„Sjálfselska“ – Norðmenn deila vegna gríðarlegs gróða vegna Úkraínustríðsins
FréttirÞað er siðferðilega rangt af Noregi að hagnast á stríðinu í Úkraínu segja gagnrýnisraddir í norska þinginu. Þeim finnst að auknar tekjur Norðmanna af gas- og olíusölu eigi að renna til Úkraínu en ekki í norska sjóði. Norðmenn hafa verið gagnrýndir á alþjóðavettvangi fyrir að hagnast á stríðinu í Úkraínu en hærra verð á olíu Lesa meira
Karoline óttaðist að fá himinháan reikning í póstkassann – Bréfið var miklu verra
Pressan„Ég var úti að hjóla með þriggja ára son okkar og hundinn í gær og tók póstinn með mér heim. Bara venjulegur sunnudagur og það sem ég óttaðist mest var að fá himinháan reikning.“ Svona hefst Facebookfærsla Karoline Granum, þrítugrar sjúkraflutningskonu frá Leira í Noregi, en færslan hefur vakið mikla athygli, bæði í Noregi og erlendis. „Sá ótti Lesa meira
Hafa fengið morðhótanir vegna Freya-málsins
PressanMorðhótunum rignir nú yfir Frank Bakke-Jensen, forstjóra norsku fiskistofunnar, og eiginkonu hans, Hilde Sjurelv, vegna þess að rostungurinn Freya var aflífuð um helgina. „Það er í fínu lagi að vera ósammála en að senda morðhótanir er of langt gengið. Fólk gengur of langt,“ hefur Norska ríkisútvarpið, NRK, eftir Hilde. Morðhótunum og annarskonar hótunum hefur rignt yfir hana eftir að Freya var aflífuð. Hún sagði Lesa meira
Smitmet í Noregi – 7.921 smit síðasta sólarhringinn
PressanSíðasta sólarhringinn greindust 7.921 með kórónuveiruna í Noregi. Þetta er nýtt met yfir fjölda staðfestra smita á einum sólarhring. Gamla metið var frá 14. desember síðastliðnum en þá greindust 6.003 með veiruna. Samkvæmt frétt Norska ríkisútvarpsins greindust að meðaltali 4.240 smit daglega á síðustu sjö dögum. Meðaltal sjö daga þar á undan var 3.360 og Lesa meira
Dularfullur gefandi gefur tugi milljóna annað árið í röð – „Þetta er ekta jólaráðgáta“
PressanÁ föstudaginn fékk Blå Kors, sem eru góðgerðasamtök, í Kristiansand í Noregi gjöf frá ónefndum aðila. Hann gaf samtökunum tvær milljónir norskra króna, sem svarar til tæplega 29 milljóna íslenskra króna. Skýrt var frá þessu á Facebooksíðu Blå Kors sem fékk tveggja síðna handskrifað bréf frá gefandanum dularfulla sem var hvergi nærri hættur góðverkum sínum. Á sunnudaginn fékk Vågsbygd kirkjan svipað bréf og tilkynningu Lesa meira
Vissi það ekki sjálf – Var dáin
PressanLíklega veit maður ekki af því þegar maður er dáinn, þá hlýtur öllu eiginlega að vera lokið. En það er kannski erfitt að segja til um það með vissu því við höfum ekki áreiðanlegar upplýsingar um hvort eitthvað taki við eftir dauðann. En Solvor Irene Lindseth, sem býr í Noregi, fékk smá smjörþef af „andláti“ sínu Lesa meira
Norskir foreldrar standa fyrir „smitpartíum“ fyrir óbólusett börn
PressanNorsk heilbrigðisyfirvöld hafa haft veður af því að foreldrar skipuleggi „smitpartí“ fyrir óbólusett börn og ungmenni þar sem markmiðið er að láta sem flest smitast af kórónuveirunni. Þetta á við um börn allt niður í leikskólaaldur. Norska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Haft er eftir Benny Østerbye Hansen, yfirlækni í Gloppen, að þetta sé varhugavert. Það sem kom heilbrigðisyfirvöldum Lesa meira
„Ég viðurkenni það alveg: Ég er rasisti. Hvað ætlar þú að gera í því?“
Pressan„Ég viðurkenni það alveg: Ég er rasisti. Hvað ætlar þú að gera í því?“ Þetta skrifaði Olger Drønnesund á Facebook eftir að hafa sett spurningarmerki við hvort norski hlauparinn Ezinne Okparaebo, sem fæddist í Nígeríu en flutti til Noregs á barnsaldri, sé norsk. Drønnesund situr í bæjarstjórn í Álasundi og hafa ummæli hans vakið mikla athygli. Ummæli hans hafa verið harðlega gagnrýnd af samtökunum Antirasistisk Senter, sem Lesa meira
Norska lögreglan dregur úr kraftinum á rannsókninni á hvarfi Anne-Elisabeth
PressanNorska lögreglan vinnur enn að rannsókn á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen en hún hvarf frá heimili sínu í útjaðri Osló fyrir tæpum þremur árum en á sunnudaginn verða nákvæmlega þrjú ár liðin frá því að hún hvarf. En nú hefur lögreglan dregið úr kraftinum á rannsókninni og þar með kostnaðinum við hana. Allt frá upphafi hefur lögreglan lagt mikla vinnu í rannsóknina Lesa meira
Umfangsmikil leit í Noregi – Þriggja saknað – Óttast að bátur þeirra hafi farið fram af fossi
PressanUmfangsmikil leit hefur staðið yfir við Langevotnevatn á Kvamskogen í Noregi síðan í gærkvöldi. Þriggja er saknað en talið er að báturinn, sem fólkið var í, hafi farið fram af fossi. Mikill straumur er á svæðinu og leitarskilyrði erfið. Vitni sá strauminn taka bátinn og sá hann reka niður ána. Norska ríkisútvarpið segir að það hafi verið á milli Lesa meira