fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024

Morgunblaðið

Morgunblaðið gerði grín að Ragnari: „Skopmyndir þurfa helst að innihalda einhvern húmor“

Morgunblaðið gerði grín að Ragnari: „Skopmyndir þurfa helst að innihalda einhvern húmor“

Eyjan
17.09.2019

Ragnar Önundarson, fyrrverandi bankastjóri, hefur komist í fréttir fyrir afstöðu sína gegn forystu Sjálfstæðisflokksins, ekki síst þeim konum sem þangað hafa valist, en hann hefur ósjaldan lýst yfir skoðunum sínum á Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, sem hann hefur til dæmis kallað sætan krakka. Þá sagði hann einnig að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki verið heppinn í sínum Lesa meira

Halldóra sökuð um skort á jarðtengingu: „Ekkert nýtt af nálinni að íhaldsmenn skorti framsýni“

Halldóra sökuð um skort á jarðtengingu: „Ekkert nýtt af nálinni að íhaldsmenn skorti framsýni“

Eyjan
13.09.2019

Staksteinar Morgunblaðsins í dag taka Halldóru Mogensen, þingmann Pírata fyrir í dag, eða öllu heldur ræðu hennar við stefnuræðu forsætisráðherra, sem Staksteinahöfundur telur með þeim furðulegri: „…var að vanda hörð samkeppni um undarlegustu ræðuna. Þó að seint verði úr því skorið hvaða þingmaður fór með sigur af hólmi hljóta flestir að vera sammála um að Lesa meira

Morgunblaðið fagnar komu Pence: „Góður gestur boðinn velkominn“

Morgunblaðið fagnar komu Pence: „Góður gestur boðinn velkominn“

Eyjan
04.09.2019

Leiðarahöfundur Morgunblaðsins fagnar komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna í skrifum sínum í dag. Pence þykir afar íhaldssamur og er hann afar um deildur fyrir skoðanir sínar, sem lúta sjaldnast lögmálum vísindanna, en Pence trúir til dæmis ekki á loftslagshlýnun af mannavöldum, telur samkynhneigð vera val fólks, sem snúa megi við með raflostmeðferð og þá hefur Lesa meira

Enn meiri taprekstur hjá Árvakri: „Ráðist hef­ur verið í um­fangs­mikl­ar aðgerðir“

Enn meiri taprekstur hjá Árvakri: „Ráðist hef­ur verið í um­fangs­mikl­ar aðgerðir“

Eyjan
02.09.2019

Útgefandi Morgunblaðsins, Árvakur hf., var rekinn með tapi upp á 415 milljónir í fyrra. Er það enn meiri tap en árið á undan, þegar heildartapið nam 284 milljónum, en undir félagið heyra einnig mbl.is og útvarpsstöðin K100. Morgunblaðið greinir frá. Afkoman var neikvæð um 238 milljónir eftir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA), tekjurnar jukust um Lesa meira

Morgunblaðið hneykslast á ráðningaferli seðlabankastjóra sem hafi þó reyndar ekki komið að sök eftir allt saman

Morgunblaðið hneykslast á ráðningaferli seðlabankastjóra sem hafi þó reyndar ekki komið að sök eftir allt saman

Eyjan
26.07.2019

Skipun nýs seðlabankastjóra hefur farið fyrir brjóstið á þeim sem hallast þykja til vinstri í stjórnmálum, ef marka má viðbrögðin síðustu daga. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir Ásgeir Jónsson þurfa að gera upp fortíð sína, þangað til njóti hann ekki trausts, sem hljóti að vera markmið með skipun hans. Gunnar Smári Egilsson, sósíalistaforingi, segir Lesa meira

Skopmyndateiknari Moggans bregst við gagnrýni Björns Bjarnasonar með skopmynd

Skopmyndateiknari Moggans bregst við gagnrýni Björns Bjarnasonar með skopmynd

Eyjan
16.07.2019

Eyjan greindi frá því í gær að Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins og stuðningsmaður þriðja orkupakkans, hefði sakað skopmyndateiknara Morgunblaðsins, Helga Sigurðsson, um áróður byggðan á upplýsingafölsunum, vegna skopmyndar hans um sæstreng. Það sem meira er, þá sakaði Björn skopmyndateiknarann um að vera hreinlega ekkert fyndinn. Sjá nánar: Björn segir skopmyndateiknara Morgunblaðsins ekkert fyndinn:„Áróður reistur Lesa meira

Björn segir skopmyndateiknara Morgunblaðsins ekkert fyndinn: „Áróður reistur á upplýsingafölsunum“

Björn segir skopmyndateiknara Morgunblaðsins ekkert fyndinn: „Áróður reistur á upplýsingafölsunum“

Eyjan
15.07.2019

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins og einn ötulasti baráttumaðurinn fyrir innleiðingu þriðja orkupakkans, gagnrýnir skopmynd Morgunblaðsins í dag sem fjallar um lagningu sæstrengs að fengnu samþykki Alþingis. Ber pistill hans heitið „Áróður í stað fyndni.“ Björn segir að myndin þjóni þeim tilgangi að gera lítið úr hugmynd Haraldar Benediktssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um að efnt yrði Lesa meira

Davíð um Morgunblaðið: „Ánægt með þenn­an fjölda sam­ferðamanna úr þess­um flokki“

Davíð um Morgunblaðið: „Ánægt með þenn­an fjölda sam­ferðamanna úr þess­um flokki“

Eyjan
27.06.2019

„Ein­hverj­ir hafa kvartað yfir því að Morg­un­blaðið hafi talið sig eiga sam­leið með 58 pró­sent­um stuðnings­manna Sjálf­stæðis­flokks­ins í orkupakka­mál­um. Blaðið bind­ur sig ekki við flokka en er þó ánægt með þenn­an fjölda sam­ferðamanna úr þess­um flokki.“ Svo ritar Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, í leiðara blaðsins í dag, hvar hann fjallar um skoðanakannanir og þriðja orkupakkann. Lesa meira

Davíð svarar Halldóri fullum hálsi – Segir Áslaugu og Þórdísi reynslulitlar: „Það kann ekki góðri lukku að stýra

Davíð svarar Halldóri fullum hálsi – Segir Áslaugu og Þórdísi reynslulitlar: „Það kann ekki góðri lukku að stýra

Eyjan
15.06.2019

Davíð Oddson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins, , svarar Halldóri Blöndal, fyrrverandi ráðherra flokksins, fullum hálsi í Reykjavíkubréfi sínu í dag. Þar gagnrýnir hann stjórn Sjálfstæðisflokksins harðlega sem hann segir reynslulitla og tala niður til flokkssystkina sína. Halldór Blöndal gagnrýndi bréfaskrif Davíðs síðustu helgi þar sem hann boðaði endalok Sjálfstæðisflokksins. Kvað hann Davíð meðal Lesa meira

Eigendur Morgunblaðsins fóru ekki eftir fjölmiðlalögum – 200 milljónir settar í reksturinn í janúar

Eigendur Morgunblaðsins fóru ekki eftir fjölmiðlalögum – 200 milljónir settar í reksturinn í janúar

Eyjan
29.05.2019

Alls 200 milljónir voru settar inn í rekstur Árvakurs, sem rekur Morgunblaðið, þann 21. janúar síðastliðinn þegar hlutafé í Þórsmörk ehf. var aukið, en Þórsmörk er eigandi Árvakurs. Voru það Kaupfélag Skagfirðinga (KS) og félög tengd Ísfélagi Vestmannaeyja sem lögðu til 160 milljónir fjárins, samkvæmt eigendalista á vef Fjölmiðlanefndar sem uppfærður var í gær og Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af