Orðið á götunni: Leiðarahöfundur Morgunblaðsins kastar grjóti úr glerhúsi
EyjanLeiðarahöfundur Morgunblaðsins leggst venju fremur lágt í leiðaradagsins og kallar hann þó ekki allt ömmu sína þegar kemur að lágkúrulegum árásum á pólitíska andstæðinga sína. Leiðarahöfundur, sem orðið á götunni segir að sé Davíð Oddsson, byrjar leiðarann á þessum orðum: „Yfirgengilega orlofssugan, Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs …“ Næsta málsgrein hefst svo: „Á borgarstjóratíð sinni Lesa meira
Orðið á götunni: Morgunblaðsmenn orðnir þreyttir á afskiptum ritstjórans aldna
EyjanNokkurrar óþreyju mun tekið að gæta hjá ýmsum blaðamönnum Morgunblaðsins vegna þaulsetu Davíðs Oddssonar á ritstjórastól blaðsins. Orðið á götunni er að þrátt fyrir að ritstjórinn aldni hafi það fyrir vana að mæta til vinnu seint og um síðir og dvelja skamma stund á vinnustað sé fátt sem hann telji sér óviðkomandi varðandi efni og Lesa meira
Sex íslensk fyrirtæki lent í gagnagíslatöku síðustu mánuði – „Sumar árásir rata í fjölmiðla, aðrar ekki“
Fréttir„Árásarhóparnir eru flestir með fjárhagslegan hvata. En það sem þarf líka að hafa í huga er að þessar árásir eru gerðar til að valda glundroða í samfélaginu og minnka áfallaþol samfélaga.“ Þetta segir Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, einn af stjórnendum og stofnendum Defend Iceland, í samtali við Morgunblaðið í dag. Eins og greint var frá á sunnudag varð Morgunblaðið Lesa meira
Dagfari: Hverjum fórnar Sjálfstæðisflokkurinn næst?
EyjanDagfari á Hringbraut fer hörðum orðum um það upphlaup Hildar Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, að fullyrða að Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, væri á tvöföldum launum þann tíma sem hann þiggur biðlaun sem borgarstjóri. Dagur svaraði þessum ásökunum sjálfur og benti á að Hildur færi með fleipur. Morgunblaðið, sem sló upp ásökunum Hildar sem Lesa meira
Orðið á götunni: Dagur rassskellir leiðtoga minnihlutans og Morgunblaðið
EyjanDagur B. Eggertsson, fyrrum borgarstjóri, svarar ómerkilegum aðdróttunum Hildar Björnsdóttur, leiðtoga minnihlutans í borgarstjórn, fullum hálsi og hrekur ávirðingar hennar. Hildur heldur því fram að Dagur hafi verið á tvöföldum launum frá því hann lét af starfi borgarstjóra í byrjun þessa árs og tók við stöðu formanns borgarráðs. Morgunblaðinu þótti þessi fullyrðing Hildar svo merkileg Lesa meira
Orðið á götunni: Morgunblaðið auglýsir eftir „nýrri köllun“ Katrínar Jakobsdóttur
EyjanOrðið á götunni er að það hafi verið grátbroslegt að fylgjast með því í dag hvernig þeir sem töpuðu forsetakosningunum um liðna helgi hafa reynt að sleikja sár sín og leita sökudólga. Ekki fór á milli mála að Morgunblaðið gekk fram fyrir skjöldu í aðdraganda kosninganna í stuðningi við Katrínu Jakobsdóttur. Útsendarar blaðsins voru gerðir Lesa meira
Orðið á götunni: Sigur fólksins – ósigur ríkisstjórnarflokkanna og valdhafanna
EyjanAfgerandi sigur Höllu Tómasdóttur í forsetakosningunum vekur verðskuldaða athygli. Flestar skoðanakannanir og margir álitsgjafar höfðu spáð fyrrverandi forsætisráðherra sigri, jafnvel öruggum sigri. En það var Halla Tómasdóttir sem kom, sá og sigraði að þessu sinni. Hún hlaut 34,3 prósent atkvæða, Katrín Jakobsdóttir fékk 25,2 prósent og Halla Hrund Logadóttir var með 15,5 prósent fylgi. Jón Lesa meira
Svarthöfði skrifar: Skítabombur þá og nú
EyjanFastir pennarSvarthöfði er áhugamaður mikill um pólitík og kosningar, ekki hvað síst forsetakosningar. Hann kættist því mjög er Guðni Th. Jóhannesson lýsti því yfir í áramótaávarpi sínu að hann hygðist axla sín skinn eftir aðeins átta ár í embætti forseta Íslands. Ekki svo að skilja að Svarthöfði gleðjist yfir brottför Guðna sem slíkri, enda hefur Guðni á Lesa meira
Svarthöfði skrifar: Ríkismiðlarnir snúa saman bökum
EyjanFastir pennarÞað kom Svarthöfða á óvart í vikunni að svo virðist sem Morgunblaðið og Ríkisútvarpið hafi snúið bökum saman í umfjöllun sinni um komandi forsetakosningar, en ekki er betur vitað en að ritstjórnir ríkismiðlanna tveggja séu aðskildar, enn sem komið er hið minnsta. Mörgum þótti Stefán Einar Stefánsson, sem ku kalla sig siðfræðing, fara offari gegn Lesa meira
Orðið á götunni: Hafa þau enga sómakennd?
EyjanÍ aðdraganda forsetakosninganna fyrir átta árum gerðist minnisstæður atburður þegar Davíð Oddsson, forsetaframbjóðandi, reyndi að sverta Guðna Th. Jóhannesson í viðræðuþætti í sjónvarpi með ósanngjörnum ávirðingum sem áttu að koma höggi á Guðna sem hafði yfirburði í öllum skoðanakönnunum og vann svo sigur í kosningunum eins og kunnugt er. Guðni lét sér fátt um finnast Lesa meira