40.000 voru skotnir til bana í Bandaríkjunum á síðasta ári – Mesti fjöldi í tæp 40 ár
PressanÁ síðasta ári voru tæplega 40.000 manns skotnir til bana í Bandaríkjunum. Ekki hafa fleiri verið skotnir á einu ári þar í landi í tæp 40 ár. Þetta kemur fram í greiningum bandarísku sjúkdóma- og forvarnarmiðstöðvarinnar. CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að 39.773 hafi verið skotnir til bana í Bandaríkjunum á síðasta ári. Þetta Lesa meira
Skotinn til bana á götu úti í Malmö – Hrein aftaka
PressanKarlmaður á fimmtugsaldri var skotinn til bana í miðborg Malmö í Svíþjóð um klukkan 8.30 að staðartíma í morgun. Morðið líkist einna helst hreinni aftöku. Maðurinn var skotinn í bakið af stuttu færi þegar hann gekk út úr porti við heimili sitt. Síðan var hann skotinn í höfuðið. Svartklæddur maður með trefil fyrir vitum skaut Lesa meira
Þrír myrtir á jólamarkaði í Strasbourg – Árásarmaðurinn gengur enn laus
PressanÞrír voru skotnir til bana á jólamarkaði í miðborg Strasbourgr í Frakklandi í gærkvöldi og tólf til viðbótar særðir, þar af margir alvarlega. Lögreglan segir að árásarmaðurinn heiti Chekatt Cheris og sé 29 ára heimamaður. Hann gengur enn laus. Stjórnvöld hafa aukið viðbúnað í landinu vegna árásarinnar. Aukin öryggisgæsla verður í borgum og bæjum um Lesa meira
Karl og kona stungin til bana í Danmörku
PressanÞað var hræðileg sjón sem mætti lögreglumönnum síðdegis í gær á bóndabæ á Helnæs við Fjón í Danmörku. þar fundu lögreglumenn konu á áttræðisaldri og karlmann á fimmtugsaldri sem höfðu verið stungin til bana. Lögreglan segir að aðkoman hafi verið hræðileg, fólkið hafi verið stungið mörgum stungum. Helnæs er lítil eyja við suðurodda Fjóns en Lesa meira
Nýr kraftur í rannsókn á tveggja ára gömlu morðmáli – 8 lögregluhundar notaðir
PressanÞann 4. nóvember 2016 var Louise Borglit, 32 ára, stungin til bana í Elverparken í Herlev í Kaupmannahöfn. Hún var gengin sjö mánuði með barn sitt þegar hún var myrt. Morðið er óupplýst og hefur legið þungt á dönsku þjóðinni eins og morðið á Emilie Meng sem var myrt í júlí 2016. Lögreglan hefur lagt Lesa meira
Myrti nágranna sinn úti á götu – Handtekinn á vettvangi
PressanÁ öðrum tímanum í nótt hringdi 53 ára karlmaður í lögregluna í Árósum og sagðist hafa orðið íbúanum á neðri hæð hússins, sem hann býr í, að bana. Þegar lögreglan kom á vettvang á Engdalsvej í Brabrand nærri Árósum fann hún nágrannann, sem var 56 ára kona, látna á götu úti. Hún hafði verið stungin Lesa meira
Harmleikur í Smáíbúðahverfinu: Bréf varpaði ljósi á voðaverkið – Ungmenni leigðu síðan blóði drifna íbúðina
FókusSkömmu fyrir jólin árið 1966 var þremur byssuskotum hleypt af í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík. Eftir lágu tveir menn sem bitist höfðu um sömu konuna. Hún sjálf var í íbúðinni þegar verknaðurinn var framinn og gat sagt frá atburðum þótt margt væri óljóst í frásögn hennar. Mánuði síðar leigði svikahrappur íbúðina út til fjögurra ungmenna og Lesa meira
Þingmenn repúblikana krefjast refsiaðgerða gegn Sádí-Arabíu vegna morðsins á Khashoggi
PressanDonald Trump, Bandaríkjaforseti, ætlar ekki að grípa til refsiaðgerða gegn Sádí-Arabíu vegna morðsins á blaðamanninum Jamal Khashoggi sem var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sádí-Arabíu í Istanbúl í byrjun október. Trump segist ekki ætla að stefna viðskiptahagsmunum Bandaríkjanna í hættu með slíkum aðgerðum því þá komi Kínverjar eða Rússar og hirði viðskiptin af Bandaríkjunum. Ekki eru allir Lesa meira
Braust inn á elliheimili Akraness og kyrkti konu – Heyrði kallað „Nei!“ gegnum þilið – Tímavélin
FókusÁrið 1959 var framið morð á elliheimilinu á Akranesi. Var það í fyrsta skipti sem slíkt mál kom upp í þessum litla og friðsæla útvegsbæ. Gerandinn, Brynjar Ólafsson, var ungur sjómaður sem brotist hafði inn um miðja nótt til að hitta konu sem hann þekkti, Ástu Þórarinsdóttur. Var hún á miðjum aldri en vistuð á Lesa meira
Blóðugt morð í Biskupstungum – Tímavélin
FókusÁ ofanverðri átjándu öld endaði ástarþríhyrningur í Biskupstungum afar illa, tveir menn dauðir og kona dæmd til ævilangrar þrælkunar. Málið hófst þegar Jón Gissurarson, bóndi í Helludal, fannst myrtur undir tóft en átti sér langan aðdraganda. Eiginkona hans, Guðríður Bjarnadóttir, hélt við mann að nafni Jón Guðmundsson. Til að þau gætu hafið sambúð töldu þau Lesa meira