fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024

Óflokkað

Fögur náttúra og skemmtilegt mannlíf á Nýja-Englandi

Fögur náttúra og skemmtilegt mannlíf á Nýja-Englandi

Eyjan
15.08.2017

Við fjölskyldan höfum verið að ferðast um Nýja-England undanfarna viku. Þetta er fjarskalega heillandi svæði með mikili náttúrufegurð og ágætu mannlífi. Við komum hingað sökum þessa að Kári Egilsson sem er fimmtán ára piltur fór hingað á fimm vikna sumarnámskeið í hinum frábæra Berklee College of Music í Boston. Það gekk afar vel, skólinn er Lesa meira

Vertu ekki asni

Vertu ekki asni

Eyjan
14.08.2017

Þetta er mynd sem er farin að dreifast um veraldarvefinn í kjölfar aðgerða nýnasista í Charlottesville í Virginíu. Myndin heitir Don´t Be a Sucker og var gerð á vegum bandarískra stjórnvalda rétt eftir heimsstyrjöldina – til að vara við uppgangi fasisma. Þetta á merkilega vel við enn þann dag í dag.    

Til hvers að ferðast?

Til hvers að ferðast?

Eyjan
11.08.2017

Það er mikið rætt þetta sumarið um ófremdarástand sem hefur skapast á ferðamannastöðum vegna átroðnings. Þar er Ísland ekki nefnt, ekki enn, heldur staðir eins og Feneyjar, Barcelona, San Sebastia, Dubrovnik og Flórens. Meira að segja frá eyjunni Skye við strendur Skotlands heyrast kvartanir. Sums staðar má sjá fólk með spjöld þar sem stendur: Burt Lesa meira

14995 kjarnorkusprengjur – í höndum Trumps, Kims Jong Un og Pútíns

14995 kjarnorkusprengjur – í höndum Trumps, Kims Jong Un og Pútíns

Eyjan
10.08.2017

Það er satt að segja ansi langt síðan maður velti kjarnorkuógninni fyrir sér í alvöru. Hún var til staðar á unglingsárum mínum, á tíma kalda stríðsins, en samt fannst manni eins og kerfið sem kallaðist MAD héldi alltaf – MAD var mutual assured destruction, gagnkvæm örugg eyðilegging. Ógnarjafnvægi var það nefnt. En kjarnorkuvopnunum hélt samt Lesa meira

Ari Eldjárn slær í gegn á Edinborgarhátíðinni

Ari Eldjárn slær í gegn á Edinborgarhátíðinni

Eyjan
09.08.2017

Ekki að maður eigi von á öðru, en Ari Eldjárn fær stórgóðan dóm fyrir sýningu sína á hinni frægu leiklistarhátíð í Edinborg. Þetta birtist í morgun í dagblaðinu The Scotsman. Þarna er sýningu Ara lýst, hvernig hann gerir grín að Íslendingum og ýmsum Norðurlandaþjóðum, bregður fyrir sér tungumálum og mállýskum, en svo er sagt að Lesa meira

Lífeyrissjóðirnir verða að fjárfesta sem víðast um heiminn og í sem margvíslegastri starfsemi

Lífeyrissjóðirnir verða að fjárfesta sem víðast um heiminn og í sem margvíslegastri starfsemi

Eyjan
09.08.2017

Gengi Haga hríðfellur. Á þessum lista getum við séð hverjir eru helstu eigendur þessa félags sem hefur sent frá sér tvær afkomuviðvaranir að undanförnu. Þetta eru mestanpart lífeyrissjóðir sem eru í eigu launafólks. Sumir lífeyrissjóðanna eiga meira að segja stóra hluti. Það eru semsagt þeir sem greiða í lífeyrissjóði sem tapa. Á sama tíma er Lesa meira

Sjallsímar sem þunglyndisvaldur

Sjallsímar sem þunglyndisvaldur

Eyjan
08.08.2017

Börn eru öruggari en nokkru sinni fyrr. Þau eru jú með síma og við getum nánast alltaf fylgst með því hvar þau eru. Símar, samskiptamiðlar og tölvur hafa hertekið huga barna og unglinga með þeim hætti að þau eru ólíklegri til að stunda áhættusamt athæfi en nokkru sinni fyrr. Þau fara minna út, leika sér Lesa meira

Bruni í næturklúbbi sem kostaði 492 mannslíf

Bruni í næturklúbbi sem kostaði 492 mannslíf

Eyjan
07.08.2017

Þetta er heldur tíkarlegur minnisvarði um eitthvert skelfilegasta slys í sögu Bandaríkjanna, lítill skjöldur sem maður sér ekki nema maður leiti sérstaklega að honum, framan við bílastæðahús. Þarna í svonefndu Bay Village í Boston var næturklúbburinn Cocoanut Grove sem var vinsæll á árunum eftir að bannlögunum var aflétt. 28. nóvember 1942 kom upp eldur í Lesa meira

Annálað milt bragð

Annálað milt bragð

Eyjan
05.08.2017

Mitt í raunum íslenskra sauðfjárbænda, hratt lækkandi afurðaverði og offramleiðslu. Íslenska lambakjötið væntanlegt í verslunarkeðjuna Whole Foods. Með sitt annálaða milda bragð eins og segir í tilkynningunni.  

Hinn margsaga og svikuli Gove

Hinn margsaga og svikuli Gove

Eyjan
03.08.2017

Michael Gove, breski umhverfisráðherrann sem var í heimsókn á Íslandi nú í vikunni, er einhver einkennilegasti stjórnmálamaður Bretlands. Hann var einn af forystumönnum þeirra sem vildu ganga úr ESB og fór þá afar frjálslega með sannleikann. Gove er einn af höfundum þess kosningabragðs að ljúga því að kjósendum að með útgöngu úr ESB myndu Bretar Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af