Hafnar því að norskur dómur sé kjaftshögg fyrir orkupakkaandstæðinga – „Ísland er ekki með sæstreng“
EyjanEyjólfur Ármannsson, formaður samtakanna Orkan okkar, er ekki sammála þeim sem segja nýjan hæstaréttardóm í Noregi áfall fyrir málstaðinn. Hæstiréttur Noregs úrskurðaði að þriðji orkupakkinn væri minniháttar inngrip sem fæli ekki í sér fullveldisafsal. „Ísland er ekki tengt. Ísland er ekki með sæstreng,“ segir Eyjólfur, sem jafn framt er þingmaður Flokks fólksins. „Baráttan er öðruvísi Lesa meira
Segir kerfið allt of flókið hér heima – miklu fljótvirkara og skilvirkara í Noregi og Færeyjum – versnar hér ár frá ári
EyjanÞG-verk, sem er eitt stærsta byggingafélag landsins, hefur reynslu af verkefnum í Noregi og Færeyjum. Þorvaldur Gissurarson, forstjóri félagsins, segir mun einfaldara og skilvirkara kerfi vera til staðar ytra og helsta reglan hér á landi virðist vera sú að flækjustigið aukist frá ári til árs. Þorvaldur er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni. Lesa meira
Eurovision stjarna í vanda – „Hún kemur heim til mín um miðjar nætur“
FókusNorska Eurovision stjarnan Alexander Rybak stendur nú í málaferlum gegn konu sem áreitir hann stanslaust og kemur heim til hans á næturnar. Rybak er einnig að kljást við nafnlausan eltihrelli á netinu sem áreitir allar konur sem hann þekkir. „Ég verð að vera hreinskilinn við ykkur. Þetta ár átti að snúast um að gera nýja Lesa meira
Einsetumaður, hlaupari og fyrrverandi áhættuleikari vingast við birni
PressanFyrir nokkrum mánuðum kom út bókin Outsider: An Old Man, a Mountain and the Search for a Hidden Past eftir kanadíska blaðamanninn Brett Popplewell. Bókin fjallar um hinn norsk-kanadíska Dag Aabye (hans rétta nafn er Dag Øby en hann er alltaf kallaður Aabye) sem er 82 ára gamall og býr einn, í rútu, í skógi Lesa meira
Fimm ára drengur drukknaði
FréttirFimm ára drengur er látinn eftir að honum var bjargað, síðastliðinn þriðjudag, úr sjónum við bæinn Norheimsund í Noregi sem er um það bil 45 kílómetra austan við Bergen. Drengurinn var nær dauða en lífi þegar honum var bjargað úr sjónum og flogið með þyrlu á sjúkrahús. Hópur barna var að synda í sjónum þegar Lesa meira
Faðir drukknaði við bjarga syni sínum
PressanÍ gær drukknaði 42 ára gamall maður í ánni Lygna í suðurhluta Noregs. Fimm ára sonur mannsins liggur alvarlega slasaður á sjúkrahúsi og líðan hans er enn óbreytt. Feðgarnir, sem eru sýrlenskir ríkisborgarar og voru búsettir í sveitarfélaginu Lyngdal sem er í nágrenni árinnar, náðust upp úr ánni um 40 mínútum eftir að þeir lentu Lesa meira
Minkar ollu stórtjóni
PressanNorska ríkisútvarpið ræddi í dag við mann að nafni Åge Frisak en minkar hafa í síauknum mæli angrað hann og fjölskyldu hans. Þetta náði nýjum hæðum síðastliðinn vetur þegar minkar ollu tjóni á sumarbústað fjölskyldunnar og varð kostnaðurinn 100.000 norskar krónur (tæplega 1,2 milljónir íslenskra króna). Sumarbústaðurinn stendur við Åbyfjörð í syðsta hluta Noregs og hefur Lesa meira
Norskur ráðherra í vondum málum
FréttirÍ fréttum norska ríkisútvarpsins kemur nú í morgun fram að Ola Borten Moe ráðherra vísindarannsókna og háskólamála í ríkisstjórn Noregs hafi viðurkennt að hafa brotið siðareglur ríkisstjórnarinnar. Moe, sem kemur úr Miðflokknum (n. Senterpartiet), keypti hlutabréf að andvirði um 400.000 norskra króna ( um 5,2 milljónir íslenskra króna) í vopnaframleiðslufyrirtækinu Kongsberg Gruppen og segist einnig Lesa meira
Ítrekaðir fíkniefnafundir hjá stærsta ávaxtainnflytjanda Noregs
FréttirNorska ríkisútvarpið greindi frá því fyrr í dag að lögregla og tollgæsla hefðu í morgun fundið mikið magn fíkniefna í einni af vörugeymslum fyrirtækisins Bama sem er stærsti innflytjandi og heildsali á ávöxtum og grænmeti í Noregi. Það var einn starfsmanna fyrirtækisins sem fann efnin og tilkynnti samstundis um uppgötvun sína. Fann hann efnin í Lesa meira
Sósíalistaleiðtogi í Noregi gripinn fyrir þjófnað
FréttirNorska ríkissútvarpið, NRK, sagði frá því fyrr í dag að Bjørnar Moxnes, þingmaður og formaður Rauða flokksins (Rødt) hafi verið gripinn fyrir þjófnað á Gardermoen flugvelli í Osló. Rauði flokkurinn hefur 8 sæti á norska stórþinginu og er lengst til vinstri af þeim flokkum sem eiga þar sæti. Stefna flokksins er að koma á stéttlausu Lesa meira