Trjávana Reykjavík – mannfjöldi við Melavöllinn
EyjanHilmar Þór Björnsson setti þessa mynd inn á vefinn Gamlar ljósmyndir og segir að hún sé tekin af Birni Björnssyni árið 1955. Myndin er greinilega tekin úr Hringbrautarblokkinni og hún sýnir mannfjölda á Melavelli. Á vefnum kemur fram sú tilgáta að þetta sé 17. júní, en þá var haldin síðdegisskemmtun með glímu og íþróttum á Lesa meira
Glæpsamleg fífl í Hamborg
EyjanÞýska tímaritið Der Spiegel er ekki myrkt í máli vegna mótmælaaðgerðanna í Hamborg meðan á fundi G-20 stóð. Þar voru unnin mikil eignaspjöll, kveikt í bílum, verslanir voru rændar og fjöldi lögreglumanna slasaðist. Fyrir aðgerðunum stóðu meðal annars anarkistar og svo hópar sem á þýsku kallast autonome. Það er Stefan Kuzmany sem skrifar greinina í Lesa meira
Spur í gömlu Nauthólsvík
EyjanStóra sumarmálið á Íslandi er skítabomban mikla, skólpið sem flæddi út í Skerjafjörð og um öll Skjólin, alveg óhreinsað. Það var talsvert afrek þegar gerð var gangskör að því að setja upp skólphreinsistöðvar hringinn kringum borgina. Við sem erum eldri en tvævetur munum eftir því þegar skólp rann út í sjó með tilheyrandi lykt og Lesa meira
Merkel vinsælli en May í Bretlandi
EyjanÞetta er býsna áhugaverð skoðanakönnun sem gerð var af YouGov fyrir stuttu. Hún sýnir álit sem Evrópubúar í ýmsum löndum hafa á stjórnmálaleiðtogum. Þarna má til dæmis sjá að Angela Merkel og Emmanuel Macron eru vinsælli í Bretlandi en sjálf Theresa May. Donald Trump er hvarvetna í litlu áliti og kemur ekki á óvart. Óvinsældir Lesa meira
Utanveltu Trump og hnignandi Bandaríki
EyjanÁstralski fréttamaðurinn Chris Uhlmann talar frá Hamborg og tekur fyrir framgöngu Donalds Trump á innan við tveimur og hálfri mínútu. Þetta er einstaklega gagnort hjá Uhlmann og hann hittir naglann á höfuðið. Trump er utanveltu, forsetadómur hans snýst eingöngu um frægð hans sjálfs, hann hefur í raun engan boðskap fram að færa, hann er ólæs Lesa meira
Er þetta fallegt?
EyjanSvona líta húsin á Laugavegi 4-6 út eftir allt tilstandið. Kaup af einkaaðilum, verndun þeirra, endurgerð í einhverju sem átti að vera upprunaleg mynd, sölu til sömu aðila og var keypt af í upphafi – með meðgjöf í nálægum húsum – færslu á öðru húsinu, greftri á kjallara marga metra ofan í jörðina, endurkomu hússins Lesa meira
Furðulegur boðskapur forseta í Evrópuferð
EyjanRæða Bandaríkjaforseta í Póllandi er einhver sú skrítnasta – og vitlausasta – sem leiðtogi þessa stórveldis hefur haldið um langa hríð. Hann talar um ógnir sem steðja að vestrænni menningu – og að hún kunni að líða undir lok. Vantar eiginlega bara að hann syngi Áfram kristmenn krossmenn. Það lýsir varla miklilli trú á menningu Lesa meira
Sterk stéttarvitund forstjóranna
EyjanTölur sýna að laun forstjóra hækka mikið og langt umfram það sem er hjá öðru fólki. Það er tuðað yfir þessu en þessu verður varla haggað. Við notum orðið forstjóra, en það má kannski tala um hátt setta stjórnendur hjá fyrirtækjum. Seinna fylgja eftir hátt settir embættismenn hjá ríkinu og ríkisforstjórarnir – þeirra hækkanir koma Lesa meira
Lélegt úrval á Netflix
EyjanVinur minn einn spurði hvort það væri virkilega svo að einungis níu barnamyndir með íslensku tali væri að finna á Netflix? Ég svaraði: Það sem eru stærstu tíðindin við Netflix er hvað fólk sættir sig við lítið og lélegt úrval, en er samt með þá tilfinningu að það sé í svaka góðu sambandi. En úrvalið Lesa meira
„Camper“ hryllingsmynd sumarsins
EyjanÍslenska hryllingsmynd sumarsins 2017 nánast skrifar sig sjálfa. Ungt ferðafólk kemur á „camper“ bifreið í nokkuð afskekkta sveit. Íbúarnir eru í fyrstu sæmilega vingjarnlegir, en þó má greina einhverja tortryggni. „Camper“ fólkið leggur bifreið sinni í dalverpi. Það spilar háværa tónlist, flissar og hlær, striplast eitthvað – og gengur örna sinna. Kúkar og skilur bæði Lesa meira