Flugfélag viðurkenndi bótaskyldu en tveir farþegar enduðu í mínus
Fréttir04.03.2024
Í lok febrúar var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Reykjaness í máli karls og konu, sem bæði eru íslensk, gegn ítalska flugfélaginu Neos. Maðurinn og konan kröfðust bóta vegna átta klukkustunda tafar á flugi félagsins frá Ítalíu til Íslands. Kröfðust þau þess að þeim yrði greitt hvoru um sig 56.452 krónur í bætur auk dráttarvaxta. Lesa meira