Þrír handteknir í Noregi og hald lagt á fjölda vopna – Taldir tengjast öfgahægrimönnum
PressanNorska lögreglan handtók nýlega þrjá menn og lagði hald á fjölda skotvopna og mikið magn skotfæra. Mennirnir eru taldir tengjast samtökum öfgahægrimanna. Leyniþjónustan kemur að rannsókn málsins. Norskir fjölmiðlar skýrðu frá þessu í gær. Fram kemur að handtökurnar hafi verið gerðar eftir að vopn og skotfæri fundust heima hjá manni á fertugsaldri sem býr í Bodø. Lesa meira
Göngutúrinn varð eftirminnilegur – Fundu milljónir króna
PressanTveir Norðmenn gerðu á fimmtudaginn ótrúlega uppgötvun þegar þeir voru í gönguferð í Mossemarka, sem er sunnan við Osló. Í helli fundu þeir gríðarlegt magn af peningaseðlum. „Ég held að þetta séu rúmlega tvær milljónir króna,“ sagði annar mannanna, Ole Bisseberg, í samtali við VG. Mennirnir höfðu samband við lögregluna sem tók peningana í sína vörslu og hóf rannsókn á Lesa meira
Lögreglan kíkti í kjallarann hans – Á 21 árs fangelsi yfir höfði sér
PressanÍ apríl á síðasta ári voru norskir lögreglumenn að rannsaka mál sem var nefnt „Aðgerð Thompson“ en það snerist um sölu og dreifingu á fíkniefnum. Þeir sáu að maðurinn afhenti öðrum manni fíkniefni. Þeir fylgdu honum því næst eftir og handtóku hann áður en hann komst heim til sín í Toten. Því næst lá leiðin Lesa meira
Norðmenn fylgjast náið með nýju afbrigði kórónuveirunnar
Pressan„Afbrigðið er slæmar fréttir,“ sagði Camilla Stoltenberg, forstjóri norska landlæknisembættisins FHI, eftir að kórónuveirusmit af völdum afbrigðisins C.36 komu upp í Viken, Vestfold og Telemark í maí. Hún sagði þá í samtali við Norska ríkisútvarpið að náið væri fylgst með afbrigðinu og hvort það breiðist út. Afbrigðið er með stökkbreytingar sem er einnig að finna á hinu svokallað Deltaafbrigði veirunnar, áður kallað indverska afbrigðið. FHI fylgist sérstaklega með Lesa meira
Umferðaróhapp í Noregi varð til þess að upp komst um morð
PressanTvítugur maður er grunaður um að hafa myrt konu í Hellerud í Osló í gær. Upp komst um morðið fyrir tilviljun þegar maðurinn lenti í árekstri. Hann er einnig grunaður um morðtilraun í tengslum við áreksturinn. Hin látna fannst klukkan sjö í gærmorgun. Lögreglan bar kennsl á hana síðdegis í gær og tilkynnti ættingjum hennar um andlátið. Lögreglunni var Lesa meira
Enginn vissi hver hann var – Nú er lögreglan búin að leysa 24 ára gamla ráðgátu
PressanÁ sunnudegi einum í september 1997 fóru Tore Ljunggren og mágur hans til sveppatínslu í skóginum við Elnes í Nittedal, skammt norðan við Osló. Dagurinn mun aldrei renna þeim úr minni því það voru ekki sveppir sem voru í aðalhlutverki þennan dag. Ástæðan er að í skóginum fundu þeir svolítið sem líktist jarðneskum leifum. TV2 skýrir frá þessu. Nærri þessum leifum fundu þeir buxur Lesa meira
Ný tíðindi í máli Anne-Elisabeth Hagen – Lögreglan hefur fengið ábendingar um nafngreinda aðila
PressanFyrr í vikunni bað norska lögreglan almenning um aðstoð við rannsóknina á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen en henni var rænt af heimili sínu í lok október 2018. Lögreglan telur fullvíst að hún hafi verið myrt og hefur eiginmaður hennar, Tom Hagen, stöðu grunaðs í málinu. Lögreglan ákvað fyrr í vikunni að fara þá óvenjulegu leið að biðja almenning um Lesa meira
Nýr samningur Bandaríkjanna og Noregs getur aukið spennuna á Norðurslóðum
PressanNýr samningur á milli Bandaríkjanna og Noregs um hernaðarsamstarf getur aukið spennuna á Norðurslóðum enn frekar og er hún þó næg fyrir að margra mati. Samkvæmt samningnum fá Bandaríkin sérstaklega góða fótfestu í Noregi því bandarískir hermenn mega koma til Noregs með sinn eiginn útbúnað og nota herstöðvar þar í landi. Norðmenn eiga ekki rétt Lesa meira
Nýjar upplýsingar í máli Anne-Elisabeth – „Hún hafði fengið nóg“
PressanFramburður þriggja mikilvægra vitna lagði grunninn að því að grunur norsku lögreglunnar beindist að Tom Hagen hvað varðar hvarf eiginkonu hans, Anne-Elisabeth Hagen, í lok október 2018. Hann er grunaður um að hafa staðið á bak við hvarf hennar og morðið á henni en lögreglan telur fullvíst að hún hafi verið myrt þótt lík hennar hafi ekki fundist. Lesa meira
Þetta er ástæðan fyrir að grunur féll á Tom Hagen
PressanÍ eitt ár hefur norski milljarðamæringurinn Tom Hagen opinberlega legið undir grun um að hafa myrt eða tekið þátt í morðinu á eiginkonu sinni Anne-Elisabeth Hagen sem hvarf sporlaust af heimili þeirra hjóna í lok október 2018. Lausnargjaldskrafa var sett fram og lengi vel taldi lögreglan að Anne-Elisabeth hefði verið rænt til að fá lausnargjald greitt. En eftir því Lesa meira