Pútín og Kim Jong-un skiptast á ástarbréfum
PressanVladímír Pútín, Rússlandsforseti, sendi Kim Jong-un, einræðisherra í Norður-Kóreu, bréf nýlega þar sem hann lagði til að ríkin tengist nánari böndum. Sky News segir að samkvæmt frétt norðurkóresku ríkisfréttastofunnar KCNA þá hafi Pútín stungið upp á að ríkin tvö vinni að því að auka samvinnu sína. Hafi Pútín skrifað að aukið samstarf ríkjanna muni verða til þess að Lesa meira
Kim Jong-un lýsir yfir sigri og segir um kraftaverk að ræða
PressanKim Jong-un, einræðisherra í Norður-Kóreu, lýsti því yfir í dag að sigrast hefði verið á kórónuveirufaraldrinum sem skall á landinu í vor. Hann felldi um leið allar sóttvarnaaðgerðir úr gildi. Ríkisfréttastofan KCNA skýrði frá þessu. Segir hún að ekki eitt einasta smit hafi greinst frá 29. júlí. Samkvæmt opinberum tölum þá létust 79 af völdum COVID-19 en 26 milljónir búa í landinu. Lesa meira
Ganga hús úr húsi og taka rithandarsýnishorn – Hinn seki á dauðadóm yfir höfði sér
PressanAð undanförnu hafa norðurkóreskir lögreglumenn gengið hús úr húsi i höfuðborginni Pyongyang og safnað rithandarsýnum fólks. Þetta er gert til að hægt verði að handtaka veggjakrotara sem skrifaði á vegg í borginni. Textinn er mjög ögrandi og má krotarinn alveg eins búast við að verða tekinn af lífi ef hann næst. Hann skrifaði: „Kim Jong-un, heimski kúkurinn þinn. Það er þér að Lesa meira
10 ár við völd í lokaðasta ríki heims – Undarlegur og grimmur
EyjanÞann 17. desember voru 10 ár liðin síðan Kim Jong-un tók við völdum í Norður-Kóreu. Í upphafi vissi umheimurinn ekki mikið um hann og á þessum 10 árum höfum við ekki orðið mikils vísari en höfum þó komist að því að hann er undarlegur og grimmur og hikar ekki við að láta taka fólk af lífi Lesa meira
Ekki dregur úr hryllingnum í Norður-Kóreu – Teknir af lífi fyrir að hlusta á popptónlist
Pressan„Illkynja krabbamein“ sem berjast verður við með hörðustu refsingunni. Svona líta leiðtogar Norður-Kóreu á vestræna fjölmiðla og menningu og þá ekki síst popptónlist frá nágrönnunum í Suður-Kóreu. Undanfarið ár hefur Kim Jong-un, einræðisherra, látið taka að minnsta kosti sjö landa sína af lífi fyrir að hafa horft á tónlistarmyndbönd eða deilt þeim. Þetta kemur fram í Lesa meira
Næturklúbbur, veitingastaðir og tennisvöllur – Fyrsta lúxushótel heimsins er fundið í Norður-Kóreu
PressanÞetta var fyrsta hótelið þessarar tegundar. Það var boðið upp á næturklúbb, tvo veitingastaði, bókasafn og tennisvelli fyrir gestina. Þetta var fljótandi fimm stjörnu lúxushótel Í upphafi var það staðsett í sannkallaðri paradís fyrir kafara en fljótlega hvarf þetta fljótandi lúxushótel af sjónarsviðinu en nýlega skaut því aftur upp á yfirborðið. En nú er lítill glæsibragur yfir Lesa meira
Hvað kom fyrir Kim Jong-un?
PressanHvað kom fyrir Kim Jong-un einræðisherra í Norður-Kóreu? Það er spurningin sem margir velta fyrir sér þessa dagana. Ástæðan er að einræðisherrann hefur grennst mjög mikið. Það er því orðið mun minna af honum en áður var. Hann glímdi við ofþyngd áður en nú hefur orðið mikil breyting þar á. Vestrænar leyniþjónustustofnanir taka alltaf við sér Lesa meira
Skelfileg tíðindi fyrir Norður-Kóreumenn – Efast um að þeir lifi veturinn af
PressanKim Jong-un, einræðisherra í Norður-Kóreu, flutti þjóð sinni nýlega þær skelfilegu fréttir að næstu fjögur árin verði þeir að búa sig undir að mun minni matur verði á borðum þeirra en fram að þessu og hafa þeir nú búið við þröng kjör síðustu árin og áratugina. Radio Free Asia skýrir frá þessu. Ástæðan fyrir þessum matvælaskorti er að Norður-Kórea Lesa meira
Norður-Kórea rambar á barmi hungursneyðar
PressanStaðan er grafalvarleg í Norður-Kóreu og rambar landið á barmi hungursneyðar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum. Norður-Kórea hefur lengi verið í vandræðum með að brauðfæða alla landsmenn og hefur heimsfaraldur kórónuveirunnar aukið þennan vanda mikið. Í skýrslunni kemur fram að það séu þeir landsmenn, sem eru nú þegar í verstu stöðunni Lesa meira
Háttsettur landflótta Norður-Kóreumaður segir að hryðjuverk séu „pólitískt verkfæri“
PressanFyrrum ofursti í Norður-Kóreu segir að vopnaviðskipti og fíkniefnaframleiðsla séu aðferðir sem einræðisstjórnin í landinu noti til að útvega leiðtoga landsins fé. Þá séu hryðjuverk „pólitískt verkfæri“. Þetta kemur fram í viðtali BBC við manninn sem er nefndur Kim Kuk-song en það er væntanlega ekki hans rétta nafn. Hann flúði til Suður-Kóreu fyrir sjö árum en þrátt fyrir að Lesa meira