17 ára piltur úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna morðs á sænskum lögreglumanni – Fjölskylda hans nýtur lögregluverndar
Pressan17 ára piltur var um helgina úrskurðaður í gæsluvarðhald af dómara í Gautaborg í Svíþjóð. Hann er grunaður um að hafa skotið lögreglumann til bana á miðvikudaginn. Pilturinn neitar sök. Fjölskylda hans nýtur nú lögregluverndar. Lögreglumaðurinn var skotinn í Biskopsgården í Hisingen í Gautaborg seint á miðvikudagskvöldið. Þar stóð hann ásamt öðrum lögreglumanni og var að ræða við fólk. Lesa meira
Skotinn til bana í Stokkhólmi
PressanÁ tólfta tímanum í gærkvöldi var lögreglunni í Stokkhólmi tilkynnt um skothvelli við skóla í Huddingen. Lögreglumenn komu fljótlega á vettvang og fundu 25 ára karlmann sem var með skotsár. Hann lést af völdum sára sinna á vettvangi. Morðið átti sér stað við skóla í Flemingsberg. Tveir grunaðir flúðu í átt að miðbæ Flemingsberg eftir árásina að sögn Aftonbladet. Lögreglan Lesa meira
Lögreglumaður skotinn til bana í Gautaborg
PressanLögreglumaður var skotinn til bana í Gautaborg í Svíþjóð í gærkvöldi. Þetta átti sér stað norðan við Biskopsgården í Hisingen. Lögreglumaðurinn stóð úti og var að ræða við fólk þegar skotið var á hópinn. Sænska lögreglan tilkynnti klukkan 22.34 að lögreglumaður hefði verið skotinn og fluttur særður á sjúkrahús. Skömmu fyrir klukkan þrjú í nótt var síðan staðfest Lesa meira
Dularfullu morðin í Ölpunum – Tengjast frímúrarar þeim?
PressanÞann 5. september 2012 voru fjórar manneskjur skotnar til bana við fjallveg í Frönsku Ölpunum. Tvær ungar stúlkur lifðu árásina af. Málið er enn óleyst og hefur valdið bæði frönsku og bresku lögreglunni miklum heilabrotum. Þau sem voru myrt voru Bretarnir Saad al Hilli, 50 ára, eiginkona hans Iqbal, 47 ára, Suhaila al-Allaf, móðir Iqbal, 74 ára, og franski reiðhjólamaðurinn Sylvain Mollier, 45 ára. Lesa meira
Austurríki sker sig úr hvað varðar morð – Þar eru fleiri konur myrtar en karlar
PressanVíðast hvar í Evrópu eru fleiri karlar myrtir árlega en konur en í Austurríki er þessu öfugt farið. Á fyrstu fimm mánuðum ársins voru 14 konur myrtar af mökum sínum eða fyrrverandi mökum. Þessu til viðbótar var reynt að myrða 10 til viðbótar eða þær beittar hrottalegu ofbeldi. Á síðasta ári var 31 kona myrt í Lesa meira
Varð eiginkonunni að bana með fílastyttu – Rifust um áfengishlaup
PressanÍ síðustu viku sakfelldi hæstiréttur í Victoria í Ástralíu Edward Rowen, 84 ára, fyrir morð. Hann varð eiginkonu sinni að bana árið 2019 með fílastyttu eftir að hún bannaði honum að borða áfengt hlaup sem barnabarn þeirra hafði útbúið. ABC News skýrir frá þessu. Fyrir dómi kom fram að Rowen þjáist af ágengum heilasjúkdómi, líklegast Alzheimers. Dómurinn varð því að taka afstöðu til Lesa meira
„Hryllingur“ – Dæmd í 30 ára fangelsi fyrir að hafa pyntað þjónustustúlku og myrt
PressanHæstiréttur Singapore dæmdi Gaiyathiri Murugayan nýlega í 30 ára fangelsi fyrir að hafa pyntað og myrt þjónustustúlku sem starfaði hjá henni. Þjónustustúlkan, Piang Ngaih Don, var frá Mjanmar. Murugayan pyntaði hana, barði og svelti í rúmlega ár. Murugayan játaði sök í málinu í febrúar. Don var 24 ára þegar hún lést 2016 eftir 14 mánaða harðræði. See Kee Oon, dómari, sagði við dómsuppkvaðninguna að Murugayan, sem er fertug, glími Lesa meira
Lifði af 3.000 kílómetra ferð með þreföldum morðingja
PressanNýlega fór Laura Johnson, 34 ára, í hádegisverðarhlé en hún starfar í íþróttavöruverslun í Oregon í Bandaríkjunum. Hún var rétt komin út á bílastæðið við verslunina þegar karlmaður beindi skammbyssu að henni. „Sestu inn og keyrðu,“ sagði hann ískaldur. Þetta var upphafið að 3.000 kílómetra ökuferð um fimm ríki Bandaríkjanna. The Washington Post skýrir frá þessu. Sá sem beindi Lesa meira
Lögfræðineminn sendi dularfull textaskilaboð til móður sinnar – Klukkustund síðar var hún myrt
Pressan„Er í bíl með ókunnugum manni. Vona að mér hafi ekki verið rænt,“ svona hljóðuðu skilaboð sem Catherine Serou, 34 ára, sendi móður sinni. Hún stundaði nám í háskólanum í Lobachevsky í Rússlandi en sjálf var hún frá Bandríkjunum. CNN segir að Serou hafi verið á leið frá heimili sínu á snyrtistofu. Hún hvarf skömmu eftir að hún yfirgaf heimili sitt. Hún fékk Lesa meira
Er hún morðingi eða fórnarlamb? Spurningin sem heil þjóð veltir fyrir sér
Pressan„Ég hélt að hann myndi drepa mig. Ég var enn nakin svo ég tók bílinn og stakk af,“ sagði Valérie Bacot, 40 ára, um sunnudagskvöldið úti í skóginum þegar allt hrundi til grunna hjá henni. „Þetta gerðist daglega eftir skóla, nema um helgar þegar móðir mín var til staðar. Eitt sinn barðist ég kröftuglega á móti og Lesa meira