„Loftslagsvandinn er hér“ sagði Joe Biden eftir að 50 létust í flóðum
PressanÍ kjölfar mikilla flóða í New York og New Jersey hefur neyðarástandi verið lýst yfir. Að minnsta kosti 50 manns hafa látist af völdum Ida sem er nú stormur en var fellibylur í næst hæsta styrkleikaflokki fyrir nokkrum dögum. Joe Biden sagði að dauðsföllin og eyðileggingin af völdum Ida væru áminning um að „loftslagsvandinn sé hér“ og að „við verðum að undirbúa okkur Lesa meira
Allir grunnskólakennarar í New York verða að láta bólusetja sig
PressanStarfsfólk í grunnskólum í New York borg verður nú að láta bólusetja sig ef það vill geta mætt til vinnu á næsta skólaári. Fram að þessu hefur það getað komist hjá bólusetningu með því að framvísa neikvæðri niðurstöðu úr sýnatöku. Um 148.000 manns er að ræða. Bill de Blasio, borgarstjóri, tilkynnti þetta í gær. Þarf fólkið að vera búið að fá Lesa meira
Nýr borgarstjóri New York segist ætla að breyta eitruðu starfsumhverfi
PressanÁ þriðjudaginn tilkynnti Andrew Cuomo um afsögn sína sem ríkisstjóri í New York í kjölfar ásakana um kynferðislega áreitni. Kathy Hochul tekur við embættinu. Á miðvikudaginn sagðist hún „algjörlega vera tilbúin“ til að stýra ríkinu og sagðist ætla að losa sig við alla starfsmenn stjórnar Cuomo sem sýni af sér „ósiðlegt“ athæfi. Hún hefur verið vararíkisstjóri frá 2015 og lofaði að leggja sitt af mörkum við Lesa meira
Aðeins bólusett fólk fær aðgang að veitingastöðum í New York
PressanFrá og með 13. september næstkomandi verður fólk að sýna gögn, sem sanna að það hafi fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni gegn COVID-19, ef það vill fá aðgang að veitingastöðum, líkamsræktarstöðvum og álíka stöðum í New York borg. Þetta á við bæði um starfsfólk og gesti. „Það er kominn tími til að fólk líti á bólusetningu Lesa meira
Ætla að greiða íbúum í New York fyrir að láta bólusetja sig
PressanEf íbúar í New York borg láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni verða þeir verðlaunaðir fyrir það. Frá og með deginum í dag geta þeir valið um að fá 100 dollara í reiðufé, aðgang að Frelsisstyttunni eða ársmiða í leikhús. Þetta er liður í því að reyna að fá fleiri til að láta bólusetja sig svo hægt sé að Lesa meira
Óhugnanleg skilaboð voru skrifuð á bringu hins myrta
PressanÁ mánudag í síðustu viku fann lögreglan í New York lík hins áttræða Robert Raynor á Staten Island. Hann hafði verið sleginn í höfuðið og líkamann og lést af völdum áverka sinna. New York Post skýrir frá þessu. Fram kemur að Raynor hafi verið ber að ofan og því hafi óhugnanlegur texti, sem hafði verið skrifaður á bringu hans, ekki farið fram hjá neinum en þar stóð: „Ég Lesa meira
Fyrrum lögreglumaður getur orðið borgarstjóri í New York
PressanEric Adams verður borgarstjóraefni Demókrata í borgarstjórnarkosningum í New York í nóvember. Þetta var tilkynnt á þriðjudaginn þegar niðurstöður úr forvali flokksins lágu fyrir, tveimur vikum eftir að kosið var. Adams, sem er fyrrverandi lögreglumaður, hlaut 50,5% atkvæða en mótframbjóðandi hans Kathryn Garcia 49,5%. Adams er talinn eiga góða möguleika á að sigra Curtis Sliwa, frambjóðanda Repúblikana. Ef Adams, sem er sextugur, sigrar Lesa meira
Grípa til aðgerða til að hemja aukna notkun skotvopna í New York
PressanAndrew Cuomo, ríkisstjóri í New York, tók í bremsuna í gær og greip til margvíslegra neyðarráðstafana til að berjast gegn aukinni notkun skotvopna í ríkinu. Meðal annars verður nú auðveldara fyrir fórnarlömb skotárása að sækja vopnaframleiðendur til saka. Með þessu getur New York sniðgengið alríkislöggjöf á þessu sviði sem verndar vopnaframleiðendur að mestu fyrir lögsóknum. Lesa meira
Ný störf verða til við lögleiðingu kannabis í New York
PressanNew York hefur slegist í hóp 14 annarra ríkja Bandaríkjanna og gert neyslu og ræktun kannabis refsilausa. Báðar deildir þings ríkisins samþykktu þetta nýlega en Demókratar eru með mikinn meirihluta í báðum deildum. Andrew Cuomo, ríkisstjóri, segir að New York eigi sér langa sögu sem höfuðborg Bandaríkjanna hvað varðar framþróun og þessi nýja löggjöf sé Lesa meira
Fleiri milljónamæringar í Lundúnum en New York
PressanEinn af hverjum tíu Lundúnabúum á eigur upp á meira en 720.000 pund, sem svarar til einnar milljónar dollara. Þegar auður er mældur í dollurum þá eru nú fleiri dollaramilljónamæringar í Lundúnum en í New York. The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að samkvæmt nýrri skýrslu þá hafi ríkasta fólk heims auðgast enn frekar i heimsfaraldri kórónuveirunnar. Einnig kemur fram Lesa meira