Þaulskipulögð aðgerð Mossad: Skúffufyrirtæki sett á fót og símboðarnir smíðaðir frá grunni
PressanÍsraelsmenn eru sagðir hafa smíðað símboðana frá grunni sem sprengdu fjölmarga meðlimi Hisbollah-samtakanna í fyrradag. Því hefur verið haldið fram að átt hafi verið við símboðana og sprengiefni komið fyrir í þeim en þetta mun ekki vera rétt ef marka má umfjöllun New York Times. Mossad, ísraelska leyniþjónustan, er sögð hafa sett á fót skúffufyrirtæki sem virðast hafa haft Lesa meira
Segja að löng og nákvæm undirbúningsvinna hafi legið að baki morðinu á aðalkjarnorkusérfræðingi Írana
PressanÍ gegnum tíðina hefur ísraelska leyniþjónustan Mossad staðið á bak við fjölmörg og umdeild verkefni, þar á meðal morð á andstæðingum Ísraels. Mossad tjáir sig ekki um slíkar aðgerðir en þvertekur heldur ekki fyrir að hafa komið að ýmsum verkefnum, þar á meðal morðum. Á áttunda og níunda áratugnum elti Mossad uppi þá meðlimi Svarta september, sem voru hryðjuverkasamtök Palestínumanna, sem Lesa meira
Íranar hóta hefndum en fara sér hægt – Flókið og erfitt mál fyrir klerkastjórnina
PressanÍ gær var Mohsen Fakhrizadeh, sérfræðingur í kjarnorkumálum og yfirmaður kjarnorkuáætlunar Írans, borinn til grafar í Íran. Hann var drepinn í árás síðdegis á föstudaginn. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á hendur sér á morðinu en Írana grunar að ísraelska leyniþjónustan Mossad hafi staðið á bak við morðið og hafi notið stuðnings Bandaríkjanna. Íranska klerkastjórnin hefur hótað hefndum en Lesa meira
Leynileg úrvalssveit talin hafa staðið á bak við dráp á hryðjuverkaleiðtoga
PressanSérstök úrvalssveit ísraelsku leyniþjónustunnar Mossad er grunuð um að hafa staðið á bak við drápið á Abu Mohammed al-Masri, næstæðsta manni al-Kaída hryðjuverkasamtakanna, í Teheran í Íran þann 7. ágúst síðastliðinn. Talið er að liðsmenn sveitarinnar hafi farið til Teheran gagngert til að ráða al-Masri af dögum. Þetta hefur ekki verið áhættulaus ferð því Íran og Ísrael elda grátt silfur og eru erkifjendur. Það hlýtur að Lesa meira
Náðu fram hefndum nákvæmlega 22 árum síðar
PressanUm helgina skýrði New York Times frá því að þann 7. ágúst síðastliðinn hafi útsendarar ísraelsku leyniþjónustunnar Mossad myrt Abu Muhammad al-Masri, einnig þekktur undir nafninu Abdullah Ahmed Abdullah, á götu úti í Teheran. Auk hans var dóttir hans, Miriam, drepin en hún var ekkja Hamza bin Laden, eins sonar hryðjuverkamannsins Osama bin Laden, sem Lesa meira