Galli á skipan dómara í Landsrétt
EyjanMikið hefur verið fjallað um skipan dómara í Landsrétt – og er erfitt að verjast þeirri tilhugsun að pólitísk sjónarmið hafi meðal annars ráðið ferð. Ástráður Haraldsson og Eiríkur Jónsson sem var rutt af lista tillögunefndar eiga báðir fortíð á vinstri væng stjórnmálanna. En minna hefur verið rætt um nokkuð stóran formgalla sem virðist vera Lesa meira
Tímanna tákn, samkynhneigður forsætisráðherra gamla afturhaldsbælisins Írlands
EyjanÞað eru í raun ótrúleg tíðindi að samkynhneigður sonur innflytjanda skuli verða forsætisráðherra á Írlandi. En Leo Varadkar sigraði í leiðtogakjöri í Fine Gail stjórnmálaflokknum og tekur á næstunni við sem forsætisráðherra. Þetta er til marks um stórkostlegar breytingar sem hafa orðið á írsku samfélagi. Ég ferðaðist mikið um Írland þegar ég var ungur maður. Lesa meira
Nú eru það Saudar sem eru helstu bandamenn Bandaríkjanna
EyjanSú stóreinkennilega staða er komin upp í heimsmálunum að nánasta bandalagsríki Bandaríkjanna er Saudi-Arabía. Heimsóknin þangað er líklega það sögulegasta sem hefur gerst í valdatíð Donalds Trump. Hann gekk svo fram af leiðtogum Evrópuríkja að þeir eru farnir að þétta raðirnar og tala um að nýr tími sé runninn upp í alþjóðastjórnmálum, Evrópa geti ekki Lesa meira
Drykkir fortíðar
EyjanÞessa flösku (og eldspýtustokkinn) rakst ég á hjá vinum mínum á Síldarminjasafninu á Siglufirði. Flaskan er nokkuð komin til ára sinna, en ég man eftir þessum drykk þótt ég hafi aldrei bragðað hann. Kokkteill var einhvers konar blanda úr gini og vermóð eftir því sem ég kemst næst, en á þessum árum voru líka til Lesa meira
Enginn pólitískur ávinningur en talsverður skaði
EyjanÞað sem er einna skrítnast við Landsréttarmálið er hinn óljósi ávinningur. Hvað er það sem dómsmálaráðherra og ríkisstjórnin fá út úr því að breyta röð dómaranna eins og gert var? Útskýringarnar hafa satt að segja ekki staðist sérlega vel, þar rekst hvað í annars horn, og þá hlýtur maður að spyrja – hvað liggur að Lesa meira
Sveit sem fór undir vatn
EyjanÞessi ljósmynd er tekin í kvöld í Stíflu í Fljótum. Þar rann Stífluá sem ákveðið var að virkja á árunum í kringum stríð, aðallega til að sjá síldariðnaðinum á Siglufirði fyrir rafmagn. Þar störfuðu þá stórar verksmiðjur og mikil uppgrip. Á þeirra tíma mælikvarða var þetta nokkuð stór virkjun og afleiðing hennar var að stór Lesa meira
Mislukkuð kosningabarátta Theresu May
EyjanEf fólkið undir þrítugu mætti á kjörstað myndi Corbyn vinna, er nú sagt. Eða þá – ef Verkamannaflokkurinn hefði betri formann væri hann öruggur um sigur. Svo afleitlega þykir Theresa May hafa staðið sig í kosningabaráttunni í Bretlandi. Fyrst átti baráttan að snúast eingöngu um hana og hennar persónu – það virkaði illa. May hefur Lesa meira
Ekki brjálaður í Miðbænum
EyjanAli Baba og Mandi á Ingólfstorgi eru með bestu veitingastaða í bænum. Þar fæst matur frá Miðausturlöndum á afar sanngjörnu og viðráðanlegu verði. Það verður að segjast eins og er, þótt maður búi í Miðbænum dettur manni ekki í hug að fara inn á stóran hluta veitingastaðanna þar – verðið er svo yfirgengilegt. En Ali Lesa meira
Covfefe
EyjanTrump tvítar um nótt og upphefjast miklar vangaveltur um hvað skilaboðin þýða eða hvað hann ætlaði að segja. En heimildir í Hvíta húsinu herma að þar gangi lífið út á að forða því að Trump nái að horfa á Fox News og komist í símann til að tvíta einhverja vitleysu. Þetta mun hafa Lesa meira
Meira en fimmtungur þjóðarinnar á Costco vef
EyjanNotendur Facebook síðunnar Keypt í Costco Ísl. – Myndir og verð nálgast nú 70 þúsund, eru 69.732 þegar þetta er skrifað. Fyrir fáum dögum, þegar ég skrifaði litla grein um ferð í Costco, voru þeir um 30 þúsund. Það var kona í Skagafirði sem stofnaði þessa síðu og óraði ekki fyrir að hún yrði stórveldi Lesa meira