Segir fjármálaeftirlit Seðlabankans bregðast eftirlitsskyldu – Neytendasamtökin undirbúa úttekt á tryggingamálum
EyjanRunólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðareigenda, segir að iðgjöld bifreiðatrygginga séu óeðlilega há hér á landi og sé fákeppni um að kenna. Hann segir að fjármálaeftirlit Seðlabankans hafi brugðist eftirlitsskyldu sinni með starfsemi og verðskrá tryggingafélaganna. Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Blaðið skýrði frá því í síðustu viku að ábyrgðar- og kaskótrygging sé um fimm sinnum dýrari Lesa meira
„Þetta er gamaldags leið til að stýra neyslu“ segir Breki
EyjanÁ undanförnum vikum hefur verið mikill skortur á blómkáli og spergilkáli í verslunum. Ástæðan er að háir innflutningstollar eru lagðir á þessar vörur. Innlendir dreifingaraðilar hafa fengið undir 10% af pöntunum sínum á blómkáli og spergilkáli á síðustu vikum og sellerí hefur verið ófáanlegt. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir kerfið galið. Morgunblaðið skýrir frá þessu Lesa meira
Smálánafyrirtækin enn að brjóta lög með ólöglegum vöxtum – Kallað eftir aðgerðum stjórnvalda
EyjanNeytendasamtökin kalla eftir aðgerðum í yfirlýsingu á vefsíðu sinni, þar sem smálánafyrirtækið Kredia er sagt bjóða upp á ólöglega vexti, sem og önnur smálánafyrirtæki. Ný lög um neytendalán tóku gildi um áramót sem fólu meðal annars í sér að hámark árlegrar hlutfallstölu kostnaðar (ÁHK) var lækkað úr 50% í 35%, auk stýrivaxta Seðlabanka Íslands: „Í Lesa meira
Telur sendingagjald Íslandspóst geta verið ólöglegt –„Ígildi tolla – Pósturinn rukkar allt tvisvar“
EyjanBreki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að gjald sem Íslandspóstur rukkar fyrir póstsendingar að utan geti verið ólöglegt, en það sé til skoðunar. Einnig er fjallað um málið í Neytendablaðinu undir heitinu Pósturinn rukkar alltaf tvisvar, þar sem greint er frá því að margar kvartanir hafi borist Neytendasamtökunum vegna hærra Lesa meira
Neytendasamtökin telja frumvarp Þórdísar gagnslaust – Smálánastarfsemi lýst sem villta vestrinu -„Í rauninni alveg galið“
EyjanÞórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, lagði í gær fram á Alþingi frumvarp til laga sem beint er gegn ólöglegum smálánum. Meðal markmiða frumvarpsins er að koma í veg fyrir að lántökukostnaður vegna smálána fari fram úr því sem leyfilegt er samkvæmt íslenskum lögum. Lögin munu veita stjórnvöldum heimild til að fá upplýsingar Lesa meira
Segja Gísla ljúga og innheimta ólögleg smálán þvert á gefin loforð – Krefjast rannsóknar á háttsemi hans
EyjanNeytendasamtökin hafa sent frá sér tilkynningu þar sem greint er frá því að enn berist þeim kvartanir vegna innheimtu á ólöglegum smálánum, þrátt fyrir loforð Almennrar innheimtu ehf. um hið gagnstæða. Er eigandi fyrirtækisins, lögmaðurinn Gísli Kr. Björnsson harðlega gagnrýndur: „Neytendasamtökin telja fullreynt að höfða til samvisku Gísla Kr. Björnssonar lögmanns og eiganda Almennrar innheimtu Lesa meira
Icelandair hækkaði fargjaldið í miðri bókun um 42 þúsund krónur – „Er græðgin gengin af göflunum?“
EyjanNeytendurSamkvæmt færslu Viktors Bjarnasonar á Facebook frá því í síðustu viku, virðist Icelandair nú hækka flugfargjöld sín í miðjum bókunum fólks. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna segir við Eyjuna að það sé „svakalegt“ ef rétt reynist, en hann hafði ekki heyrt af slíkum viðskiptaháttum áður hjá félaginu, þrátt fyrir að fjölmargar ábendingar og kvartanir hefðu borist Lesa meira
Kerfisfræðingur segir Neytendasamtökin með allt niður um sig varðandi smálánin: „Þarf ekki að endurreikna neitt“
EyjanGuðmundur Ásgeirsson, kerfisfræðingur, skrifar um viðbrögð Neytendasamtakanna við fregnum þess efnis að smálánafyrirtæki hyggist lækka vexti sína og starfa innan ramma laganna. Segir hann ekki allt sem sýnist í þeim efnum og segir hann fagnaðarlætin ótímabær, þar sem ekki liggi fyrir hvort fyrirtækin hyggist aðeins fara eftir íslenskum lögum, eða þeim dönsku, sem þau hafa Lesa meira
Neytendasamtökin krefjast inngrips stjórnvalda og tafarlauss endurútreiknings smálána
EyjanNeytendasamtökin fagna því að smálánafyrirtækin undir Kredia Group viðurkenni að vextir smálána hafi í áraraðir verið ólöglega háir og hafi ákveðið að lækka þá. Í tilkynningu frá samtökunum segir að stjórnvöld verði nú að tryggja endurútreikning á öllum lánum af hálfu hlutlauss aðila eins og umboðsmanns skuldara: „Þetta þarf að gerast sem allra fyrst. Stjórnvöld Lesa meira
Neytendasamtökin fagna sigri gegn smálánafyrirtækjum – Sjáðu hvernig þú getur mögulega endurheimt peningana þína
EyjanNeytendasamtökin skoruðu fyrir helgi á Almenna innheimtu ehf. um að stöðva tafarlaust innheimtu á smálánaskuldum sem byggja á ólögmætum lánum, líkt og Eyjan greindi frá. Í yfirlýsingu í dag segjast Neytendasamtökin fagna því að smálánafyrirtæki hafi viðurkennt sök sína um ólöglega starfsemi, með lækkun vaxta niður fyrir löglegt hámark: „Smálánafyrirtækin sem hingað til hafa veitt Lesa meira