Ný tíðindi af 11 ára gömlu morðmáli
PressanÁ milli jóla og nýárs 2010 hvarf Hailey Dunn, 13 ára, sporlaust. Hún bjó í Colorado City í Texas. Bæjarbúum var illa brugðið við þetta og leituðu ákaft að henni en hún fannst ekki. Nokkru eftir hvarf hennar sagðist lögreglan telja að hún væri látin og 2013 var það staðfest þegar líkamsleifar hennar fundust nærri vatni. Ekki tókst að leysa málið Lesa meira
Skotinn til bana á pitsastað í Stokkhólmi
Pressan25 ára karlmaður var skotinn til bana á pitsastað í Sätra í Stokkhólmi um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Fertugur karlmaður særðist í árásinni og liggur á sjúkrahúsi. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins. Lögreglunni var tilkynnt um skothríð á útisvæði pitsastaðar í Sätra skömmu fyrir klukkan 19 í gærkvöldi. Á vettvangi kom lögreglan að tveimur mönnum með skotsár. Auk hinna Lesa meira
Myrti eiginkonuna um borð í skemmtiferðaskipi – Farþegarnir héldu að um skemmtiatriði væri að ræða
PressanÞann 24. júlí 2017 stigu Kenneth Manzanares og eiginkona hans, Kristy, um borð í skemmtiferðaskipið Emerald Princess ásamt þremur dætrum sínum og fleiri ættingjum. Ætlunin var að halda upp á 18 ára brúðkaupsafmæli þeirra með siglingunni. Daginn eftir byrjuðu hjónin að deila og lét Kristy eiginmann sinn vita að hún væri ósátt við framkomu hans og tilkynnti honum jafnframt að hún ætlaði að Lesa meira
Myrti vinkonu sína með augndropum
PressanÞann 3. október 2018 hringdi Jessy Kurczewski, 37 ára, í neyðarlínuna í Milwaukee og tilkynnti að vinkona hennar andaði ekki. Þegar lögreglan kom á vettvang sat vinkonan í hægindastól og var hún látin. ABC News skýrir frá þessu. Á bringu hennar var „gríðarlegt magn“ muldra pilla og við hlið hennar lágu mörg lyfseðilsskyld lyf. Milwaukee Sentinel Journal segir að litið Lesa meira
Umferðaróhapp í Noregi varð til þess að upp komst um morð
PressanTvítugur maður er grunaður um að hafa myrt konu í Hellerud í Osló í gær. Upp komst um morðið fyrir tilviljun þegar maðurinn lenti í árekstri. Hann er einnig grunaður um morðtilraun í tengslum við áreksturinn. Hin látna fannst klukkan sjö í gærmorgun. Lögreglan bar kennsl á hana síðdegis í gær og tilkynnti ættingjum hennar um andlátið. Lögreglunni var Lesa meira
Ók vísvitandi á múslímska fjölskyldu – 4 létust
PressanKanadíska lögreglan segir að tvítugur maður hafi vísvitandi ekið á fimm manna múslímska fjölskyldu í London í Ontario á sunnudagskvöldið. Maðurinn ók upp á gangstétt og á fólkið. Fjórir létust. Á fréttamannafundi í gær sagði lögreglan að ekki sé útilokað að maðurinn verði ákærður fyrir hryðjuverk. „Það eru sannanir fyrir að þetta hafi verið skipulagt og gert af ásettu Lesa meira
Hryllingshúsið – Hversu margir lentu í hakkavélinni?
Pressan„Við munum ekki líða að skipulagðir glæpahópar, sem halda að þeir séu valdameiri en ríkið, drepi, kúgi og smygli fíkniefnum,“ sagði Aleksander Vulin, innanríkisráðherra Serbíu, þann 10. maí í kjölfar ótrúlegrar uppgötvunar lögreglunnar í bænum Ritopek en hann er ekki langt frá höfuðborginni Belgrad. Það var ekki nóg með að lögreglumenn hafi fundið mikið magn af sprengiefnum og skotvopnum í Lesa meira
Falsaði erfðaskrá milljónamærings og svelti hann til bana
PressanLynda Rickard, 62 ára, var nýlega dæmd í ævilangt fangelsi fyrir að hafa svelt James Sootheran sem var kallaður Anthony, til bana þegar hann var 59 ára. Hún falsaði einnig erfðaskrár til að tryggja sér eigur hans og móður hans. Sky News segir að saksóknarar telji að þetta sé í fyrsta sinn í rúmlega 100 ár sem einhver er Lesa meira
Töldu að ung færeysk kona hefði framið sjálfsvíg árið 2012 – Rannsókn lögreglunnar leiddi annað í ljós
PressanÁrið 2012 rak lík hinnar 16 ára Maria Fuglø Christiansen upp að stíflu nærri heimili hennar í bænum Hvannasund í Færeyjum. Lögreglan sagði þá að ekkert saknæmt hefði átt sér stað, hún hefði tekið eigið líf. Þetta undruðust margir því Maria var lífsglöð og hress stúlka. En málið tók nýja stefnu árið 2013. TV2 segir að þá hafi fyrrum unnusti Maria verið handtekinn vegna Lesa meira
Tvö morð í Stokkhólmi í gær
PressanSkömmu fyrir miðnætti fannst karlmaður á fertugsaldri skotinn til bana á bifreiðastæði í Hjulsta við Stokkhólm. Maðurinn var fluttur með þyrlu á sjúkrahús en undir morgun skýrði lögreglan frá því að hann væri látinn. Lögreglan rannsakar nú hvort morðið tengist morði í Husby fyrr um daginn. Aftonbladet segir að lögreglunni hafi borist tilkynning um að skotum hafi verið hleypt af Lesa meira