Efniviður Reynis er Borgarfjörður, landslagið og fólkið
FókusMyndlistasýningin Fólkið, fjöllin og vatnið verður opnuð föstudagskvöldið 21. mars klukkan 20 í Skemmunni Hvanneyri. Listamaðurinn Reynir Hauksson sýnir þar málverk sem unnin hafa verið síðustu misseri þar sem efniviðurinn er umhverfi og mannlíf Borgarfjarðar, landslagsmyndir í bland við portrett myndir. Reynir Hauksson hefur getið sér gott orð í gegnum tíðina sem einn helsti túlkandi Lesa meira
Veittust að listakonu vegna veggmyndar – „Hamas drepur fólk! Reyndu að skilja það bjáninn þinn!“
FréttirMyndband sem sýnir harkaleg samskipti listakonu og tveggja vegfarenda við Skólavörðustíg í Reykjavík vegna vegglistaverks til stuðnings Palestínu hefur farið eins og eldur í sinu um netið. Listakonan tók upp samskiptin þegar fólkið vatt sér upp að henni. „Veistu hvað gerðist þarna fyrir 7. október?“ spyr listakonan í upphafi myndbandsins og á þá við innrás Lesa meira
Helgi kemur styttu séra Friðriks til varnar – „Hvað með Hannes Hafstein ráðherra og Jón Sigurðsson forseta?“
EyjanHelgi Áss Grétarsson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, kemur styttunni af séra Friðriki Friðrikssyni til varnar í grein sem birtist hjá Vísi í dag. Segir hann fyrirliggjandi sönnunargögn um misgjörðir guðsmannsins rýr. Borgarráð samþykkti samhljóða í vikunni að leita umsagna KFUM, KFUK og Listasafns Reykjavíkur um hvort fjarlægja ætti styttuna „Séra Friðrik og drengurinn“ sem stendur við Lækjargötu. Lesa meira
Íslandsvinirnir og dauðarokkararnir Cannibal Corpse gefa út litabók
FókusÍslandsvinirnir í dauðarokkssveitinni Cannibal Corpse eru að gefa út litabók. Bókin verður gefin út í byrjun desember og því tilvalin jólagjöf fyrir flösuþeytara. Cannibal Corpse eru bandarísk hljómsveit, stofnuð árið 1988. Sveitin er almennt talin ein stærsta, ef ekki stærsta, dauðarokkssveit sögunnar. Íslendingar þekkja sveitina vel enda kom hún hingað árið 2007 og hélt tvenna tónleika á NASA við Austurvöll við góðan orðstír. Sveitin Lesa meira
Séra Friðrik hélt mjög upp á nakta drenginn Drumb – „Hann er mjög óþekkur og fæst ekki til að fara í nokkra spjör“
FréttirSéra Friðrik Friðriksson, prestur og stofnandi KFUM og K, hélt mikið upp á tréstyttu af nöktum dreng. Sú stytta var kölluð Drumbur. Við gerð útilistaverksins „Séra Friðrik og drengurinn“ sat Friðrik fyrir með styttuna af Drumbi. Guðmundur Magnússon, höfundur nýrrar ævisögu um séra Friðrik, birtir á síðu sinni Skrifhús sögu af gerð útilistaverksins sem stendur Lesa meira
Séra Friðrik og drengurinn – „Meinlítil þjóð með engar styttur af ógeðskörlum“
FréttirUmræða hefur skapast um hvort að styttan „Séra Friðrik og drengurinn“ sé orðin óviðeigandi eftir að greint var frá káfi séra Friðriks Friðrikssonar á ungum dreng í gær. Að sögn listamanna hafa nýjar tengingar myndast en engin fordæmi eru fyrir því að styttur séu teknar niður eins og erlendis. „Við Íslendingar erum svo friðsöm og Lesa meira
Ungir NATO-sinnar sakaðir um að brjóta lög og sæmdarrétt – „Pínku fasistaleg framsetning á myndmáli“
FréttirSkjöldur, félag ungs fólks um öryggis- og varnarmál, hefur ákveðið að fjarlægja merki þar sem skjaldarmerki Íslands var blandað saman við merki Atlantshafsbandalagsins. Bent var á að aðeins íslensk stjórnvöld mega nota skjaldarmerkið og að merkið kunni að hafa brotið sæmdarrétt Tryggva Magnússonar. „Þetta er pínku fasistaleg framsetning á myndmáli,“ segir Stefán Pálsson, sagnfræðingur og stjórnarmaður í Lesa meira
Hasarkallar BootFoot Toys slá í gegn og „skúta upp á bak“ – „Gaman að nota húmor til að koma skilaboðum á framfæri“
FókusÍ Myrkraverk galleríi, sem er lítið rými við regnbogagötuna á Skólavörðustíg, kennir margra grasa. Meðal þeirra listamanna sem þar sýna og selja list sína er BootFoot Toys sem er með muni, meðal annars fígúrur, eða hasarkallar, sem bera nafn listamannsins. Nýjasta lína hans eru eggjakallarnir, sem undanfarnar vikur hafa verið að „skúta upp á bak“ í auglýsingaherferð Samgöngustofu Lesa meira
Jónsmessugleði Grósku haldin í Garðabæ
FréttirÍ ellefta skiptið verður Jónsmessugleði myndlistarfélagsins Grósku haldin í Garðabæ, fimmtudaginn 20. júní, í samstarfi við Garðabæ. Viðburðurinn er orðinn fasti í menningarlífi bæjarins og má segja að bæjarbúar bíði í ofvæni. Listamenn úr félaginu munu sýna verk sín en auk þess verða gestalistamenn frá Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi og Blönduósi á sýningunni. Að þessu sinni Lesa meira
Innlit í líf listmálara
Örlygur Sigurðsson listmálari var alinn upp á Akureyri. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1940 og fór þá til Bandaríkjanna til að stunda myndlistarnám. Lærði hann við Minneapolis School of Art, Choinard School of Art í Los Angeles og Arts Student League í New York. Á eftirstríðsárunum dvaldi hann í Parísarborg. Haustið 1976 Lesa meira