Eldri kona myrt í norskum kirkjugarði – Tilviljun réði því að ráðist var á hana
PressanSíðdegis á þriðjudaginn var ráðist á konu á sjötugsaldri í kirkjugarði í Haugesund í Noregi. Henni voru veittir áverkar og lést hún af völdum þeirra aðfaranótt miðvikudags. Norskir fjölmiðlar segja að exi hafi verið notuð við árásina en lögreglan hefur ekki staðfest það. Karlmaður á fimmtugsaldri var handtekinn á vettvangi en hann er grunaður um Lesa meira
Mikill lyfjaskortur í Noregi
PressanAldrei hefur verið meiri skortur á lyfjum í Noregi en nú er. Ástandið var slæmt á síðasta ári og hefur farið versnandi á þessu ári. Í mörgum apótekum er ekki hægt að fá nauðsynleg lyf. Margir sjúklingar fara því fýluferðir í apótekin og reyna að hamstra lyf þegar þau eru fáanleg. Lyfjastofnun segir stöðuna vera Lesa meira
Tvennt lést í þyrluslysi í Noregi
PressanKarl og kona á fimmtugsaldri létust í þyrluslysi í Hörðalandi í Noregi í gær. Lögreglan segir að þyrlunni hafi verið flogið beint inn í fjallshlíð. Tilkynnt var um hvarf þyrlunnar skömmu fyrir klukkan 22 í gærkvöldi. Hún var á leið frá Røldal skíðasvæðinu til Karmøy. Flak þyrlunnar fannst skammt frá Røldal skíðasvæðinu að sögn lögreglunnar. Lesa meira
Nýjar kenningar um ránið á Anne-Elisabeth – Er mannránið yfirvarp yfir eitthvað annað og stærra?
PressanNú eru liðnar 15 vikur síðan að síðast heyrðist og sást til Anne-Elisabeth Hagen, 68 ára, sem hvarf frá heimili sínu í Lørenskog rétt utan við Osló. Hún er eiginkona Tom Hagen sem er landsþekktur milljarðamæringur. Talið er að Anne-Elisabeth hafi verið rænt. Krafa um lausnargjald, í rafmynt, var skilin eftir á miðum á heimil Lesa meira
Lögreglumenn slá í gegn á netinu – Hverjum hefði dottið í hug að lögreglumenn geri þetta á næturvaktinni? Myndband
PressanMynd af tólf norskum lögreglumönnum hefur farið sigurför um netheima undanfarnar klukkustundir og verið sýnt á stórum sjónvarpsstöðum á borð við Sky News og ABC News. „Okkur datt í hug að skemmta okkur aðeins.“ Sagði Ketil Stene, varðstjóri á lögreglustöðinni í Heimdal, í samtali við Norska ríkisútvarpið um myndbandið. Þegar leið að vaktskiptum um miðja Lesa meira
Hann var sakaður um að hafa meitt son sinn alvarlega – Drengurinn var tekinn af foreldrunum – Þremur árum síðar komst lögreglan að hinu sanna
PressanHann sat sem lamaður í bílnum. Hjartað hamaðist og hendur hans voru límdar við farsímann. Hann trúði varla því sem hann hafði heyrt. Sambýliskona hans hafði misst tveggja mánaða son þeirra í gólfið og hafði hann lenti á höfðinu. Hvernig gat þetta gerst? Hún sagðist hafa setið með drenginn í fanginu og hafi beygt sig Lesa meira
Barnaníðingur handtekinn – „Ég þori ekki að segja hversu mörg fórnarlömbin eru, þeim fjölgar sífellt“
PressanKarlmaður á sextugsaldri var nýlega handtekinn í Noregi grunaður um barnaníð. Lögreglan óttast að hann sé raðníðingur, hafi misnotað fjölda barna. Eins og staðan er núna veit lögreglan um fimm stúlkur sem maðurinn er talinn hafa misnotað kynferðislega. Norska ríkisútvarpið segir að lögreglan vinni hörðum höndum að því að komast til botns í málinu sem Lesa meira
Óhugnanleg uppgötvun á Svalbarða
PressanSvalbarði er nyrsta eyjaþyrping heims. Eyjarnar eru staðsettar í miðju Norður-Íshafinu á milli Noregs og Norðurpólsins. Noregur fer með stjórn mála á eyjunum samkvæmt Svalbarðasamningnum frá 1920 en hann kveður meðal annars á um rétt ríkja til að nýta auðlindir eyjanna og að þær skuli vera herlausar. Nýlega gerðu vísindamenn óhugnanlega uppgötvun á eyjunum og Lesa meira
Þrír mánuðir frá hvarfi Anne-Elisabeth – Engin svör
PressanNú eru 93 dagar síðan Anne-Elisabeth Hagen hvarf frá heimili sínu í Fjellhamar í Lørenskog sem er í útjaðri Oslóar í Noregi. Lögreglan og fjölskylda Anne-Elisabeth eru sannfærð um að henni hafi verið rænt enda hefur lausnargjalds upp á 9 milljónir evra verið krafist fyrir hana. Sú krafa var sett fram á miðum sem fundust Lesa meira
Mannránið í Noregi – Fundu hluti í vatninu við heimili Hagen-hjónanna
PressanÍ fréttatilkynningu frá norsku lögreglunni nú í morgun kemur fram að kafarar hafi nú lokið störfum í Langvannet sem hús Anne-Elisabeth og Tom Hagen stendur við. Anne-Elisabeth var rænt af heimilinu þann 31. október síðastliðinn og hefur ekkert til hennar spurst síðan en lausnargjalds upp á 9 milljónir evra hefur verið krafist fyrir lausn hennar. Lesa meira