Meinleg örlög tónlistarhúss
EyjanRosenberg hefur lengi verið einn hornsteinninn í tónlistarlífi Reykjavíkur. Staðurinn var fyrst til húsa í Lækjargötu, flutti eftir bruna 2007 á Klapparstíg. Þarna hefur mátt heyra alls kyns músík, djass, popp, vísnasöng, jólatónlist. Þarna hafa komið fram frægir tónlistarmenn, algjörlega ófrægir og allt þar á milli, ungir og aldnir. Þórður Pálmason og Auður Kristmannsdóttir ráku Lesa meira
Nýr Skerjafjörður lítur vel út
EyjanÞað verður að segjast eins og er að sigurtillaga í samkeppni Reykjavíkurborgar um nýbyggð við Skerjafjörð lítur vel út. Höfundarnir eru ASK arkitektar í samstarfi við Landslag og Eflu. Byggðin er frekar smágerð – ólíkt því sem við sjáum víða um borgina þessi misserin, það er lögð áhersla á græn svæði, við sjáum líka að Lesa meira
Sigurður Ingi mátar sig við forsætisráðuneytið – glötuð tækifæri Katrínar
EyjanÞetta er ekki í fyrsta skipti í lýðveldissögunni, nei það er langt í frá, að Framsóknarflokkurinn ræður því hvernig ríkisstjórn verður eftir kosningar. Það er nánast óhugsandi að sjá fyrir sér stjórn án Framsóknarflokksins að þessu sinni – þyrfti mikla sköpunargáfu til að koma henni saman. Maður skynjar líka að Sigurður Ingi Jóhannsson og Lilja Lesa meira
Hægri stjórn, breið stjórn eða kvennastjórn
EyjanInnhringjendur á Bylgjunni og Útvarpi Sögu eru nokkuð eindregið á því að sigurvegarar kosninganna eigi að vera í ríkisstjórn, þ.e. Miðflokkurinn og Flokkur fólksins. Þetta mátti heyra í morgun. Þá yrði stjórnarmynstrið líklega Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Miðflokkur og Flokkur fólksins. Spurning hvort það takist? Maður skynjar nokkuð óþol milli Sigurðar Inga Jóhannssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Lesa meira
Sigmundur og Inga
EyjanSamanlagt hafa Miðflokkurinn og Flokkur fólksins 11 þingmenn – eða jafnmarga og Vinstri græn. Þar af eru reyndar bara tvær konur – Ingu Sæland virðist líða býsna vel í félagsskap karla. Sigmundur Davíð talar um bandalag eða samstarf milli flokkanna, Inga dregur aðeins í land með það, en það er ljóst að þau eru pólitískt Lesa meira
Þingmenn sem hverfa á braut – misvægi atkvæða
EyjanRÚV birtir þessa mynd af þingmönnum sem misstu sæti sín í kosningunum. Það verður að segjast eins og er, eftirsjá er eftir mörgu af þessu fólki og ekki einboðið að betra fólk fylli í skörðin. Þarna eru Teitur Björn Einarsson, Valgerður Gunnarsdóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir, Vilhjálmur Bjarnason og Hildur Sverrisdóttir úr Sjálfstæðisflokki. Eva Pandóra Baldursdóttir, Lesa meira
Samskiptamiðlarnir og nafnlausu auglýsingarnar
EyjanFyrir þingi New York ríkis liggur fyrir frumvarp um að banna nafnlausar pólítískar auglýsingar á Facebook. Todd Kaminsky sem er upphafsmaður frumvarpsins segir að kjósendur eigi ekki að sjá pólitískar auglýsingar á Facebook án þess að vita hverjir borga fyrir þær. Það er eitt að blekkja kjósendur, segir hann, en að gera það í skjóli Lesa meira
Konur og ungt fólk detta út, stútungskarlar koma inn
EyjanEitt og annað vekur athygli við kosningaúrslitin. Náttúrlega sigur Miðflokksins og Flokks fólksins. Hversu illa skoðanakannanir standast. Að Framsókn skuli þrátt fyrir allt halda sínu síðan síðast. Það er varnarsigur. Framsókn og Miðflokkur eru samtals með 21 prósent. Að kosningasigur VG gufaði upp, varð ekki að neinu, flokkurinn bætir ekki við sig nema einu prósentustigi. Lesa meira
Við verðum að koma unga fólkinu á kjörstað
EyjanÍ dag er aðalmálið að sem flestir noti atkvæði sitt. Það er unga fólkið sem mætir síst á kjörstað. Við eigum að hafa samband við ungt fólk sem við þekkjum, hringja eða senda skilaboð. Jafnvel bjóðast til að aka því á kjörstað. Getur líka verið tækifæri til að tala við ungt fólk sem við eigum Lesa meira
Sjálfstæðisflokkurinn fer upp, VG niður
EyjanNú eru að birtast síðustu skoðanakannanirnar fyrir kosningarnar, hér er Gallup á RÚV. Kjörstaðir opna eftir um 15 tíma frá því þetta er skrifað. Eins og margir áttu von á er Sjálfstæðisflokkurinn í uppsveiflu miðað við fyrri kannanir – Íslendingum virðist gjarnt að refsa Sjálfstæðisflokknum frekar í skoðanakönnunum en í eiginlegum kosningum. Verði uppsveiflan ekki Lesa meira