fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024

Óflokkað

Þurfa endilega að vera alpahúfur?

Þurfa endilega að vera alpahúfur?

Eyjan
13.06.2017

Það er deilt um vopnaburð lögreglu á útisamkomum. Líklega er þetta eitthvað tímabundið, því ef það á að verða regla að vopnaðir lögreglumenn séu við gæslu á slíkum hátíðum þarf væntanlega að fjölga verulega í lögregluliðinu og vopnvæða það. Að minnsta kosti gæti gæti skortur á vopnum farið að segja til sín á útihátíðum sumarsins. Lesa meira

Hugrökk stúlka og glottandi lögreglufantar

Hugrökk stúlka og glottandi lögreglufantar

Eyjan
12.06.2017

Rússland í dag. Mótmæli gegn Pútín. Það er þjóðhátíðardagur Rússa. Leiðtogi hinar veikburða stjórnarandstöðu. Alexei Navalny, hefur verið handtekinn fyrir að skipuleggja mótmæli gegn spillingu. Hann verður hnepptur í fangelsi. Þetta er í Skt. Pétursborg. Myndin er af Twitter-reikningi blaðamanns sem nefnist Max Seddon. Þarna er ung stúlka leidd í burt af þungvopnuðum og hjálmklæddum Lesa meira

Hvaðan kemur rykið?

Hvaðan kemur rykið?

Eyjan
12.06.2017

Hin mikla svifriksmengun í Reykjavík er sögð vera ráðgáta, þetta má sjá í viðtali við bandarískan sérfræðing, Larry G. Anderson. Það er sagt að þetta sé ekki skíturinn sem spænist upp undan bíldekkjum okkar – er það þá eldfjallaaska? En í þessum skilningi er borgin víst mengaðri en stórborgir víða erlendis, þrátt fyrir rokið sem Lesa meira

Gamli gosbrunnurinn í Hallargarðinum

Gamli gosbrunnurinn í Hallargarðinum

Eyjan
10.06.2017

Þetta er falleg gömul sumarmynd frá Reykjavík, líklega á fyrri hluta sjöunda áratugarins. Í forgrunni er gosbrunnurinn í Hallargarðinum við Fríkirkjuveg sem margir af minni kynslóð muna eftir. Þarna fékk maður að busla léttklæddur á sumardögum – það er ljómi yfir þessum gosbrunni í huga manns. Maður sér líka á myndinni hvað hann var fallegur Lesa meira

Okrað á okkur í langan tíma

Okrað á okkur í langan tíma

Eyjan
10.06.2017

Costco kemur á markað á Íslandi, tekur til sín mikið af veltu í matvöruverslun og bensínsölu. Stóru íslensku aðilarnir á þessum markaði bregðast við með því að þjappa sér saman. Hagar kaupa Olís og N1 kaupir Festi sem rekur meðal annars Krónuna og Elko. Costco áhrifin eru slík að maður sér ekki annað en að Lesa meira

Að éta kaskeiti Corbyns

Að éta kaskeiti Corbyns

Eyjan
09.06.2017

Hræddur er ég um að ég og fleiri sem töldum að Jeremy Corbyn afhroði í bresku kosningunum munum þurfa að éta kaskeitið hans. Það er bara spurning um með hverju er hægt að renna því niður. Corbyn var reyndar búinn að kasta húfunni í kosningabaráttunni og virkaði eins og hann hefði farið í smá makeover. Lesa meira

Sjómannadagurinn undir kolakrana

Sjómannadagurinn undir kolakrana

Eyjan
08.06.2017

Sjómannadagurinn – sem núorðið er stundum nefndur Hátíð hafsins – er núna um helgina. Sjómannadagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur 6. júní 1938 í Reykjavík og á Ísafirði. Þessi ljósmynd er líklega frá sjómannadeginum á fyrstu árum hátíðarhaldanna. Ég giska á að hún sé tekin af efri hæðum húss Eimskipafélagsins. Myndin sýnir mannfjölda við Austurhöfnina í Lesa meira

Gæti VG eignast borgarstjóra?

Gæti VG eignast borgarstjóra?

Eyjan
08.06.2017

Skoðanakönnun sem Viðskiptablaðið birtir um fylgi flokkanna í borgarstjórn í Reykjavík er nokkuð áhugaverð. Meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata virðist býsna öruggur. Líklegast þykir manni að þessir flokkar myndu vinna áfram saman á næsta kjörtímabili ef þeir fá fylgi til. Samstarfið hefur gengið nokkuð snurðulaust fyrir sig. En innan hópsins eru breytingar. Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af