fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024

morð

Ekkert lífsmark í tvö ár – Lögreglan hefur ekki gefið upp von um að geta leyst málið

Ekkert lífsmark í tvö ár – Lögreglan hefur ekki gefið upp von um að geta leyst málið

Pressan
17.11.2020

Hann vill ekki tala við lögregluna en var fús til að mæta í viðtal hjá Norska ríkissjónvarpinu (NRK) þar sem hann lýsti yfir sakleysi sínu. Hér er verið að tala um norska milljarðamæringinn Tom Hagen sem er grunaður um að hafa orðið eiginkonu sinni, Anne-Elisabeth Hagen, að bana þann 31. október 2018. Tom var í viðtali við hjá NRK þegar Lesa meira

Náðu fram hefndum nákvæmlega 22 árum síðar

Náðu fram hefndum nákvæmlega 22 árum síðar

Pressan
16.11.2020

Um helgina skýrði New York Times frá því að þann 7. ágúst síðastliðinn hafi útsendarar ísraelsku leyniþjónustunnar Mossad myrt Abu Muhammad al-Masri, einnig þekktur undir nafninu Abdullah Ahmed Abdullah, á götu úti í Teheran. Auk hans var dóttir hans, Miriam, drepin en hún var ekkja Hamza bin Laden, eins sonar hryðjuverkamannsins Osama bin Laden, sem Lesa meira

Handtekinn eftir 50 ár á flótta

Handtekinn eftir 50 ár á flótta

Pressan
16.11.2020

Á fimmtudaginn var Leonard Rayne Moses handtekinn á heimili sínu í Michigan eftir að hafa verið 50 ár á flótta undan réttvísinni. Alríkislögreglan FBI getur þakkað nýrri og betri aðferð við greiningu fingrafara að það tókst að hafa uppi á honum og handtaka. ABC News skýrir frá þessu. Moses var handtekinn 1968 þegar hann kastaði bensínsprengju á hús þegar hann tók þátt í mótmælum í kjölfar Lesa meira

„Hryllingshússparið“ sakfellt fyrir morð

„Hryllingshússparið“ sakfellt fyrir morð

Pressan
13.11.2020

Hryllingsmyndaaðdáandinn Nathan Maynard Ellis og unnusti hans, David Leesley, voru nýlega fundnir sekir um að hafa myrt Julia Rawson í Tipton á Englandi. Þeir lokkuðu hana inn í „hryllingshúsið“ sitt eftir að hafa hitt hana þegar þeir voru úti að skemmta sér. Maynard-Ellis er sagður hafa verið haldinn nánast morðþráhyggju og aðdáun á raðmorðingjum. Fyrir dómi Lesa meira

Pylsukóngurinn drepinn með lásboga – Óvæntar vendingar í rannsókn málsins

Pylsukóngurinn drepinn með lásboga – Óvæntar vendingar í rannsókn málsins

Pressan
05.11.2020

Rússneski pylsukóngurinn Vladimir Marugov var myrtur á mánudagsmorguninn þegar þjófar brutust inn á heimili hans, bundu hann og konu, sem var hjá honum, og kröfðust þess að fá peninga. Þeir skutu Marugov síðan til bana með lásboga. The Guardian skýrir frá þessu. Marugov var umsvifamikill í rekstri kjötvinnslufyrirtækja og var oft kallaður „pylsukóngurinn“. Konunni tókst að sleppa frá ræningjunum og hafa samband við lögregluna. Marugov var Lesa meira

Háskóli játar mistök – Greiðir foreldrum stúdínu 1,4 milljarða í bætur

Háskóli játar mistök – Greiðir foreldrum stúdínu 1,4 milljarða í bætur

Pressan
28.10.2020

Þegar Lauren McCluskey, 21 árs, fannst látin í aftursæti bíls í Utah 2018 skók það háskólasamfélagið í University of Utah sem og Bandaríkjunum öllum. Hún var skotin til bana. Fljótlega kom í ljós að banamaður hennar var fyrrum unnusti hennar, Melvin Rowland, sem var 16 árum eldri en hún. Hann framdi sjálfsvíg þegar lögreglan reyndi að handtaka hann. Í kjölfar þessa hörmulega atburðar ákváðu Lesa meira

Macron boðar hertar aðgerðir gegn öfgasinnuðum múslimum

Macron boðar hertar aðgerðir gegn öfgasinnuðum múslimum

Pressan
21.10.2020

Í kjölfar hins hrottalega morðs á kennaranum Samuel Paty nærri París síðastliðinn föstudag boðar Emmanuel Macron, forseti, hertar aðgerðir gegn öfgasinnuðum múslimum og segir að „óttinn muni skipta um lið“. Hann ætlar að gera hugsanlegum öfgasinnuðum múslimum lífið erfitt með því að nota lagasetningar. Paty var myrtur af öfgasinnuðum múslima fyrir að hafa notað myndir af spámanninum Múhameð í kennslu um tjáningarfrelsi. Morðinginn, Lesa meira

Báru kennsl á líkið eftir 35 ár – Beltissylgja var lykillinn

Báru kennsl á líkið eftir 35 ár – Beltissylgja var lykillinn

Pressan
21.10.2020

Þann 23. janúar 1985 fannst karlmannslík í Pensacola í Flórída. Ekki tókst að bera kennsl á líkið þá og raunar tókst það ekki fyrr en nýlega. Það var beltissylgja, sem var á belti sem var á líkinu, sem varð til að leysa málið því ættingi hins látna bar kennsl á hana. Maðurinn hét William Ernest Thompson og Lesa meira

Lisa verður tekin af lífi fljótlega – Fyrsta konan í 67 ár

Lisa verður tekin af lífi fljótlega – Fyrsta konan í 67 ár

Pressan
19.10.2020

Bonny Brown Heady var tekin af lífi í Bandaríkjunum í desember 1953. Hún hafði verið fundin sek um mannrán og morðið á sex ára syni auðkýfings. Unnusti hennar var einnig tekinn af lífi fyrir sama glæp. Þau voru sett í gasklefa og endi bundinn á líf þeirra. Heady er síðasta konan sem var tekin af lífi af alríkisstjórninni. Nú stefnir Lesa meira

Fékk þungan dóm fyrir að drepa manninn sem nauðgaði henni

Fékk þungan dóm fyrir að drepa manninn sem nauðgaði henni

Pressan
15.10.2020

Hin 32 ára gamla Brittany Smith hefur verið dæmd til þungrar refsingar fyrir að hafa orðið Todd Smith að bana fyrir tæpum þremur árum. Hún játaði að hafa drepið hann eftir að hann hafði tekið hana hálstaki og nauðgað henni á heimili hennar í Stevenson í Alabama í Bandaríkjunum. News.com.au skýrir frá þessu. Smith bar við sjálfsvörn í málinu en dómarinn féllst ekki á þá málsvörn. Fyrir dómi Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af