Dularfullar lygar Tom Hagen
PressanDulkóðaðir tölvupóstar, dularfull fótspor í forstofunni og þéttskrifað hótunarbréf með mörgum stafsetningarvillum. Þetta eru meðal þeirra „sönnunargagna“ sem norski milljarðamæringurinn Tom Hagen útbjó og kom fyrir til að hylma yfir dularfullt hvarf eiginkonu sinnar. Að minnsta kosti að mati norsku lögreglunnar sem telur að Tom Hagen hafi á einn eða annan hátt verið viðriðinn hvarf Lesa meira
Ósáttir nágrannar stöðva framkvæmdir við minnismerki á Útey
PressanNorska ríkinu og ungmennahreyfingu Verkamannaflokksins hefur verið gert að stöðva framkvæmdir við minnismerki á Útey. Minnismerkið á að vera til minningar um þau 69 ungmenni sem hryðjuverkamaðurinn Anders Breivik myrti á eyjunni í júlí 2011. Það eru ósáttir nágrannar sem höfðu sigur fyrir dómi í málinu. Ríkið og ungmennahreyfingin verða einnig að greiða allan málskostnað, Lesa meira
9 af hverjum 10 fórnarlömbum COVID-19 í Noregi voru með króníska sjúkdóma
PressanAf þeim 236, sem létust af völdum COVID-19 frá mars og út maí í Noregi, voru 215 með króníska sjúkdóma. Þetta kemur fram í niðurstöðum yfirferðar á öllum andlátum af völdum COVID-19 á fyrstu þremur mánuðum heimsfaraldursins. Yfirferðin sýnir að 9 af hverjum 10, sem létust af völdum COVID-19 frá mars til og með maí, voru með króníska sjúkdóma. Þetta kemur fram Lesa meira
Fjölskyldan hélt að eitrað hefði verið fyrir henni – Reyndist vera svolítið annað
PressanSíðdegis á sunnudaginn barst lögreglunni í Agder í Noregi óvenjuleg símtal. Hringt var og tilkynnt um fjölskyldu sem liði illa, alla svimaði og glímdu við mikla vanlíðan. Taldi fjölskyldan að hún hefði orðið fyrir bráðri eitrun, jafnvel að eitrað hefði verið fyrir henni. VG skýrir frá þessu. Lögreglan og sjúkralið voru strax send á vettvang. Skömmu eftir komu þeirra á Lesa meira
Norskur ríkisborgari er talinn tengjast einum skelfilegustu hryðjuverkasamtökum níunda áratugarins
PressanFrá 1991 hefur maður nokkur búið í Skien í Noregi. Hann var nýlega handtekinn að beiðni franskra yfirvalda sem gruna hann um aðild að mannskæðri hryðjuverkaárás í París 1982. Maðurinn er talinn hafa verið í hryðjuverkahópi sem var kenndur við Abu Nidal en hann stóð fyrir hryðjuverkum í 20 löndum og varð um 900 manns að bana. Það var síðdegis Lesa meira
Anders Breivik sækir um reynslulausn
PressanNorski hryðjuverkamaðurinn Anders Breivik hefur sótt um reynslulausn úr fangelsi en hann afplánar nú 21 árs dóm fyrir hryðjuverk í Osló og á Útey þann 22. júlí 2011 þegar hann myrti 77 manns. 69 skaut hann til bana á Útey, aðallega ungmenni. Þann 24. ágúst 2012 var hann dæmdur í vistun í fangelsi, að lágmarki skal hann afplána 10 ár. Það Lesa meira
Ákærður fyrir að nauðga sambýliskonu sinni ítrekað – Tók svefnlyf með úr vinnunni og gaf henni
PressanTannlæknir er nú fyrir rétti í Osló en hann er ákærður fyrir að hafa nauðgað sambýliskonu sinni ítrekað á árunum 2014 til 2019. Hann er grunaður um að hafa gefið konunni sterk deyfi- og svefnlyf, sem hann tók með heim úr vinnunni, og að hafa síðan nauðgað henni á meðan hún var meðvitundarlaus. Samkvæmt frétt TV2 þá Lesa meira
Ný sönnunargögn í máli Anne-Elisabeth Hagen
PressanNorska lögreglan vinnur af miklum krafti að rannsókn á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen sem hvarf frá heimili sínu í útjaðri Osló þann 31. október 2018. Lögreglan hefur meðal annars unnið út frá kenningu um að einn eða fleiri aðilar hafi ráðist á Anne-Elisabeth á baðherbergi heimilis hennar þennan örlagaríka morgun. TV2 skýrir frá þessu. Eiginmaður hennar, milljarðamæringurinn Tom Hagen, er grunaður um Lesa meira
Hlýjasta sumar sögunnar á Svalbarða
PressanSvalbarði, sem er eitt nyrsta byggða ból heims, er eitthvað sem við tengjum venjulega við kulda, snjó og ísbirni. En sumarið var mjög heitt þar, raunar það hlýjasta frá upphafi mælinga. Talsmaður norsku veðurstofunnar sagði að hitinn á Svalbarða hafi verið öfgakenndur í sumar og hækkandi hitastig hafi verið mjög greinilegt þar síðustu 30 ár. Lesa meira
Hefði getað orðið mesti harmleikur norskrar sögu – Margir heilaskaddaðir á eftir
PressanAðfaranótt sunnudagsins 27. ágúst var ólöglegt samkvæmi haldið í neðanjarðarbyrgi í Osló. Þar urðu tugir gesta fyrir kolsýrlingseitrun og voru nokkrir í lífshættu. Sem betur fer lést enginn en margir urðu fyrir heilaskaða. Dag Jacobsen, deildarstjóri á bráðadeild háskólasjúkrahússins í Osló, sagði í samtali við Norska ríkisútvarpið að líklega hafi bara munað nokkrum mínútum að Lesa meira