Eitt mikilvægasta sönnunargagnið í máli Anne-Elisabeth Hagen – Sérfræðingar eru nokkuð vissir í sinni sök
PressanEitt mikilvægasta sönnunargagnið í máli Anne-Elisabeth Hagen, sem hvarf frá heimili sínu í útjaðri Osló í lok október 2018, er hótunarbréf sem var skilið eftir í húsinu. Það er skrifað á lélegri norsku með enskum slettum. Sérfræðingar eru vissir í sinni sök hvað varðar bréfið og bréfritarann. Bréfið fannst á heimili Hagen-hjónanna að Sloraveien 4 eftir að Anne-Elisabeth hvarf. Það er Lesa meira
Herða sóttvarnaaðgerðir í Osló
PressanVegna fjölgunar kórónuveirusmita í Osló hefur verið ákveðið að herða sóttvarnaaðgerðir í borginni. Á miðnætti tóku hertar reglur gildi og gilda fram til 15. mars. Allar verslanir verða lokaðar nema matvöruverslanir og lyfjaverslanir. Veitingastöðum og kaffihúsum verður einnig gert að loka nema hvað það má selja veitingar sem fólk sækir eða fær sendar heim. Tilkynnt var um þetta á sunnudagskvöldið. Á Lesa meira
Frömdu norskir dómstólar dómsmorð? Mælt fyrir um endurupptöku hryllilegs morðmáls
PressanÞrír af fimm meðlimum í norsku endurupptökunefndinni féllust í síðustu viku á að mál er snýst um morð á tveimur litlum stúlkum verði tekið fyrir á nýjan leik. Ástæðan er að ekki er hægt að útiloka að Viggo Kristiansen hafi saklaus verið dæmdur í 21 árs öryggisgæslu í fangelsi. Ef svo var þá var hann fórnarlamb dómsmorðs. Það Lesa meira
200.000 Norðmenn fengu dularfulla símhringingu frá Norður-Kóreu
PressanÁ miðvikudag í síðstu viku var hringt í um 200.000 norsk símanúmer frá Norður-Kóreu. Um svindltilraunir er að ræða að sögn símafélagsins Telenor sem segir þetta jafnframt vera vaxandi vandamál. Svindlið gengur út á að þegar svarað er, er skellt á um leið. Þetta er gert í þeirri von að fólk hringi síðan í númerið en þá byrjar gjaldmælirinn að telja Lesa meira
Hrottalegt heimilisofbeldismál – Hélt sig í rúminu í 4 ár til að forðast ofbeldið
PressanKarlmaður á sjötugsaldri var nýlega dæmdur í þriggja ára og fjögurra mánaða fangelsi af dómstól í Glåmdal í Noregi. Hann var fundinn sekur um að hafa beitt sambýliskonu sína ofbeldi í 14 ár og að hafa ekki útvegað henni nauðsynlega aðstoð þegar hún lá alvarlega slösuð í íbúð þeirra í rúmlega sólarhring. „Þetta er alvarlegt mál. Skjólstæðingur Lesa meira
Senda leitarmenn inn á flóðasvæðið í Ask í dag
PressanSérþjálfaðir sænskir leitarmenn og norskir leitarhundar, ásamt stjórnendum sínum, verða sendir inn á flóðasvæðið í Ask í Gjerdrum í Noregi í dag. 10 er enn saknað. Fram að þessu hefur ekki þótt þorandi að senda leitarmenn inn á flóðasvæðið og hefur leitin því farið fram úr þyrlum og hafa hitamyndavélar verið notaðar. VG skýrir frá Lesa meira
Skriða féll á íbúðabyggð í Noregi – Margir sagðir slasaðir – Gríðarlegur viðbúnaður
PressanStór skriða féll nærri miðbæ Ask í Gjerdrum í Noregi um klukkan 4 í nótt að staðartíma. Lögreglan hefur staðfest á Twitter að skriðan hafi lent á mörgum húsum. Um 5.000 manns búa í bænum og um 6.800 í sveitarfélaginu öllu. Norska ríkisútvarpið hefur eftir talsmanni Háskólasjúkrahússins í Osló að margir séu slasaðir. Neyðaráætlun sjúkrahússins Lesa meira
Fékk gríðarleg viðbrögð við auglýsingunni vegna myndarinnar – „Það virðist vera gott að sitja á honum“
PressanÞegar Sylvi Witsø Standal, sem býr í Álasundi í Noregi, birti nýlega auglýsingu á sölusíðu á Facebook átti hún ekki von á þeim miklu viðbrögðum sem hún fékk við auglýsingunni. Hún var að selja hægindastól og tók auðvitað mynd af honum og birti með auglýsingunni. Hún tók mynd þar sem allur stóllinn sést en þegar Lesa meira
Óvænt uppgötvun heima hjá Tom Hagen – Af hverju var þetta geymt?
PressanÍ lok apríl var norski milljarðamæringurinn Tom Hagen handtekinn við heimili sitt í Lørenskog í útjaðri Osló, grunaður um aðild að hvarfi og morði á eiginkonu hans Anne-Elisabeth Hagen sem hvarf frá heimilinu að morgni 31. október 2018. Við húsleit á heimil hjónanna fann lögreglan undarlegt safn sem hefur vakið mikla undrun og hugleiðingar um tilganginn með því. Það er safn gamalla Lesa meira
Innflytjandi á hættuslóðum – Hættulegt líf frægasta úlfsins í Noregi
PressanHvað á að gera við úlf sem áttar sig ekki á hvar hann á að halda sig til að njóta friðunar og hvar hann er réttdræpur? Auðvitað veit úlfurinn það ekki en margir Norðmenn velta nú vöngum yfir hvað eigi að gera við innflytjanda á hættuslóðum, það er að segja finnsk-rússneskan úlf sem er nú Lesa meira