Sænskir diplómatar farnir frá Norður-Kóreu
PressanSænskir stjórnarerindrekar hafa yfirgefið Norður-Kóreu. Sænska utanríkisráðuneytið segir að allir sænskir starfsmenn, þar á meðal sendiherrann, séu farnir úr landi. Sendiráðið er samt sem áður opið því heimamenn, sem þar starfa, sjá um að halda því opnu. NK News, sem sérhæfir sig í fréttum af Norður-Kóreu, sagði á mánudaginn að Svíarnir hafi meðal annars farið úr landi Lesa meira
Segir þetta vera ástæðuna fyrir reiði Kim Jong-un
PressanÞað er að sjálfsögðu dónalegt að segja eitthvað móðgandi um fólk. Það gildir auðvitað um ummæli sem eru látin falla um eiginkonur annarra. En í Norður-Kóreu er slíkum ummælum ekki vel tekið ef miða má við fréttir um reiði Kim Jong-un, einræðisherra, að undanförnu og viðbrögð hans. Eins og fram hefur komið í fréttum að Lesa meira
Segir eitthvað mikið að í Norður-Kóreu
PressanLjót blanda þriggja slæmra hráefna veldur miklum vandræðum í Norður-Kóreu. Þetta segir Taro Kono, varnarmálaráðherra Japan. Á fréttamannafundi í síðustu viku sagði hann að Japan, eins og Bandaríkin og önnur ríki, hafi tekið eftir undarlegri hegðun stjórnvalda í Norður-Kóreu að undanförnu. NK News skýrir frá þessu en miðillinn flytur eingöngu fréttir af málefnum Norður-Kóreu. Kono benti á þrjú atriði sem Lesa meira
Stirð samskipti Kóreuríkjanna
PressanYfirvöld í Norður-Kóreu eru æf yfir því að fólk, sem flúið hefur yfir til Suður-Kóreu sendi áróður og hrísgrjón yfir landamærin. Systir hins norður-kóreska leiðtoga varar Suður-Kóreu við hefndum, þar sem herinn gæti tekið þátt, í baráttu ríkjanna um flúið hafa harðstjórnina í Pyongyang. Hluti þeirra sem flúið hafa yfir til Suður-Kóreu, senda matvörur og áróður yfir til Lesa meira
Norður-Kórea boðar frekari kjarnorkuvopnafælingu
PressanKim Jong-un, einræðisherra í Norður-Kóreu, stýrði um helgina fundi herráðs landsins þar sem umfjöllunarefnið var kjarnorkuvopnafæling. Á fundinum var ákveðið að grípa til nýrra pólitískra aðgerða til að auka fælingarmátt kjarnorkuvopna landsins. Einnig var ákveðið að hækka viðbúnaðarstig hers landsins. Ríkisfréttastofa landsins, KCNA, skýrir frá þessu. Ekki er skýrt nánar hvað felst í aukinni kjarnorkuvopnafælingu Lesa meira
Hræringar í norður-kóresku valdaklíkunni
PressanÞað er eitt og annað sem gerist í Norður-Kóreu þessa dagana. Nýlega hvarf Kim Jong-un, einræðisherra, af sjónarsviðinu í nokkrar vikur. Ýmsar vangaveltur voru þá um að hann væri mjög veikur og hugsanlega við dauðans dyr eða að hann héldi sig til hlés af ótta við að smitast af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Hann Lesa meira
Þess vegna hvarf Kim Jong-un
PressanEins og fram hefur komið í fréttum þá hvarf Kim Jong-un, einræðisherra í Norður-Kóreu, af sviðinu í apríl og birtist ekki aftur fyrr en í síðustu viku þegar hann var viðstaddur vígslu áburðarverksmiðju. Miklar vangaveltur voru uppi um ástæðuna fyrir hvarfi hans og var því jafnvel haldið fram að hann væri helsjúkur eða jafnvel látinn. Lesa meira
Hvarf Kim Jong-un veitir Kína gullið tækifæri
PressanEr Kim Jong-un, einræðisherra í Norður-Kóreu, dáinn, lifandi, alvarlega veikur eða bara í einangrun af ótta við COVID-19? Þessu hafa margir velt fyrir sér undanfarna daga því ekkert hefur sést til leiðtogans síðan þann 11. apríl. En á sama tíma og margir velta fyrir sér hvar leiðtoginn sé þá sitja kínverskir ráðamenn hugsanlega og sjá Lesa meira
Dularfullt myndband gengur manna á milli í Norður-Kóreu – Kínverjar undirbúa sig
PressanÍ kjölfar frétta um slæma heilsu eða jafnvel andlát Kim Jong-un einræðisherra í Norður-Kóreu vilja mörg erlend ríki komast að hinu sanna um heilsu hans og stöðu mála í þessu harðlokaða einræðisríki. Það er ekki heiglum hent, ekki einu sinni fyrir Kínverja sem eru nánustu bandamenn landsins. Nú herma fréttir frá Kína að her landsins Lesa meira
Ný tíðindi í máli Kim Jong-un
PressanEins og fram hefur komið í fréttum hafa miklar vangaveltur verið uppi síðustu daga um heilsu Kim Jong-un einræðisherra í Norður-Kóreu. Því hefur meðal annars verið haldið fram að hann sé látinn og að hann svífi á milli heims og helju eftir hjartaaðgerð. Hann hefur ekki sést opinberlega frá því 11. apríl. Vitað er að Lesa meira