VG með langmest fylgi meðal ungra kvenna en Sjálfstæðisflokkurinn meðal eldri karla
EyjanHér eru ansi merkilegar upplýsingar sem eru unnar upp úr skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar um fylgi flokkanna sem birtist 13. október. Upplýsingarnar eru greindar á vef sem kallast Datasmoothie – það er hægt að gramsa í þessum gögnum á ýmsa vegu eftir kyni, aldri og búsetu. Fyrst er áhugavert að sjá fylgi flokkanna eftir Lesa meira
Cui bono – Katalónía?
EyjanSjálfsákvörðunarréttur þjóða – þetta var boðskapur sem Wilson Bandaríkjaforseti kom með til Evrópu eftir hildarleik fyrri heimsstyrjaldarinnar, þetta var partur af fjórtán punktunum hans sem hann lagði á borðið í Versalasamningunum. Þetta virðist afar skynsamlegt við fyrstu sýn. Að þjóðir fái að ráða sjálfar sínum málum? En hvað er þjóð? Austurríki-Ungverjaland brotnaði upp í mörg Lesa meira
Tvö kosningapróf
EyjanÞað eru a.m.k. tvö kosningapróf á netinu sem hægt er að spreyta sig á – og væntanlega fá vísbendingu um hvern maður ætti að kjósa í kosningunum 28. október. Smá tilraun: Ef maður gefur upp hlutleysi við öllum spurningunum í kosningaprófi RÚV fær maður Sjálfstæðisflokkinn efst með 69 prósenta samsvörun. Viðreisn og Miðflokkurinn koma næst Lesa meira
Allir sammála
EyjanVið erum að fara um landið með kosningafundi á vegum NFS – sem er ákaflega gaman. En það vekur athygli að víðast hvar eru menn sammála um flest mál, þ.e. grundvallaratriðin – hvað sveitarfélagið eigi að gera, hver stefnan skuli vera. Stundum er ekki hægt að toga fram skoðanaágreining með töngum. Maður fær alltaf sama Lesa meira
Framsókn eða Viðreisn í oddaaðstöðu?
EyjanHver skoðanakönnunin á fætur annarri bendir til þess að mjög erfitt verði að mynda ríkisstjórn eftir kosningarnar. Menn gefa sér að Vinstri græn, Samfylking og Píratar muni vinna saman ef flokkarnir fá meirihluta á þingi. En í raun er ólíklegt að svo verði, meirihlutinn yrði þá í mesta lagi einn þingmaður. Á hægri vængnum er Lesa meira
Rætnar og nafnlausar auglýsingar
EyjanEitt af því sem einkennir kosningabaráttuna nú, fyrir utan frekar daufleg átök um málefnin, eru auglýsingar sem ganga ljósum logum á netmiðlum. Þessar auglýsingar eru neikvæðar, þeim er beint gegn ákveðnum frambjóðendum og flokkum, þeir eru sýndir í neyðarlegu ljósi, hæðst að þeim, niðurstaðan er sú þeir séu með öllu marklausir, ef ekki bara hættulegir Lesa meira
Ég er kominn í leitirnar sko
EyjanÍ spjalli okkar í Kiljunni – sem stóð yfir um sjö ára skeið – ræddum við Bragi Kristjónsson stundum um Guðmund Haraldsson rithöfund. Guðmundur var sérstæður og skemmtilegur karakter sem setti svip á miðbæinn um áratuga skeið. Hann drakk kaffi á Prikinu og átti oft erindi í áfengisverslunina á Lindargötu. Guðmundur var yfirleitt vel klæddur, Lesa meira
Illa lesinn sýslumaður
EyjanÍ nútímasamfélagi finnst manni fátt tilgangslausara en þóttafullir embættismenn. Á árum áður var landið fullt af slíkum mönnum, en almennt held ég að ástandið hafi skánað í þessum efnum. Sýslumaðurinn í Reykjavík kemur á fund þingnefndar vegna lögbannsins á Stundina. Hann er spurður um álit sitt á erindi sem barst um lögbannið frá Öryggis- og Lesa meira
Jónas Kristjánsson, Hallgrímur og Gunni Helga, Guðrún Pé, Biggi lögga og fleira frægt fólk á framboðslistum
EyjanÞað er gaman að renna augunum yfir framboðslista til að sjá hvort maður þekkir fólk á þeim, jafnvel einhverja sem maður átti ekki von á að væru í framboði. Fréttablaðið birti í morgun tólf blaðsíðna aukablað sem er auglýsing frá landskjörstjórn um framboðslista við kosningarnar 28. október. Þar er að finna nöfn allra frambjóðenda. Við Lesa meira
Valdamesti maður heims
EyjanEinhver sérstæðasta og áhugaverðasta samkoma í heimi hefst í dag, það er 19. þing kínverska Kommúnistaflokksins. Síðasta þingið var haldið fyrir fimm árum. Tímaritið The Economist birtir forsíðugrein af þessu tilefni og fullyrðir að aðalritari flokksins og forseti Kína, Xi Jinping, sé valdamesti maður í heimi. Yfirleitt hefði maður ætlað að þessi titill væri frátekinn Lesa meira