fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024

morð

Hún fékk draumastarfið – Nú er hún grunuð um að hafa myrt átta kornabörn

Hún fékk draumastarfið – Nú er hún grunuð um að hafa myrt átta kornabörn

Pressan
28.11.2020

Óhætt er að segja að Bretar hafi orðið fyrir miklu áfalli þegar skýrt var frá því fyrir skömmu að þrítug kona, hjúkrunarfræðingur, hefði verið handtekin, grunuð um að hafa myrt átta kornabörn á fyrirburadeild sjúkrahússins í Chester. Hjúkrunarfræðingurinn þótti góður starfsmaður og hafði meðal annars margoft verið notuð sem andlit sjúkrahússins í auglýsingaherferðum þess. Auk Lesa meira

Leynileg úrvalssveit talin hafa staðið á bak við dráp á hryðjuverkaleiðtoga

Leynileg úrvalssveit talin hafa staðið á bak við dráp á hryðjuverkaleiðtoga

Pressan
28.11.2020

Sérstök úrvalssveit ísraelsku leyniþjónustunnar Mossad er grunuð um að hafa staðið á bak við drápið á Abu Mohammed al-Masri, næstæðsta manni al-Kaída hryðjuverkasamtakanna, í Teheran í Íran þann 7. ágúst síðastliðinn. Talið er að liðsmenn sveitarinnar hafi farið til Teheran gagngert til að ráða al-Masri af dögum. Þetta hefur ekki verið áhættulaus ferð því Íran og Ísrael elda grátt silfur og eru erkifjendur. Það hlýtur að Lesa meira

Fangi myrti barnaníðing í fangelsinu – „Fullkomið réttlæti“

Fangi myrti barnaníðing í fangelsinu – „Fullkomið réttlæti“

Pressan
27.11.2020

Paul Fitzgerald, 30 ára, var á mánudaginn fundinn sekur um að hafa myrt Richard Huckle, 33 ára, í Full Sutton fangelsinu í Yorkshire á Englandi á síðasta ári. Huckle er talinn meðal skelfilegustu barnaníðinga Bretlands en hann afplánaði 22 lífstíðardóma fyrir brot gegn allt að 200 börnum. Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að Fitzgerald hafi sagt að hann hafi viljað að Huckle myndi finna fyrir því sama Lesa meira

Hún var myrt af eiginmanninum og tengdafjölskyldunni – Dómurinn vekur mikla reiði

Hún var myrt af eiginmanninum og tengdafjölskyldunni – Dómurinn vekur mikla reiði

Pressan
26.11.2020

Fyrr á árinu var kveðinn upp dómur af dómstól í Shandong héraðinu í Kína sem hefur vakið mikla reiði og hneykslun meðal almennings. Svo mikil var úlfúðin að dómstóllinn sá sig tilneyddan til að senda frá sér yfirlýsingu og hvetja fólk til að sýna stillingu. Málið, sem dómurinn féll í, snýst um unga konu sem var myrt af eiginmanni Lesa meira

Kennarahjónin voru myrt á hrottalegan hátt – Síðan kom skelfilegur sannleikurinn í ljós

Kennarahjónin voru myrt á hrottalegan hátt – Síðan kom skelfilegur sannleikurinn í ljós

Pressan
26.11.2020

Half og Susanne Zantop, sem bjuggu í hinum friðsæla smábæ Etna í New Hampshire, höfðu boði vinum sínum í mat þann 27. janúar 2001. En fyrsti gesturinn, sem mætti, kom að skelfilegum morðvettvangi, hjónin höfðu verið myrt. Hjónin voru bæði prófessorar við Dartmouth háskólann, sem er í nokkurra kílómetra fjarlægð, og áttu enga óvini að því að best var vitað. Half var 62 ára Lesa meira

Lögreglan hefur fengið nýjar vísbendingar í máli Madeleine – „Við höfum fengið myndir“

Lögreglan hefur fengið nýjar vísbendingar í máli Madeleine – „Við höfum fengið myndir“

Pressan
23.11.2020

Þýska lögreglan vinnur hörðum höndum að rannsókn á hvarfi Madeleine McCann sem hvarf sporlaust frá sumarleyfisíbúð fjölskyldu sinnar í Algarve í Portúgal fyrir 13 árum. Hún var þá þriggja ára. Þýska lögreglan telur fullvíst að Madeleine sé ekki á lífi og grunar þýska barnaníðinginn Chritian B. um að hafa numið hana á brott og myrt. „Við höfum fengið nokkrar ábendingar frá Englandi, meðal annars Lesa meira

Grunar að morðinginn hafi borðað fórnarlambið

Grunar að morðinginn hafi borðað fórnarlambið

Pressan
20.11.2020

Martin Steltner, saksóknari í Berlín, sagði í gær að 44 ára karlmaður sem hafði verið saknað síðan í byrjun september hafi líklega verið myrtur. Bein úr manninum fundust í skógi í Berlín fyrir 11 dögum. Hans hafði verið saknað síðan 5. september. 41 árs karlmaður hefur verið handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um að Lesa meira

Danska lögreglan leitar að líki Maria – Hræðilegar upplýsingar hafa komið fram í málinu

Danska lögreglan leitar að líki Maria – Hræðilegar upplýsingar hafa komið fram í málinu

Pressan
19.11.2020

Danska lögreglan leitar nú logandi ljósi að líki Maria From Jakobsen, 43 ára, sem hún telur fullvíst að hafi verið myrt. 44 ára karlmaður var á mánudaginn úrskurðaður í gæsluvarðhald, grunaður um að hafa orðið henni að bana. Hann neitar sök. En miðað við þær upplýsingar sem hafa komið fram í málinu þá virðist lögreglan hafa ansi góðar Lesa meira

Tveir skotnir til bana í Danmörku og einn í lífshættu

Tveir skotnir til bana í Danmörku og einn í lífshættu

Pressan
18.11.2020

Í gær voru þrír ungir menn skotnir við verslun Meny á Nørre Alle í Kalundborg í Danmörku. Einn þeirra lést á vettvangi af völdum áverka sinna en hinir tveir liggja nú á sjúkrahúsi og er ástand þeirra mjög alvarlegt að sögn lögreglunnar. Lögreglunni barst tilkynning um að skotum hefði verið hleypt af við verslun Meny klukkan 18.12 í gær. Ekstra Bladet segir að skömmu síðar hafi verið Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af