Geta netnotendur varið sig fyrir auglýsingum?
EyjanVið héldum einu sinni að netið væri frábært tæki til lýðræðislegrar umræðu og upplýsinga. En það eru farnar að vakna svo margar efasemdir um það. Ég hef skrifað um sumt af því í pistlum hér. En hér er eitt enn, hvernig farið er að misnota netið í auglýsingaskyni. Undanfarið hef ég leitað að flugi á Lesa meira
Störf hjá Samskipum
EyjanÞað verður að segja eins og er að þessi auglýsing frá Samskipum er dálítið spaugileg og þarf varla að skýra það út nánar.
Plastóþverri út um allt
EyjanÞað sem manni finnst sárast þegar maður kemur til svonefndra þróunarlanda er að horfa upp á sóðaskapinn. Hvernig fólk hendir rusli allt í kringum sig, lifir mitt í alls kyns rusli og virðist ekki hafa neina hvöt til að hirða það upp. Þetta er spurning um sjálfsvirðingu. Maður spyr sig, myndi fólkinu ekki vegna betur Lesa meira
Snögg sinnaskipti Trumps – og áhyggjurnar vegna hans magnast enn
EyjanÞað er enginn vafi um að Assad forseti er sá sem ber ábyrgð á mestu hroðaverkunum í Sýrlandi – herir hans hafa drepið miklu fleira fólk en allir stríðsaðilar til saman. Og hann hefur notið til þess aðstoðar Rússa. Samt er ýmislegt á huldu um hina hræðilegu efnavopnaárás í Idlib. Hún er vissulega glæpur gegn Lesa meira
Naustið, Borgin, Saga – glæsistaðir sem voru eyðilagðir
EyjanEinhver glæsilegasti veitingastaður sem hefur verið til á Íslandi var Naustið. Hann var í gömlu bátaskýli neðst í Vesturgötunni. Þetta var staður með einstaka stemmingu. Gluggarnir voru eins og kýraugu og innréttingarnar minntu á sjóinn. Sætin voru í básum. Þjónusta var fagmannleg, þarna komu fram skemmtikraftar eins og Savanna tríóið og Ragnar Bjarnason. Á efri Lesa meira
Breska stjórnin leitar vináttu og viðskipta hjá harðstjórum
EyjanNick Dearden spyr í Guardian hvað Global Britain eigi að vera. Þetta er valkosturinn sem Theresa May og stjórn hennar setja fram við aðild að Evrópusambandinu. Dearden spyr hvort þetta eigi að felast í því að selja harðstjórum vopn og bjóða þeim upp á aðgang að fjármálaparadís þar sem er lítið regluverk og spurninga ekki Lesa meira
Eiga flugfélögin algjörlega að ráða ferðinni í ferðaþjónustunni?
EyjanÉg er að reyna að leita að leið til að fara frá Aþenu til Boston í Bandaríkjunum í sumar. Það er ekki auðvelt. Beint flug er rándýrt. Mér sýnist að í flestum tilvikum sé ódýrast að komast í einhverja höfuðborg Norður-Evrópu og þaðan með Icelandair eða Wow í gegnum Keflavík. Það er semsagt ódýrast fyrir Lesa meira
Samherji og miðlun upplýsinga
EyjanÍ fréttum segir að útgerðarrisinn Samherji hafi selt hlut sinn í Morgunblaðinu. Þessu fylgir yfirlýsing frá Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra og aðaleiganda Samherja. Hún er dálítið athyglisverð, og þá sérstaklega það sem er feitletrað: Á umbrota- og óvissutímum árið 2009, þegar þörf var á upplýsandi og ábyrgum fréttaflutningi, tók Samherji þá ákvörðun að taka þátt Lesa meira
Sigurður A. Magnússon 1928-2017
EyjanGamall vinur minn, Sigurður A. Magnússon, er látinn. Hann var miklu eldri en ég, en við kynntumst ágætlega um tíma. Sigurður var með mömmu minni í KFUM & K. Ég heyrði miklar sögur af því hvað hann hefði verið aðsópsmikill og hrífandi á þeim árum. Leitandi – átti kannski ekki alltaf heima í félagskap trúsystystkina. Lesa meira
Er sundlaugamenningu Íslendinga ógnað?
EyjanÞað er rætt um sundlaugar á netinu. Einn segir að útlendingar séu að ræna frá okkur þessari heilsulind með því að fara ekki naktir í steypibað áður en þeir fara út í laugina. Það sé ekki lengur farandi í sund. Og vissulega er það svo að á sundstöðum í útlöndum er ekki sama krafa um Lesa meira