Athyglisverð uppgötvun – Varpar efasemdum á hugmyndir um hvenær fyrsta fólkið kom til Ameríku
PressanÍ gömlum hafsbotni í White Sands þjóðgarðinum í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum hafa vísindamenn gert athyglisverða uppgötvun. Þeir fundu fjölda steingervinga, fótspor fólks, sem eru hugsanlega elstu ummerkin um menn í suðurhluta Norður-Ameríku. Yngstu fótsporin eru talin vera 21.000 ára gömul en þau elstu 23.000 ára. Það þýðir að þetta eru elstu fótspor eftir fólk sem fundist Lesa meira
Ríkisstjóri Oregon segir óásættanlegt hversu margir létust í nýafstaðinni hitabylgju
PressanKate Brown, ríkisstjóri í Oregon í Bandaríkjunum, segir óásættanlegt hversu margir létust í hitabylgjunni sem herjaði á norðvesturríki Bandaríkjanna í síðustu viku. Að minnsta kosti 95 létust í Oregon en í norðvesturríkjunum og suðvesturríkjum Kanada er talið að mörg hundruð manns hafi látist af völdum hita. Hitinn fór hæst í 47 gráður í Portland og 42 í Seattle. Heldur hefur dregið Lesa meira
Skógareldar í Kanada og Bandaríkjunum í kjölfar hitabylgjunnar
PressanNú virðist sem aðeins sé farið að draga úr þeim mikla hita sem hefur legið yfir norðvesturríkjum Bandaríkjanna og suðvesturhluta Kanada að undanförnu með tilheyrandi hitametum. Yfirvöld hvetja íbúa þó til að halda árvekni sinni vegna hættu á skógareldum og segja að hitinn geti jafnvel hækkað á nýjan leik. Víða í Washingtonríki og Oregon fór hitinn yfir 47 gráður Lesa meira
Íbúar í norðvesturríkjum Bandaríkjanna svitna og svitna
PressanÍ dag er spáð 41,6 stiga hita í Seattle í Washingtonríki í Bandaríkjunum. Ef það gengur eftir verður um hitamet að ræða í borginni en þar búa 725.000 manns. Bandaríska veðurstofan sendi á laugardaginn frá sér aðvörun um óvenjulega mikinn hita í Pacific Northwest en það er svæði sem nær yfir norðvesturhluta Bandaríkjanna og suðvesturhluta Kanada. Það eru Oregon og Washington í Bandaríkjunum sem eru á Lesa meira
Hrollvekjandi uppgötvun í búi drápsgeitunga
PressanNýlega eyddu sérfræðingar í Washingtonríki búi svokallaðra drápsgeitunga. Þetta var fyrsta bú þessarar tegundar sem fundist hefur í Bandaríkjunum. Við rannsókn á búinu kom í ljós að í því voru um 500 lifandi flugur á mismunandi þroskastigum. Það sem vakti einna mesta athygli var að í búinu voru um 200 drottningar sem hefðu getað stofnað eigin bú Lesa meira
Nýjar og athyglisverðar upplýsingar í bók sem var í eigu Hitlers
PressanBók, sem var eitt sinn í eigu Adolfs Hitlers, er nú komin í vörslu kanadíska þjóðskjalasafnsins en hún var áður í eigu eftirlifanda Helfararinnar. Í bókinni, sem heitir Statistik, Presse und Organisationen des Judentums in den Vereinigten Staaten und Kanada, koma fram áður óþekktar upplýsingar um áhuga nasista á Norður-Ameríku. Bókin var tekin saman af Lesa meira