fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024

Óflokkað

Beðið eftir viðbrögðum Bjarna

Beðið eftir viðbrögðum Bjarna

Eyjan
17.10.2017

Bjarni Benediktsson er í vandræðum vegna lögbannsins á birtingu upplýsinga úr þrotabúi Glitnis sem fjallar um hann. En þetta virðist vera miklu stærri skjalabunki en það snúist bara um hann, og satt að segja er ekki sennilegt að Bjarni eða einhver sem er honum nátengdur hafi beitt sér fyrir lögbanninu. En hvernig er lögbannið þá Lesa meira

Ef stjórnmálin tileinkuðu sér gildi landsliðsins?

Ef stjórnmálin tileinkuðu sér gildi landsliðsins?

Eyjan
17.10.2017

Hér er viðtal úr Silfri sunnudagsins sem á mikið erindi þessa dagana. Þarna talar Hallgrímur Óskarsson, verkfræðingur og stjórnarmaður í félagi sem nefnist Gagnsæi, um ýmsar meinsemdir í stjórnmálum nútímans, hvernig þau hafa orðið viðskila við almenning, leyndarhyggju sem má segja að hafi fellt eða stórskaðað þrjár síðustu ríkisstjórnir. Hann talar líka um elítisma, skort Lesa meira

Múlbinding sem virkar öfugt og kemur sér tæplega vel fyrir Bjarna

Múlbinding sem virkar öfugt og kemur sér tæplega vel fyrir Bjarna

Eyjan
16.10.2017

Lögbann á fjölmiðil er aðgerð sem yfirleitt virkar öfugt. Eitt og sér gefur það til kynna að eitthvað búi á baki sem ástæða er til að fela. Og skilningur gagnvart banni á birtingu upplýsinga úr gömlu, föllnu og illa þokkuðu bönkunum er afar lítill. Þeir eru á svarta listanum hjá þjóðinni. Reynslan sýnir líka að Lesa meira

Patríarki grísku kirkjunnar á Íslandi

Patríarki grísku kirkjunnar á Íslandi

Eyjan
14.10.2017

Leiðtogi einhverrar elstu stofnunar í heimi er staddur á Íslandi núna. Það er patríarki grísku rétttrúnaðarkirkjunnar, Bartólómeus I. Hann er hinn 270ti í röð patríarkanna, en patríarkinn er erkibiskup í Konstantínópel – sem nú heitir Istanbúl. Samkvæmt hefð er embættið rakið allt aftur til postulans Andrésar. Patríarkarnir hafa verið í borginni síðan á tíma Konstantínusar Lesa meira

Markauglýsingar á YouTube um Skatta-Kötu og ómælda kyngetu gamallra karla

Markauglýsingar á YouTube um Skatta-Kötu og ómælda kyngetu gamallra karla

Eyjan
13.10.2017

Við lifum í heimi þar sem auglýsingar eru sérsniðnar, hannaðar til að hitta beint í mark – og markið er maður sjálfur. Ég fer stundum inn á YouTube. Aðallega til að skoða skrítnar kvikmyndir sem þar er hægt að finna eða söguleg myndskeið frá því á 20. öld. Í því sambandi hef ég nokkuð sérviskuleg Lesa meira

Allskonar síðan 1916

Allskonar síðan 1916

Eyjan
13.10.2017

Eiríkur Jónsson birtir litla grein um eina af mínum uppáhaldsbúðum, hún er á horninu á Grundarstíg og Skálholtsstíg. Einu sinni var þarna vídeóleiga og sjoppa, en nú er þetta fremur lítil hverfisverslun sem er opin langt fram á kvöld. Þarna vinna sérstök ljúfmenni þegar ég kem þangað á kvöldin. Ungir menn og afar kurteisir. Tónlistarvalið Lesa meira

Framsóknarvöfflur

Framsóknarvöfflur

Eyjan
12.10.2017

Framsóknarmenn eru frægir fyrir vöfflurnar sínar. Og þetta er kosningaauglýsingin sem verður ekki toppuð í ár. Algjör negla, eins og einhver sagði.  

Framboðsfrestur rennur út í hádeginu á morgun

Framboðsfrestur rennur út í hádeginu á morgun

Eyjan
12.10.2017

Taugar eru greinilega þandar fyrir kosningarnar sem eru eftir rúman hálfan mánuð. Steingrímur J. Sigfússon þarf að biðjast afsökunar á því að hafa líkt Sjálfstæðisflokknum við fatlaða á framboðsfundi. Bjarni Benediktsson liggur undir ámæli fyrir að hafa reiðst yfir fyrirspurn á fundi í Versló og fyrir að hafa skammast út í frétttamenn á 365. Frambjóðandi Lesa meira

HM, Rússlandsstjórn, Pótemkíntjöldin – og þó nokkur hræsni

HM, Rússlandsstjórn, Pótemkíntjöldin – og þó nokkur hræsni

Eyjan
12.10.2017

Í Rússlandi ríkir hálf-fasísk stjórn sem virðir tjáningar- og stjórnmálafrelsi að vettugi, níðist á stjórnarandstæðingum, lokar fjölmiðlum sem eru andsnúnir henni og ofsækir fjölmiðlamenn. Stjórnin er byggð upp á samkrulli fyrrum KGB-manna og ólígarka, ótrúlegum fjárhæðum hefur verið skotið undan – óvíða í heiminum er jafn himinhrópandi ójöfnuður. Ekki má heldur gleyma Úkraínumálinu. Halldór Baldursson Lesa meira

Draumurinn um vinstri stjórn fjarlægist – nema Framsókn sé með

Draumurinn um vinstri stjórn fjarlægist – nema Framsókn sé með

Eyjan
11.10.2017

Draumaríkisstjórn sumra á vinstri væng, Vinstri græn, Píratar og Samfylking, lafir á einum þingmanni samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins í dag. Vinstri græn halda áfram að vera risastór, með tæp 30 prósent en þarna munar mestu að fylgi Píratanna skreppur saman, þeir fá ekki nema 8,5 prósent en Samfylkingin er með 8. Samkvæmt þessu segir blaðið að Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af