Unglingur brenndur lifandi – Síðustu orð hans komu upp um morðingjann
PressanÍ síðustu viku var Winston Ortiz, 18 ára, stunginn í bringuna og síðan var kveikt í honum. Þetta gerðist í Bronx í New York. En rétt áður en hann tók síðasta andardráttinn náði hann að segja lögreglumönnum hver var að verki. Það var Adones Betances, 22 ára, en þeir þekktust. Betances er bróðir 14 ára stúlku sem var unnusta Oritz. New York Post skýrir frá þessu. Blaðið segir að Betances hafi verið Lesa meira
Setja upp vegatálma í New York vegna kórónuveirunnar
PressanYfirvöld í New York hafa ákveðið að koma upp vegatálmum við brýr og göng til að finna hugsanlega smitbera frá „hættulegum“ ríkjum. Einnig eiga þeir sem virða ekki fyrirmæli um að vera í sóttkví sekt yfir höfði sér en hún getur numið sem nemur allt að 1,5 milljónum íslenskra króna. Með þessu vill borgarstjórinn, Bill de Blasio, senda skýr skilaboð um að aðgerðir Lesa meira
Dauðsföll af völdum COVID-19 hafa ekki verið færri í New York í sex vikur
PressanÍ gær voru 207 andlát af völdum COVID-19 skráð í New York ríki og hafa ekki verið færri á einum degi síðan 27. mars. Andrew Cuomo, ríkisstjóri, skýrði frá þessu á fréttamannafundi í gær. Bloomberg News skýrir frá þessu. Fram kemur að Cuomo muni í dag skýra nánar frá hvernig og hvenær verður byrjað að Lesa meira
Fundu tugi látinna í flutningabílum í New York
PressanEftir að nágrannar höfðu kvartað undan miklum óþef frá útfararstofu í Brooklyn í New York fóru lögreglumenn á staðinn. Þeir fundu tugi líka sem voru geymd í tveimur flutningabílum við útfararstofuna. Voru líkin farin að rotna og því ekki að furða að nágrannar hafi kvartað undan óþef. New York Times skýrir frá þessu. Í umfjöllun Lesa meira
Tæplega 5.000 dauðsföll af völdum COVID-19 skráð í Bandaríkjunum á síðasta sólarhring
PressanFrá klukkan 3 aðfaranótt miðvikudags (að íslenskum tíma) til klukkan 3 í nótt voru 4.852 dauðsföll af völdum COVID-19 veirunnar skráð í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í tölum frá Johns Hopkins háskólanum. Sólarhringinn á undan létust 2.384 og nemur aukningin á milli sólarhringa 103,5 prósentum. Það skekkir töluna þó að í gær ákváðu yfirvöld í Lesa meira
New York slær sorglegt met
PressanYfirvöld í New York borg tilkynntu í nótt að 3.700 dauðsföll, til viðbótar þeim sem áður hafði verið tilkynnt um, megi væntanlega rekja til COVID-19. Þetta þýðir að tæplega 10.400 hafa látist af völdum COVID-19 í borginni. Endurskoðaðar dánartölur koma eftir að yfirvöld ákváðu að taka þá með sem talið er að hafa látist af Lesa meira
Tæplega 2.000 létust af völdum COVID-19 í Bandaríkjunum á síðasta sólarhring
PressanSamkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum í Bandaríkjunum, frá því klukkan 3 í nótt að íslenskum tíma, höfðu 12.895 manns látist af völdum COVID-19 þar í landi. Þar af létust 1.972 síðustu 24 klukkustundirnar. Sólarhringinn á undan létust 1.280 manns. Aukningin á milli sólarhringa nemur því 54 prósentum. CNN segir að mörg þessara dauðsfalla hafa Lesa meira
Íhuga að jarðsetja fólk í almenningsgarði í New York
PressanLíkhúsin í New York eru yfirfull vegna COVID-19 faraldursins. Lík eru því geymd í kæligámum en þeir verða brátt einnig fullir. Af þessum sökum íhuga yfirvöld nú að jarðsetja fórnarlömb faraldursins í almenningsgarði í borginni. Það verður þó aðeins til bráðabirgða að sögn Mark Levine formanns heilbrigðismálanefndar borgarinnar. Hann tjáði sig um málið á Twitter Lesa meira
Sjúkraskip átti að létta undir með sjúkrahúsum í New York – Aðeins 20 lagðir inn
PressanÁ mánudaginn lagðist U.S.N.S. Comfort, sjúkraskip frá bandaríska flotanum, að bryggju í New York til að létta álaginu á sjúkrahúsin í borginni en þar er ástandið skelfilegt vegna COVID-19 faraldursins. Á fimmtudaginn höfðu aðeins 20 sjúklingar verið fluttir um borð í skipið. Ástæðurnar eru öryggismál og skrifræði. New York Times skýrir frá þessu. „Ef ég Lesa meira
Rúmlega 5.000 hafa látist í Bandaríkjunum af völdum COVID-19 – 884 létust á síðasta sólarhring
PressanSíðasta sólarhring létust 884 af völdum COVID-19 í Bandaríkjunum. Þetta er mesti fjöldi dauðsfalla á einum sólarhring af völdum veirunnar í Bandaríkjunum. Heildarfjöldi látinna af völdum veirunnar er því kominn yfir 5.000 í landinu. Þetta kemur fram í nýjasta uppgjöri Johns Hopkins háskólans. Í heildina hafa rúmlega 213.000 Bandaríkjamenn greinst með smit. 8.000 hafa náð Lesa meira