fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024

Óflokkað

Upplýsingar og slúður

Upplýsingar og slúður

Eyjan
24.04.2017

Vinkona mín sem rekur vefrit sagði mér ágæta sögu í morgun. Hún fékk þekktan og virtan blaðamann til að skrifa fréttaskýringu um frönsku kosningarnar. Þar var skrifað af þekkingu og innsæi. Viðtökur við greininni voru hérumbil engar, það voru engir smellir. En svo birti hún grein þar sem var fjallað um að eiginkona forsetaframbjóðandans Macrons Lesa meira

Skoðanakannanir stóðust í Frakklandi – Macron sigrar að líkindum en fylgi Le Pen er ógnvekjandi

Skoðanakannanir stóðust í Frakklandi – Macron sigrar að líkindum en fylgi Le Pen er ógnvekjandi

Eyjan
24.04.2017

Það er ýmislegt athyglisvert við fyrri umferð frönsku forsetakosninganna sem fór fram í gær. Undanfarið hefur verið mikil umræða um að ekkert sé að marka skoðanakannanir lengur, þessi tilfinning ágerðist eftir Brexit og sigur Trumps í Bandaríkjunum (þar sem hann vann þótt hann fengi fjórum milljónum færri atkvæði en andstæðingurinn, Clinton fékk tveimur prósentustigum meira Lesa meira

Merkileg fiskvinnsluhús hverfa

Merkileg fiskvinnsluhús hverfa

Eyjan
24.04.2017

Ég var í Vestmannaeyjum um helgina. Talaði þar á fundi í Safnahúsinu sem var haldinn á vegum félagsskapar sem nefnist Eyjahjartað. Þarna voru aðkomumenn sem hafa tengsl við Eyjar og rifjuðu upp minningar, flestir unnum við þar á einhverjum tímapunkti í fiski. Það var fjölmenni og þetta var hinn besti fundur. Guðmundur Andri sagði frá Lesa meira

Blómaskeið Ummarans

Blómaskeið Ummarans

Eyjan
21.04.2017

Lúgusjoppan við Umferðarmiðstöðina hefur lokað í hinsta sinn. Hún heyrir til fortíðinni. Kannski var tími hennar löngu liðinn? Nú eru opnar búðir alla nóttina um allan bæ. En einu sinni var Umferðarmiðstöðin einn um hituna. Þangað streymdi fólk eftir lokun skemmtistaða. Út um lúguna voru seldar samlokur með hangikjötssalati, bland, sígarettur – og sviðin sem Lesa meira

Fjólublár þríhyrningur

Fjólublár þríhyrningur

Eyjan
21.04.2017

Það eru sjálfsagt ekki margir tilbúnir að taka upp hanskann fyrir Votta Jehóva. Þetta er umdeildur söfnuður. Nú hefur hann verið bannaður í Rússlandi og tilkynnt að eigur söfnuðarins verði gerðar upptækar. Hermt er að 170 þúsund Vottar séu í Rússlandi. En á það má minna að önnur ríkisstjórn bannaði Votta Jehóva og ofsótti þá Lesa meira

Verslunarkringlurnar tæmast og störfin tapast

Verslunarkringlurnar tæmast og störfin tapast

Eyjan
19.04.2017

Donald Trump gerir mikið mál úr að störf tapist í bílaframleiðslu og kolavinnslu. Störfin í kolavinnslu verða reyndar ekki endurvakin nema að litlu leyti, þar hefur sjálfvirkni tekið völdin eins og víðar og aðrir orkugjafar reynast hagkvæmari. En í kolaiðnaði vinna gjarnan hvítir karlar, markhópur Trumps. En það er á öðrum stað í bandaríska hagkerfinu Lesa meira

Þýskar borgir kjósa Erdogan – Sjálfstæðisflokkurinn í félagi með AKP

Þýskar borgir kjósa Erdogan – Sjálfstæðisflokkurinn í félagi með AKP

Eyjan
18.04.2017

Þetta er merkilegt súlurit sem birtist í Der Spiegel. Borgirnar Istanbul, Ankara og Izmir í Tyrklandi kusu gegn einræði, en Dortmund, Düsseldorf, Frankfurt, Hamborg og Berlín kjósa með einræði. Það er jafnvel hugsanlegt að atkvæði Tyrkja sem búa utan Tyrklands hafi ráðið úrslitum í þjóðaratkvæðagreiðslunni.     Hasnain Kazim skrifar í Spiegel að ekki sé Lesa meira

May er örugg með sigur en hillir undir endalokin hjá Corbyn

May er örugg með sigur en hillir undir endalokin hjá Corbyn

Eyjan
18.04.2017

Það er skrítið kerfi þar sem stjórnarflokkur getur boðað til kosninga þegar honum hentar – daginn sem gengi hans er sem mest í skoðanakönnunum. Þetta er það sem Theresa May og Íhaldsflokkurinn gera í dag – það verða kosningar í Bretlandi 8. júní. Það leikur enginn vafi á að Íhaldsflokkurinn vinnur stóran sigur í kosningunum. Lesa meira

Að ögra með því að skjóta sig í fótinn

Að ögra með því að skjóta sig í fótinn

Eyjan
17.04.2017

Það er náttúrlega alveg ljóst að kosningarnar í Tyrklandi voru svindl. Það er svindl þegar aðeins önnur hliðin fær að kynna málstað sinn að ráði, þegar búið er að fangelsa stjórnmálamenn og fjölmiðlamenn sem eru þekktir fyrir gagnrýni – fyrir utan nú úrskurðað var á síðustu stundu að atkvæðaseðlar þyrfti ekki að vera innsiglaðir og Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af

Díegó fundinn