tríóinu. Þegar ég fór í heimsókn til hans vildi ég frekar hlusta á Savanna. Hann átti engar Bítlaplötur. Sven Ingvars hljómaði í útvarpinu í tíma og ótíma. Fæstum börnum eða unglingum fannst þetta skemmtileg músík. Þau vildu fekar Bítlana eða Lesa meira

Gleðilegan hönnunarmars!

Gleðilegan hönnunarmars!

Eyjan
22.03.2017

Hallgrímskirkja sem hanki á tekrús ásamt íslenska fánanum. Vinur minn einn á Facebook tók mynd af þessum minjagrip í verslun í Miðbænum. Hönnunarmars er að byrja. Ég er ekki viss um að þessari hönnun sé skipað í öndvegi þar. En þetta er áhugaverð tilraun.     Læt þess svo getið að ég fæ að vera Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af