Auðun Freyr hafnar eineltisásökunum og kærir Morgunblaðið og blaðamann þess fyrir siðanefnd
EyjanAuðun Freyr Ingvarsson, sem sagði af sér sem framkvæmdastjóri Félagsbústaða í fyrra í kjölfar framúrkeyrslu við framkvæmdir, var sakaður um eineltistilburði af þremur fyrrverandi starfsmönnum Félagsbústaða í Morgunblaðinu um síðustu helgi. Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík, tók málið upp og sagði að málið hefði verið þaggað niður innan borgarkerfisins. Hefur Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Flokkur Lesa meira
Davíð Oddsson segir góða fólkið nota þetta „trix“ þegar rökunum sleppir: „Nær ágætum árangri“
EyjanDavíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, er vafalaust leiðarahöfundur Morgunblaðsins í dag, hvar hann lýsir eftir uppnámi. Hann segir ýmis afbrigði íslenskrar umræðu, þegar tekist sé á um pólitísk álitaefni, vera vel þekkt: „Eitt er að skilgreina þann sem hefur gagnstæða skoðun. Hann er sagður rasískur. Yfirleitt veit ásakandinn ekki hvað orðið þýðir. Eða hann er léttfasískur, Lesa meira
Bjarni segir viðbrögðin vera „óþarfa upphlaup“ úr öllu samhengi: „Lítill hausverkur við hliðina á hinu“
EyjanBjarni Benediktsson fjármálaráðherra, segir viðbrögð sveitarstjórnarfólks langt umfram efni þegar kemur að hugmyndum að skerðingu á framlögum til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga er nemur 3,3 milljörðum á næstu tveimur árum, líkt og ráð er fyrir gert í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Var því borið við að ekkert samráð hefði verið haft um slíka fyrirætlan. „Í fyrsta lagi finnast mér Lesa meira
Davíð segir dóminn opna „öskju Pandóru“ og að óbreyttur dómaralisti frá Sigríði hefðu engu breytt
EyjanLeiðarahöfundur Morgunblaðsins fjallar í dag um úrskurð Mannréttindadómstóls Evrópu í gær, sem sagði að skýlaust brot hefði verið framið gegn 6. grein mannréttindasáttmálans þegar Sigríður Á. Andersen skipaði 15 dómara við Landsrétt. Leiðarahöfundur, sem að öllum líkindum er Davíð Oddsson, spyr hvort það sé hinsvegar raunin og tekur fram að dómurinn hafi verið „klofinn“ en Lesa meira
Spyr hvort Efling noti dýraníðstaktík LBJ: „Látum helvítið neita“
EyjanStaksteinahöfundur Morgunblaðsins lætur að því liggja að Efling – Stéttarfélag notist við vafasamar aðferðir í kjarabaráttu sinni þessa dagana og ýjar að því að Efling noti fölsuð gögn til þess að koma slæmu orðspori á andstæðinga sína, í þessu tilfelli hóteleigendum í Reykjavík, samanber „skammarlista“ sem hékk uppi í starfsmannaaðstöðu eins af stóru hótelunum. Rifjuð Lesa meira
Sakar Morgunblaðið um hómófóbíu: Ólíklegt að eyðublaðabreyting leiði til Orwellísks samfélags
EyjanRagnhildur Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi Novators, fyrirtæki Björgólfs Thors Björgólfssonar, sakar Staksteina Morgunblaðsins um hómófóbíu í dag, er þeir fjalla um aðgerðir Frakka til að fella út orðin „móðir“ og „faðir“ í skólalögum og nota þess í stað „foreldri 1,“ og „foreldri 2.“ Með þessu á að tryggja jafnrétti samkynhneigðra, sem orðin „móðir“ og „faðir“ geri ekki. Lesa meira
Helga Vala segir ritstjóra Moggans ítrekað fara með rógburð og níð
FréttirÍ pistli, sem Helga Vala Helgadóttir, skrifar í Morgunblaðið í dag fjallar hún um ástæður þess að hún skrifar reglulega pistla í Morgunblaðið. Pistill hennar í dag ber heitið: „Af hverju að skrifa í Morgunblaðið“. Óhætt er að segja að hún fari hörðum orðum um Davíð Oddsson, ritstjóra Morgunblaðsins, í pistlinum. Hún byrjar á að Lesa meira
Eyþór Arnalds sagðist ætla að selja hlut sinn í Morgunblaðinu: „Ég er prinsippmaður“
FréttirEyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er enn þá stærsti hluthafi Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, með um rúman 23% hlut í gegnum hlutafélag sitt Ramses ehf. Þetta kemur fram í hagsmunaskráningu hans sem hann þurfti að skila inn sem borgarfulltrúi í Reykjavík. Í samtali við DV sagði Eyþór að hann væri búinn að segja sig úr stjórn Árvakurs og hefði Lesa meira