Jacob gekk inn á rangt hótel – Það kostaði hann lífið
PressanÞað er mikið áfall að endurfundir gamalla skólasystkina hafi endað svo hörmulega segir lögreglan í Birmingham á Englandi í kjölfar hnífaárásar í borginni aðfaranótt sunnudags. Lögreglan segir að Jacob Billington, 23 ára, hafi verið að hitta gamla skólafélaga þegar hann var stunginn til bana. The Times segir að Jacob og félagar hans hafi gist á einu af þremur hótelum Ibis Lesa meira
Dularfullu morðin í Ölpunum 2012 – Hver myrti fjölskylduna?
PressanÞann 8. september 2012 voru Saad al Hilli, 50 ára, Iqbal al Hilli 47 ára, og móðir hennar Shuhaila al Allaf 74 ára, skotin til bana á fjallvegi nærri bænum Annecy í Frakklandi. Morðinginn var einn á ferð og skaut 25 skotum á bíl þeirra. Dætur al Hilli-hjónanna lifðu árásina af. Zainab al Hilli var sjö ára og Zeena systir hennar fjögurra ára. Auk foreldra þeirra og ömmu skaut Lesa meira
Peter Madsen játar að hafa myrt Kim Wall
PressanPeter Madsen hefur játað að hafa myrt sænsku blaðakonuna Kim Wall um borð í kafbáti sínum í ágúst 2017. Hann hefur alla tíð neitað sök í málinu en samt sem áður var hann fundinn sekur um að hafa myrt Wall og dæmdur í lífstíðarfangelsi. Í nýrri þáttaröð frá Discovery Networks “De hemmelige optagelser” játar Madsen verknaðinn á sig í samtali við þáttagerðarmann. BT skýrir frá þessu. Fram kemur að Madsen hafi játað Lesa meira
Segir 40 erlend fjölskylduglæpagengi í Svíþjóð – „Hafa ekki í hyggju að vera hluti af samfélaginu“
PressanÍ Svíþjóð fer þessa dagana fram mikil umræða um þau vandamál sem fylgja aðlögun innflytjenda og flóttamanna að sænsku samfélagi og starfsemi glæpagengja. Mörg afbrot, þar á meðal ofbeldisbrot, voru framin í landinu í sumar. Afbrot sem lögreglan telur tengjast átökum skipulagðra glæpagengja. Nú hefur Mats Löfving, vararíkislögreglustjóri landsins, hellt sér út í umræðuna og skefur Lesa meira
11 ára sendi besta vini sínum skilaboð – „Öll systkin mín eru dáin“
PressanÁ föstudaginn fundust lík fimm systkina á heimili þeirra í Sollingen í Þýskalandi. Móðir þeirra er grunuð um að hafa myrt þau. Hún reyndi síðan að taka eigið líf en það mistókst. 11 ára barn lifði harmleikinn af. Samkvæmt fréttum þýskra fjölmiðla er það drengur og er hann sagður hafa sent besta vini sínum skilaboð Lesa meira
Klámstjarna grunuð um morð
PressanBandaríska klámstjarnan Aubrey Gold hefur verið handtekin, grunuð um aðild að morðinu á 51 árs unnusta hennar, Raul Guillens. Hann hvarf frá heimili sínu í Alabama. Áður en hann hvarf er hann sagður hafa hringt í fyrrum eiginkonu sína og sagst vera í vanda og þarfnaðist peninga. The Sun skýrir frá þessu. Tveimur vikum síðar fannst lík hans í gröf í Graceville í Flórída. Það Lesa meira
Morðingi og raðnauðgari dæmdur í 37 ára fangelsi
PressanAman Vyas var í síðustu viku dæmdur í að minnsta kosti 37 ára fangelsi fyrir morð og sex nauðganir og alvarlega líkamsárás. Ódæðisverkin framdi hann nærri heimili sínu í Walthamstow í Lundúnum í Bretlandi en síðan flúði hann land. Lögreglumenn gáfust ekki upp og röktu ferðir hans og höfðu upp á honum að lokum. Sky skýrir frá þessu. Fram kemur Lesa meira
Sænskum morðingjum brá illa í brún yfir danska réttarvörslukerfinu
PressanÁ föstudaginn voru fimm Svíar sakfelldir af dönskum dómstól fyrir morð í Herlev í júní á síðasta ári. Þrír þeirra fengu þyngsta mögulega dóm og tveir mjög þunga dóma. Dómarnir eru mjög þungir í samanburði við það sem tíðkast í Svíþjóð og hefur niðurstaða danska dómstólsins vakið upp mikla umræðu um þyngri refsingar í Svíþjóð. Málið snýst Lesa meira
Karl og kona myrt í Vansbro í Svíþjóð
PressanSíðdegis í gær fundust karl og kona látin í Vansbro í Svíþjóð. Grunur leikur á að þau hafi verið myrt. Lögreglunni barst tilkynning um að karl og kona hefðu fundist látin klukkan 16.20. Aftonbladet hefur eftir Kenneth Johannesson, talsmanni lögreglunnar, að morðrannsókn hafi strax hafist en vildi ekki tjá sig meira um málið. Hann vildi ekki segja hvort morðið hafi Lesa meira
Getur app í síma Anne-Elisabeth leyst ráðgátuna um örlög hennar? „Tímamótaaðferð“
PressanNorska lögreglan hefur að undanförnu lagt mikla vinnu í að sviðsetja síðustu mínúturnar áður en Anne-Elisabeth Hagen hvarf frá heimili sínu á Sloraveien 4 í útjaðri Osló þann 31. október 2018. Athyglin hefur sérstaklega beinst að appi í farsíma hennar en það heitir „Sundhed“ og skráir fjölda skrefa og hversu margar tröppur notendur ganga dag hvern. VG skýrir frá þessu. Fram kemur að Lesa meira