fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025

Moskva

Loftvarnarkerfum komið fyrir á byggingum í miðborg Moskvu

Loftvarnarkerfum komið fyrir á byggingum í miðborg Moskvu

Fréttir
20.01.2023

Það hefur vakið mikla athygli að loftvarnarkerfum af gerðinni Pantsir hefur verið komið fyrir á þaki bygginga í miðborg Moskvu. Þar á meðal er hús varnarmálaráðuneytisins. Þetta sést á myndum og myndböndum sem var dreift á samfélagsmiðlum í gær og vöktu mikla athygli. Talið er að loftvarnarkerfum hafi verið komið fyrir á fjölda opinberra bygginga í miðborginni. Einnig sýnir ein Lesa meira

Verslunarmiðstöðvar í Moskvu virðast eldfimar þessa dagana – Tveir stórbrunar á nokkrum dögum

Verslunarmiðstöðvar í Moskvu virðast eldfimar þessa dagana – Tveir stórbrunar á nokkrum dögum

Fréttir
13.12.2022

Í gær kom eldur upp í verslunarmiðstöðinni Stroypark sem er í um 40 km fjarlægð frá Moskvu. The Guardian segir að samkvæmt fréttum RIA Novosti ríkisfréttastofunnar hafi eldurinn komið upp í byggingarefni. Óháði rússneski miðillinn Meduza segir að eldur hafi komið upp í byggingarefni sem lá utan við verslunarmiðstöðina. Eldurinn hafi breiðst hratt út og borist upp á fyrstu hæð og hafi náð yfir 9.000 fermetra Lesa meira

Ellilífeyrisþegi kveikti í bíl rússnesks hershöfðingja – Segja úkraínska sérsveitarmenn hafa dáleitt hana

Ellilífeyrisþegi kveikti í bíl rússnesks hershöfðingja – Segja úkraínska sérsveitarmenn hafa dáleitt hana

Fréttir
30.08.2022

Á laugardaginn tókst 65 ára rússneskum ellilífeyrisþega að kveikja í bíl háttsetts rússnesk hershöfðingja í Moskvu. Konan var handtekin eftir að hún helti bensíni yfir bílinn og bar eld að honum. Þetta gerðist í miðborg Moskvu. Konan segir að hún hafi gert þetta í mótmælaskyni við innrásina í Úkraínu. Rússneska fréttastofan Baza er meðal þeirra sem skýra frá þessu. Lesa meira

Rússneskur stjórnmálamaður segir að neðanjarðarher beri ábyrgð á sprengjutilræðinu í Moskvu

Rússneskur stjórnmálamaður segir að neðanjarðarher beri ábyrgð á sprengjutilræðinu í Moskvu

Fréttir
22.08.2022

Það voru rússneskir skæruliðar sem stóðu á bak við bílsprengjuna sem varð Dunya Dugin, þrítugri fréttakonu að bana, nærri Moskvu á laugardaginn. Dunya var dóttir Alexander Dugin sem er öfgaþjóðernissinni og er af mörgum talinn mjög áhrifamikill í rússneskum stjórnmálum og er Vladímír Pútín, forseti, sagður vera undir miklum áhrifum frá honum. Er Alexander sagður Lesa meira

Sérfræðingur segir að sprengjutilræðið í Moskvu sé þungt högg fyrir Pútín

Sérfræðingur segir að sprengjutilræðið í Moskvu sé þungt högg fyrir Pútín

Fréttir
22.08.2022

Eins og fram hefur komið þá lést Darya Dugina, 29 ára dóttir Alexander Dugin, í sprengjutilræði í Moskvu á laugardagskvöldið. Sprengju hafði verið komið fyrir undir bíl sem hún ók en talið er að hún hafi verið ætluð föður hennar. Faðir hennar er talinn einn helsti hugmyndasmiðurinn á bak við innrás Rússa í Úkraínu en hann er öfgasinnaður þjóðernissinni og Lesa meira

Sprengjutilræðið í Moskvu – Segir að það geri ráðamenn taugaóstyrka

Sprengjutilræðið í Moskvu – Segir að það geri ráðamenn taugaóstyrka

Fréttir
22.08.2022

Á laugardagskvöldið var Darja Dugin akandi á leið heim til sín þegar bíll hennar sprakk. Hún lést samstundis. Talið er að sprengju hafi verið komið fyrir í bílnum. Darja var dóttir Alexander Dugin, sem er oft sagður helsti hugmyndafræðingur Vladímír Pútíns og maðurinn á bak við innrásina í Úkraínu. Feðginin höfðu tekið þátt í viðburði um kvöldið og ætluðu að aka saman heim. Á síðustu Lesa meira

Wizz hefur áætlunarflug til Rússlands á nýjan leik

Wizz hefur áætlunarflug til Rússlands á nýjan leik

Pressan
11.08.2022

Rússland er að stórum hluta einangrað frá alþjóðasamfélaginu vegna innrásarinnar í Úkraínu. Alþjóðleg fyrirtæki hafa hætt starfsemi í landinu og flugfélög eru hætt að fljúga þangað og mörg ríki beita Rússa efnahagslegum refsiaðgerðum. En nú hefur Wizz Air Abu Dhabi ákveðið að hefja áætlunarflug til Moskvu á nýjan leik. CNN skýrir frá þessu og segir byrjað sé að selja miða í flug á Lesa meira

Fyrrum kanslari Þýskalands er í fríi í Moskvu

Fyrrum kanslari Þýskalands er í fríi í Moskvu

Pressan
27.07.2022

Gerhard Schröder, fyrrum kanslari Þýsklands, er nú í fríi í Moskvu og sýnir þar með hversu náið samband hans við Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, og Rússland er. Í samtali við þýska sjónvarpsstöð staðfesti hann að hann sé í fríi í Moskvu. „Ég er í nokkurra daga fríi hér. Moskva er falleg borg,“ sagði hann. Þegar honum var bent á að höfuðstöðvar rússneska olíufélagsins Rosneft væru ekki langt Lesa meira

Deilur um andlitsgrímu enduðu með morði

Deilur um andlitsgrímu enduðu með morði

Pressan
08.12.2021

Deilur um notkun andlitsgrímu virðast hafa endað með skelfingu í gær þegar maður dró skammbyssu upp og skaut tvennt til bana á götu úti í Moskvu, höfuðborg Rússlands. Sergej Sobjanin, borgarstjóri, skýrði frá þessu. Hann sagði málið vera mikinn „harmleik“. Að auki særðust fjórir í skothríðinni, þeirra á meðal tíu ára stúlka. Skotmaðurinn var handtekinn en hann er 45 ára Lesa meira

Saka rússnesk yfirvöld um að ljúga um fjölda látinna af völdum COVID-19

Saka rússnesk yfirvöld um að ljúga um fjölda látinna af völdum COVID-19

Pressan
20.10.2021

Borgaryfirvöld í Moskvu tilkynntu í gær að vegna erfiðrar stöðu heimsfaraldurs kórónuveirunnar í borginni þá eigi eldra fólk að halda sig heima næstu fjóra mánuði og fyrirtæki í borginni eiga að láta þriðja hvern starfsmann vinna að heiman. Þetta gildir frá og með næsta mánudegi. Á mánudaginn voru 1.015 andlát af völdum COVID-19 skráð í Rússlandi og hafa Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af