Þarf að vera svo óþægilegt að fljúga?
EyjanEftir því sem flugfargjöldin lækka, tilboðunum fjölgar og fleira fólk ferðast, verður flugið óþægilegri ferðamáti. Við erum fæst til í að eyða miklum peningum í flugmiða og megum því sæta því að ferðast í þröngum flugvélum, þurfum að borga sérstaklega fyrir ferðatöskur, mat og allt aukalegt – það er löngu liðin tíð að var einhver Lesa meira
Hryðjuverk ógna Evrópu en borgir álfunnar eru miklu öruggari en fólk heldur
EyjanHryðuverk eru hræðileg og þau vekja tilfinningu óöryggis og ótta meðal borgaranna. Óréttlætið sem er fólgið í hryðjuverkum sem beinast gegn almennum borgurum sem hafa ekkert til saka unnið svíður. Fólk er af tilviljun statt á veitingahúsi, tónleikum eða bara á einhverju torgi og verður fyrir árás ruglaðra manna sem sem hafa ánetjast sturlaðri hugmyndafræði. Lesa meira
Klastrað framan við Háskólann
EyjanÞað er full ástæða til að taka undir viðvaranir Minjastofnunar vegna byggingar nýrra stúdentaíbúða beint fyrir framan Gamla Garð á Hringbrautinni. Eiginlega skilur maður ekki að neinum detti í hug að byggja þarna stórhýsi sem á að líta svona út. Þetta mun gerbreyta ásýnd Háskólasvæðisins eins og það blasir við frá Hringbrautinni þaðan Lesa meira
Gleðilega þjóðhátíð!
EyjanMyndin er tekin á Austurvelli 1954, þegar fagnað var tíu ára afmæli lýðveldisins. Við sjáum að öllu hefur verið tjaldað til, því þarna leikur sjálf Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Páls Ísólfssonar – eða maður sér ekki betur en að þetta sé hann. Segir í blöðum frá þessum tíma að tónleikarnir hafi verið síðdegis. Alþýðublaðið segir Lesa meira
Theresa May og hugleysið
EyjanVarla hefur maður nokkurn tíma séð fjara jafn hratt undan stjórnmálamanni í lýðræðisríki og Theresu May, forsætisráðherra Bretlands. Hún boðaði til kosninga, fullviss um að hún myndi vinna stórsigur. Skilaboðin voru að hún væri svo framúrskarandi traustvekjandi, sterk og stöðug. En reyndin var önnur en ímyndin. Hún þorði ekki að mæta andstæðingum sínum í kappræðum Lesa meira
Síðasti leiðtoginn sem mundi hörmungar heimsstyrjaldarinnar
EyjanÞegar Helmut Kohl tók við embætti kanslara Vestur-Þýskalands 1982 var ekki búist við miklu. Hann þótti frekar stirðbusalegur og seinn að hugsa miðað við hina leiftrandi forvera sína, Willy Brandt og Helmut Schmidt. Það átti enginn von á að Kohl myndi sitja í sextán ár – kannski fulllengi – og verða sá kanslari sem hefur Lesa meira
Framrás popúlismans stöðvast í Evrópu
EyjanMargt bendir til þess að framrás popúlistaflokka í Evrópu hafi verið stöðvuð, að minnsta kosti í bili. Emmanuel Macron sigraði Marine Le Pen með yfirburðum í forsetakosningunum í Frakklandi og í fyrri umferð þingkosninga um síðustu helgi tapaði Þjóðfylkingin illa og nær varla nema örfáum þingsætum. Við munum hvernig fór fyrir Geert Wilders í kosningunum Lesa meira
Fjölskyldumyndir síðasta keisarans
EyjanFátt fólk í sögunni finnst manni skringilegra en þetta. Maður getur horft lengi á myndir af því – ráðgátan er slík. En samt var þetta líklega bara frekar venjulegt fólk, hafði ekki mikla hæfileika eða gáfur, var ekki framúrskarandi á neinn hátt – en hafði stöðu sem var utan og ofan við það sem flestir Lesa meira
Færri lögreglumenn en með byssur
EyjanVið íbúarnir í Miðbænum í Reykjavík höfum stundum á orði að þar sjáist aldrei lögga. Jú, einstöku sinnum sést lögreglubíll þjóta hjá, en það virðist vera nokkurn veginn liðin tíð að gangandi lögreglumenn séu á ferli í bænum. Ég segi reyndar eins og er að ég upplifi ekki sérstakt óöryggi í hinni friðsömu borg í Lesa meira
Hver er strategían?
EyjanÉg hef áður nefnt það hér að ef lögreglan ætlar að fara að bera vopn til að vernda fólk á fjöldasamkomum, þá er ærið verk fyrir höndum að þjálfa fleiri lögreglumenn í vopnaburði og afla fleiri skotvopna. Því varla getur eftirlitið bara verið hippsum happs, á fáeinum af þeim fjölmörgu mannamótum sem haldin eru á Lesa meira