Myrti eiginmanninn með því að hella sjóðandi sykurvatni yfir hann
PressanCorinna Smith, 59 ára bresk kona, var í síðustu viku dæmd í ævilangt fangelsi fyrir hrottalegt morð á eiginmanni sínum en þau höfðu verið gift í 38 ár. Hún setti þrjú kíló af sykri út í sjóðandi vatn og hellti yfir eiginmanninn, hinn 81 árs Michael Baines. Þetta gerðist 14. júlí á síðasta ári í Cheshire á Englandi. BBC skýrir Lesa meira
Ofbeldisalda í Bandaríkjunum – Vekur ótta í stórborgunum
PressanOfbeldisalda geisar nú í mörgum borgum og bæjum í Bandaríkjunum. Deilt er um hverjar ástæðurnar fyrir þessu eru en ljóst er að þetta veldur ákveðnum þrýstingi á stjórn Joe Biden. Skemmst er að minnast að um þjóðhátíðarhelgina voru 850 skotnir í landinu, bæði börn og fullorðnir. Gögn frá Gun Violence Archive, sem eru samtök sem skrá alla Lesa meira
Grunaður um morðið á forseta Haíti – Tengist bandarísku lögreglunni
PressanÍ síðustu viku var Jovenel Moïse, forseti Haíti, skotinn til bana á heimili sínu. Lögreglan á Haíti hefur handtekið nokkra sem eru grunaðir um aðild að morðinu. Meðal þeirra eru tveir karlmenn af bandarísk/haítískum ættum. Annar heitir Joseph Vincent og er 55 ára. Hinn heitir James Solages og er 35 ára. Heimildir herma að annar þeirra hafi verið uppljóstrari á vegum bandarísku fíkniefnalögreglunnar DEA en ekki Lesa meira
Lögreglan telur að móðirin hafi myrt tvö ung börn sín og fyrirfarið sér
PressanÍ síðustu viku ók lest á þrjár manneskjur nærri Hässelhom í Svíþjóð og létust þær allar. Um konu á fertugsaldri var að ræða og tvö ung börn hennar. Lögregluna grunar að móðirin hafi vísvitandi stillt sér upp á lestarteinunum með börnin og hafi þannig myrt þau og svipt sjálfa sig lífi. Aftonbladet segir að hún hafi lengi búið við Lesa meira
Handtekinn vegna morðs á 12 ára stúlku í Svíþjóð á síðasta ári
PressanÁ fimmtudaginn handtók spænska lögreglan Svía sem var eftirlýstur fyrir morðið á hinni 12 ára Adriana í Botkyrka, í útjaðri Stokkhólms, í ágúst á síðasta ári. Hann verður framseldur til Svíþjóðar innan skamms. Sænska lögreglan skýrði frá þessu á föstudaginn. Adriana var skotin til bana aðfaranótt 2. ágúst á síðasta ári þegar hún gekk fram hjá veitingastað McDonald’s en hún var Lesa meira
Myrti fjóra fjölskyldumeðlimi vegna „nasistagulls“
PressanHubert Caouissin, fimmtugur Frakki, hefur verið dæmdur í 30 ára fangelsi fyrir að myrða fjóra fjölskyldumeðlimi sína en hann taldi þá vera að sanka að sér „nasistagulli“. Þetta gerði hann árið 2017. The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að Caouissin hafi játað að hafa myrt mág sinn, Pascal Troadec 49 ára, eiginkonu hans, Brigitte 49 ára, og börn þeirra, Sébastien 21 árs og Charlotte 18 Lesa meira
Sænska þjóðin í áfalli – „Þetta var morð“
PressanÍ upphafi var ekki annað að sjá en að um hörmulegt lestarslys hefði verið að ræða en nokkrum klukkustundum kom lögreglan með tilkynningu sem var mikið áfall fyrir sænsku þjóðina. „Okkur grunar að hér hafi ekki verið um slys að ræða, okkur grunar að hér hafi tvö morð verið framin,“ sagði Robert Loeffel, talsmaður lögreglunnar, síðdegis í Lesa meira
Unglingur myrti systur – Gerði samning við djöfulinn
PressanDanyal Hussein, 19 ára, var í vikunni fundinn sekur um að hafa myrt systurnar Bibaa Henry og Nicole Smallman í júní á síðasta ári. Hann réðst á þær í Wembley í Lundúnum og stakk þær til bana. Fyrir dómi kom fram að Hussein hafi „gert samning við djöfulinn“ um að myrða konur gegn því að hann myndi vinna í lottói. Fram kom að Hussein hafi heitið djöflinum að „fórna“ Lesa meira
Að minnsta kosti 150 skotnir til bana um þjóðhátíðarhelgina
PressanAð minnsta kosti 150 manns voru skotnir til bana í rúmlega 400 skotárásum í Bandaríkjunum um nýliðna helgi, þjóðhátíðarhelgina. Flestir áttu þriggja daga helgarfrí þar sem þjóðhátíðardaginn 4. júlí bar upp á sunnudag og því frí í gær í staðinn. Samkvæmt tölum frá Gun Violence Archive voru að minnsta kosti 150 skotnir til bana í rúmlega 400 skotárásum víða Lesa meira
Einn skotinn í Stokkhólmi
PressanUm klukkan 23 í gærkvöldi var tilkynnt að maður hefði verið skotinn á götu úti í íbúðarhverfi í Rinkeby í norðvesturhluta Stokkhólms. Maðurinn var strax fluttur á sjúkrahús en hann var með lífshættulega áverka. Samkvæmt fréttum sænskra fjölmiðla þá er talið að skotárásin tengist átökum glæpagengja en fórnarlambið hefur tengsl við glæpagengi. Lögreglan hefur unnið að rannsókn málsins Lesa meira