fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025

NASA

NASA segir þetta vera með því mesta sem sést hefur

NASA segir þetta vera með því mesta sem sést hefur

Pressan
04.12.2022

Upphaflega var ætlunin að EMIT-verkefni bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA myndi „bara“ kortleggja tilvist ákveðinna steinefna í ryki hér á jörðinni. EMIT-tækin eru í Alþjóðlegu geimstöðinni mæla eitt og annað á yfirborði jarðarinnar úr góðri fjarlægð. Í ljós hefur komið að þau nýtast til fleiri hluta en að mæla magn steinefna  því þau geta fundið og sýnt metanlosun. Þetta kemur Lesa meira

Yfirmaður hjá NASA segir stutt í að fólk muni búa á tunglinu

Yfirmaður hjá NASA segir stutt í að fólk muni búa á tunglinu

Pressan
27.11.2022

Það gæti farið svo að fólk hafi tekið sér bólfestu á tunglinu fyrir lok þessa áratugar. Þetta segir Howar Hu, yfirmaður Orion verkefnis NASA. Orion er geimfarið sem var nýlega skotið á loft með Artemis-eldflaug. Var förinni heitið til tunglsins en þó var ekki lent þar að þessu sinni. Um borð í Orion eru brúður, í líki fólks, til Lesa meira

NASA tókst að breyta braut loftsteins

NASA tókst að breyta braut loftsteins

Pressan
12.10.2022

Fyrir tveimur vikum skall bandarískt geimfar á loftsteininum Dimorphos í 11 milljóna kílómetra fjarlægð frá jörðinni. Hraði geimfarsins við áreksturinn var 22.520 km/klst. Loftsteinninn er 120 til 180 metrar að þvermáli. Geimfarið skall næstum því á miðju hans. Þetta var í fyrsta sinn sem tilraun af þessu var gerð en tilgangurinn var að kanna hvort hægt væri Lesa meira

Dart klessti á loftstein í gærkvöldi – Var á 22.530 km hraða

Dart klessti á loftstein í gærkvöldi – Var á 22.530 km hraða

Pressan
27.09.2022

Mikill fögnuður greip um sig í stjórnstöð bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA klukkan 23.16 að íslenskum tíma í gærkvöldi. Þá klessti geimfarið Dart á loftsteininn Didymos. Fylgst var með þessu í beinni útsendingu. Þetta var hápunkturinn á margra ára verkefni og tíu mánaðar ferðar Dart um geiminn. Hraði Dart var 22.530 km/klst þegar geimfarið klessti á Didymos. Verkefnið snerist um að prófa hvort við getum varist Lesa meira

NASA segir unnið af fullum krafti við undirbúning á rannsóknum á fljúgandi furðuhlutum

NASA segir unnið af fullum krafti við undirbúning á rannsóknum á fljúgandi furðuhlutum

Pressan
03.09.2022

Í júní tilkynnti Bandaríska geimferðastofnunin NASA að hún ætlaði að hefja vísindalegar rannsóknir á fljúgandi furðuhlutum. Stofnunin hélt fréttamannafund nýlega þar sem Daniel Evans, hjá vísindaverkefnadeild stofnunarinnar, sagði að unnið sé af „fullum krafti“ við undirbúning rannsóknanna. Space.com skýrir frá þessu. Evans sagði að NASA leggi mikla áherslu á þetta og þetta sé í miklum forgangi. Markmiðið er skýrt Lesa meira

NASA reynir aftur að skjóta Artemis 1 á loft

NASA reynir aftur að skjóta Artemis 1 á loft

Pressan
31.08.2022

Bandaríska geimferðastofnunin NASA neyddist til að hætta við að skjóta Artemis 1 á loft á mánudaginn en geimfarið átti að fara til tunglsins. Nú hefur verið ákveðið að gera aðra tilraun á laugardaginn. Ástæðan fyrir frestuninni á mánudaginn var að lekavandamál kom upp við einn mótor geimflaugarinnar þegar verið var að dæla vetni á hann og einnig Lesa meira

Bein útsending frá geimskoti Artemis 1 – Fyrsta skrefið í að senda fólk aftur til tunglsins og síðan til Mars

Bein útsending frá geimskoti Artemis 1 – Fyrsta skrefið í að senda fólk aftur til tunglsins og síðan til Mars

Fréttir
29.08.2022

Klukkan 12.33, að íslenskum tíma, í dag verður Artemis 1 eldflaug Bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA skotið á loft frá Kennedy Space Center í Flórída. Þetta markar upphafið að mönnuðum ferðum til tunglsins og síðan til Mars. Um 50 ár eru síðan bandarískir geimfarar voru síðast á tunglinu en ætlunin er að senda geimfara þangað innan fárra ára. Ferð Artemis 1 nú er undirbúningur undir Lesa meira

NASA fær aðstoð presta við að undirbúa samskipti við geimverur

NASA fær aðstoð presta við að undirbúa samskipti við geimverur

Pressan
09.01.2022

Bandaríska geimferðastofnunin NASA hefur sótt ráð og sérfræðiþekkingu til 24 presta og guðfræðinga til að undirbúa sig undir hugsanleg samskipti við vitsmunaverur frá öðrum plánetum. Með þessu er reynt að sjá fyrir hvernig fólk af ýmsum trúarbrögðum og menningarheimum víða um jörðina myndi bregðast við ef til þess kemur að við komumst í samband við Lesa meira

„Stærsta auga heims“ verður skotið út í geim á aðfangadag

„Stærsta auga heims“ verður skotið út í geim á aðfangadag

Pressan
20.12.2021

Klukkan 12.20 á aðfangadag, að íslenskum tíma, er fyrirhugað að skjóta James Webb geimsjónaukanum á loft. Þetta er stærsti geimsjónaukinn sem nokkru sinni hefur verið sendur á loft frá jörðinni. Með honum er ætlunin að skyggnast langt aftur í tímann, eins nálægt Miklahvelli og hægt er. Sjónaukinn verður sendur á braut í um 1,5 milljóna kílómetra fjarlægð Lesa meira

NASA sendir geimfar á loft sem á að klessa á loftstein

NASA sendir geimfar á loft sem á að klessa á loftstein

Pressan
28.11.2021

Á miðvikudaginn sendi bandaríska geimferðastofnunin NASA geimfar út i geim sem hefur það eina hlutverk að klessa á loftstein.  Verkefnið heitir DART (Double Asteroid Redirection Test) en markmiðið með því er að klessa á loftstein og breyta þannig stefnu hans. Fyrir um 66 milljónum ára lenti stór loftsteinn í árekstri við jörðina. Hann var á milli 10 og 15 km í þvermál og Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af