Íbúar Nýju-Kaledóníu hafna sjálfstæði frá Frakklandi
PressanÍ annað sinn hafa íbúar Nýju-Kaledóníu hafnað því að öðlast sjálfstæði frá Frakklandi. Sameinuðu þjóðirnar skilgreina Nýju-Kaledóníu sem eina af síðustu nýlendum heimsins og svo virðist sem meirihluti íbúanna sé nokkuð sáttur við það. En munurinn á milli já og nei í þjóðaratkvæðagreiðslunum tveimur hefur minnkað og hugsanlega verður niðurstaðan önnur ef kosið verður 2022 eins og Lesa meira
Flóðbylgjur hafa sést í kjölfar skjálftans í Nýju-Kaledóníu – Íbúar hvattir til að forða sér af láglendi
PressanBandaríska flóðviðvörunarstofnunin gaf út flóðbylgjuviðvörun fyrir ákveðin svæði í Kyrrahafi í nótt í kjölfar skjálfta, sem mældist 7,6, við frönsku eyjaþyrpinguna Nýju-Kaledóníu. Flóðbylgjur hafa sést á svæðinu og eru íbúar á Nýju-Kaledóníu hvattir til að forða sér af láglendi. Það sama á við á Vanúatú. Ekki er talin hætta á ferðum að svo komnu máli Lesa meira
Skjálfti upp á 7,6 við Nýju-Kaledóníu – Flóðbylgjuviðvörun gefin út fyrir Kyrrahaf
PressanJarðskjálfti, sem mældist 7,6, reið yfir við Nýju-Kaledóníu í Kyrrahafi fyrir stundu. Nýja-Kaledónía er um 1.800 km austan við Ástralíu. Eyjarnar tilheyra Frakklandi. Flóðbylgjuviðvörun hefur verið send út og gildir hún fyrir ríki við Kyrrahaf. Upptök skjálftans voru um 20 km suðaustan við eyjarnar. Ekki hafa borist frekari fregnir af málinu.